Jæja. Ég ætla að óska Karat til hamingju með admin réttindin.
Ætla líka óska áhugamálinu til hamingju - loksins komið líf í það aftur, eftir lang þráða bið (allavega hérna megin við skjáinn).
En núna ætla ég að tala um Nágranna (eins og alltaf).

Núna þessa vikuna hefur ekki margt verið að gerast.
Karl er endanlega fluttur frá Susan. Summer neyðist til að segja Lisu vinkonu sinni og fleirum frá því hvað sé að henni svo þau geti fíflast með það og gert grín af greyið Susan.

Sky og Boyd fóru “alla leið”. Persónulega finnst mér langt skemmtilegast að fylgjast með þeim - eru á mínum aldri og þannig. Verður skemmtilegt að sjá hvað gerist næst hjá þeim. Sky þorir samt ekki að horfast við Max því hann labbaði inná þau rétt eftir “you know what”.

Lou er að fara á hausinn því að sýningin hennar Trixie var aflýst. Hann var nýbúinn að segja Lyn að það gengi allt mjög vel og allt væri frábært hjá þeim og nefndi það við Trixie að kaupa lítið hús fyrir hátíðarnar í Hong Kong. Trixie fór svo frá honum og spennandi að sjá hvað hann gerir í næstu þáttum.

Jack er byrjaður að vinna hjá pabba sínum og er að fara sækja um í einhvern rafskóla (minnir mig). Hann er ekki mjög vinsæll þarna í vinnunni. Ekkert skrítið þar sem hann er sonur forstjórans. Joe gaf honum þráðlausan bor sem að kallarnir sem vinna með honum létu ofan í steypu - Barnalegt finnst mér.
En heima hjá þeim Scully fjölskyldunni er allt á rústi þar sem að þátturinn (mjög líkur the block) er í fullum gangi og þar kemur Sindi við sögu.
(Ég ætla ekkert að fara tala um Sindi þar sem að það er mjög flott grein um hana hérna fyrir neðan).

Stu er í þjálfum fyrir lögregluskólann. Hann var samt rekinn (held ég) og þjálfarinn var nú ekkert að taka því rólega við hann - kastaði framan í Stu að hann gæti ekkert gert nema gera mistök og hann ætti ekki heima þarna og eitthvað. Mjög illa gert af honum og Stu særðist mjög.

Connor er á fullu að finna eitthvað til að geta verið áfram í landinu. Stu kom með þá hugmynd um að gera fjölskyldu bjórinn og gera hann að svona trikkinu til að hann fengi að vera í landinu. Hlakka til að vita hvernig það kemur út :)

Izzy og Gus eru eitthvað saman og hann er að vinna sig inní fjölskylduna og það er eins og hann sé að reyna koma fyrir Max því að Summer gerði könnur handa öllum í fjölskyldunni með nafninu þeirra og gaf svo Gus eina og hann tók könnuna hans Max og lét sína í staðinn.. Fer verulega í pirrurnar á mér sá gaur.

..Ég held samt að þetta sé svona aðalega það sem er búið að gerast núna í síðustu þáttum.
Takk fyrir mig og vona að þið hafið notið þess að lesa þetta :)