Verið sæl, ég vona að þetta sé rétti staðurinn fyrir mína spurningu.

Ég er búinn að vera að rannsaka Ásatrúnni í góðann tíma núna, en það eru nokkrir hlutir sem eru að bögga mig alveg ótrúlega mikið.

Veit einhver hvort að Sköll og Hati (úlfarnir sem gleyptu sólina og tunglið) séu synir Fenris eða ekki? Ef svo, hver er móðir þeirra? Ef ekki, hverjir eru foreldrar þeirra?

Allstaðar þar sem ég leita fæ ég engin almennileg svör. Sumstaðar á netinu er ekkert minnst á skyldleika yfir höfuð, en annars staðar þar eru þeir sagðir vera “offspring Fenris”.

Aðrar spurningar líka fyrir fólk með áhuga!

Veit einhver hvort að Óðinn þurfti að gefa vinstri eða hægri augað sitt til þess að vita allt?

Gátu Valkýrjurnar flogið, eða þyrftu þær hestana sína til þess að geta flogið?