Hrafnkelssaga Freysgoða...
Um Hrafnkelssögu Freysgoða.
Í Hrafnkelssögu eru sögupersónur kynntar í keðju eftir því hvenær þær koma til sögu. Aðalpersónan er síðan kynnt til sögu, ætt hennar og stöðu lýst. Þá þegar persónan er kynnt fylgja með ýmiskonar sagnfræðilegar upplýsingar um fólk og staðhætti. Er þá höfundur að hafa áhrif á söguna og eru lýsingar kannski ekki alltaf réttar, en í takt við söguna.
Átökin í sögunni eru sprottin af stolti og sæmd og er þá sæmdarhugsjónin þar af leiðandi nátengd deilunum í sögunni. Sagan gerist á 10 öld þegar Hrafnkell er 15 vetra.
Hrafnkell sem er ein stærsta sögupersónan í þessari sögu giftist Oddbjörgu Skjöldólfsdóttur úr Laxárdal, og gerðu þau sér bú í Jökulsdal sem hét Aðalból. Þegar hann hafði komið sér fyrir efldi hann blót mikil og gerði hann sér mikið hof, Freyr var hans uppáhalds goð. Gaf hann mönnum land og tók goðorð yfir þeim. Hann var kallaður Hrafnkell Freysgoði í frammhaldi af því. Var hann ójafnaðarmaður mikill en menntur vel. Var hann linur og blíður við sína menn, en stirðlindur við Jökuldalsmenn, þröngvaði hann undir sig Jökuldalsmenn. Stóð hann að jafnaði í einvígum og bætti hann engin mannslát. Hans uppáhaldshestur var Feyfaxi og mátti engin annar en hann ríða honum þar sem hann hafði gefið Frey helmingin í honum og strengdi hann því heit að ef til þess kæmi myndi sá maður látast.
Bjarni hét maður og bjó í Laugahúsum við Hafnkelsdal, átti hann konu og tvo syni annar hét Sámur var lögkænn og uppvöðulssamur , hinn hét Eyvindur og gerðist farmaður í Noregi.
Þorbjörn var bróðir Bjarna og bjó hann á Hóli í Hrafnkelsdal. Átti hann mikið af börnum en var félítill, elsti sonur hans hét Einar, var
hann mikill og vel mannaður og var áveðið að hann færi í vist á Aðalbóli. Vann hann við að gæta sauða og mátti hann nota alla hestana nema Freyfaxa. Gengur honum vel að gæta sauðana fram eftir sumri en eina nóttina tínast þrír sauðir, er hann að leita í viku í sunnanþoku og finnur eigi sauðina svo þegar þokunni létti ákveður hann að fá sér farskjóta, eru allir hestarnir fælnir nema Feyfaxi og stekkur hann á bak honum og fer af stað, seinna um daginn finnur hann ærnar og ríður hann þá til baka. Það er ekki meira um það að segja en að hesturinn fælist á leiðarenda og stekkur heim í Aðalból til Hrafnkels og gerir hann sér grein fyrir því að Einar hefði riðið hestinum, svo hann drepur Einar. Þorbjörn tekur víginu ílla og fer hann til Hrafnkells og bíður Hrafnkell honum bætur fyrir Einar og eru þær málnyta og slátur, vill hann gefa honum þetta öll misseri eftir þetta vill hann einnig vera félagi hans og sjá um hann í ellinni. Neitar Þorbjörn þessu og vill að þeir taki menn til gerðar með sér, sættast þeir þá ekki. Þorbjörn er ekki sáttur og fer til Bjarna og biður hann um að taka þátt í því með sér að stefna Hrafkeli, það vill hann ekki. Fer hann þá til Sáms og biður hann um að taka málið að sér, tekur Sámur málið að sér.
Þá um vorið ríður Sámur heim að Aðalbóli og stefnir Hrafnkeli fyrir víg Einars. Sámur, Þorkell og þeirra menn ríða svo til þings, þar reyna þeir að fá höfðingja í lið með sér, en enginn vill taka það að sér. Hitta þeir mann sem heitir Þorgeir og er hann tilbúinn að stefna Hrafnkeli með þeim. Gera þeir dóm í Lögbergi engin kom til að verja Hrafnkel, var hann dæmdur til fullra laga semsagt pínsl og féransdóm, hann vann málið með fulltingi Þorkels og Þorgeirs. Fara þeir heim til Hrafnkels og segja honum dómin og selur hann Sámi sjálfdæmi sitt frekar en að vera líflátin, eftir að hafa fegið þessa tvö möguleika. Eftir að þetta er búið segir Þorgeir við Sám ”Eigi veit ég, hví þú gerir þetta. Muntu þessa mest iðrast sjálfur, er þú gerir honum líf”.
Sámur setti sér bú á Aðalbóliog býður öllum til veislu sem höfðu stutt hann í málinu. Hann ákveður að drepa Freyfaxa þar sem ekki hefur neitt gott hlotist af honum, en hinum heldur hann og brennur hofið. Þorbjörn fer að búa Leikskálum.
Hrafnkell flytur yfir í Fljótdal sem er norðan við Lagarfljót og gerir sér þar bú á litlum bæ sem heitir Lokhilla og byggði hann sér stóran bæ það sem hét að Hrafnkelsstöðum og var úr öllum trjánnum á lóðinni. Það er næst að segja að frá Hrafnkeli að eftir að hann frétti af brunanum og því að hesturinn væri látin ákvað hann að hætta að trúa á goð og efndi hann það,hann blótaði aftur. Satt hann á Hrafnkelstöðum og rakaði fé saman og naut hann brátt mikillar virðingar á héraðinu. Komu mörg skip á þessum tíma og urðu allir sem settust að í landi austan Lagarfljóts að heita honum liðsinni. Varð hann brátt mun vinsælli og fjölmennari en hann hafði áður verið. Var hann samt ennþá með sömu skapsmuni og áður fyrr.
Svo leið í sex vetur ,en þá kemur Eyvindur Bjarnason í land á Reyðafirði, og var hann orðin hinn vaskasti maður og hafði lært mikið. Þegar Sámur fréttir þetta ríður hann til skips og verða miklir fagnaðarfundir. Ákveða þeir að Sámur fari á undan honum heim og sendir á móti hinum fimm hesta til að taka með varninginn hans, gerir hann svo. Á leið þeirra heim fara þeir meðfram Lagarfljóti, þar er griðkona að þvo þvotta og sér hún þá ríða framhjá. Fer hún til Hrafnkels og segir honum hvernig liggur í málinu, eggjar hann til hefnda og bætir við “Er hann svo menntur, að hefnd væri í honum”. Sendir hann hana til að sækja Hallsteinssyni, Sighvat og Snorra á Víðivelli og aðra sendir hann út á Hrólfsstaði eftir Hófsonum, Þórði og Halla, vopnast þeir allir og eru þeir átján saman.
Voru Eyvindur og sveinar hans komnir upp á heiðina, þá segir sveinnin við hann að það séu menn á eftir honum, Eyvindur trúir ekki að þeir séu að elta hann. En annað kemur í ljós, Eyvindur neitar að halda áfram þegar þeir eru komnir yfir mýrina fara þeir upp að torfu og bíða þar. Koma þá menn Hrafnkels og fer bardaginn af stað, sveinnin fer að sækja Sám og félaga, þegar þeir mæta á svæðið eru allir mennirnir látnir, Sámur fer strax að athuga með bróður sinn og er hann látinn. Fara þeir strax að elta Hrafnkel og félaga en sjá að þeir eru komnir mjög langt og hætta við. Verpa þeir haug Eyvinds og heitir staðurinnn eftir þetta Eyvindartorfa, Eyvindarfjöll og Eyvindardalur.
Fer þá Sámur heim og ætlar að leggja af stað morgunnin eftir, en honum var ekka að ósk sinni Hrafnkell byrtist um nóttina með sjö tigu manna vekur hann. Býður hann honum sömu kosti og hann fékk á sínum tíma annað hvort að deyja eða að koma sér af Aðalbóli og flytja til Leikskála, Sámur vildi lifa, flutti hann stuttu síðar. Fékk hann engar bætur fyrir bróður sinn Eyvind og fékk Hrafnkell aftur goðorð sitt og fé, Hrafnkell flytur aftur til Aðalbóls og fær sonur hans Þór Hrafnkelstaði.
Eftir einn vetur í Leikskálum undi Sámur sér ekki og þegar vora fór hann í heimsókn til Þorkells og var að reyna að fá hann lið með sér aftur á móti Hrafnkeli, en hann vildi það ekki vegna þess að hann hefði tekið þá ákvörðun að leifa honum að lifa, svo að hann yrði að taka afleiðingunum af því. Sámur bjó á Leikskálum alla sína æfi og dó Hrafnkell úr sótthita gamall að aldri.
Það sem mér finnst áberandi í sögunni eru afleiðingar af gerðum manns, þegar fólk tekur ákvörðun og afleiðingum af þeim ákvörðunum. Auðvitað átti Sámur að drepa Hrafnkel fyrir drápið á Einari en hann kaus að vera miskunarsamur og gefa honum líf. Segir maður ekki að fortíðinn elti mann uppi. Hún kemur aftan af manni og þá er eins gott að hafa tekið rétta ákvörðun. Annars er sæmdin mikil í sögunni og hugsa ég að Sámur hafi veið svoldið niðurbrotin að þurfa að vera undir Hrafnkelli aftur. Hrafnkell gerði aftur á móti allt það sem hægt var til að fá hana aftur virðinguna úr þjóðfélaginu og hans leið til þess að fá aftur þann sess í þjóðfélaginu sem hann hafði var að drepa Eyvind, hann var orðin vel að mennt og þess virði að drepa til að fá hefnt fyri fortíðinna og til þess að hann gæti fengið aftur sæmd sína og stolt.
Í fyrsta lagi á þessi saga enga stoð í okkar tíma hún er saga um fornan tíma og hefur þar af leiðandi ekki neitt gildi annað en að vera góð heimild um fólk og staðhætti í fortíðinni. Ég læt mér detta í hug að bera persónur sögunnar saman við nútímaþjóðfélag, eins og það er í dag. Það sem ég get sagt með vissu er að Hrafnkell var nátturulega snargeðveikur en þótti það greinilega mjög karlmannlegt og var hann virtur goðorðsmaður. Má segja að hvernig hann brást við Einari hafi verið mjög ósangjarnt þar sem Einar var að reyna að gera allt til að þóknast honum, það var fáránlegt að hann skildi drepa hann fyrir ekki stærri glæp enn þetta, sinn eigin starfskraft og það sýnir einnig að á þessum tíma var mannslífið ekki metið til annars en fjár. Væri Hrafnkell uppi núna væri hann annað hvort í fangelsi eða inn á geðdeild, persóna með svona skapgerðabresti fær ekki að ganga laus í okkar þjóðfélagi. Þar sem við í nútímaþjóðfélagi leggjum áherslu á allt annað t.d. að bera virðingu fyrir öðrum og er fólk fangelsað ef það drepur annan mann nema þegar það er að verja síg fyrir eigin morði. Þrátt fyrir að Íslendingar til forna hafi verið með þing og lög um þessi málefni sem og önnur efni, má orða það þannig af ef þá áttir peninga þá gast þú drepið hvern sem þú vildir nánast, það þurfti bara að borga til að bæta mannslífið, en það varð að vera ástæða, ekki einusinni neitt alvarleg, t.d. eins og þegar Einar er drepin. Það má orða þetta á einn hátt, á þessum tíma var það dýrseðlið sem fékk að ráða og hefði ég ekki viljað vera uppi á þessum tíma.