4. júli - Smá hugleiðingar Eins og við vitum halda Bandaríkjamenn upp á þjóðhátíðardag sinn, “Sjálfstæðisdaginn” þann 4. júlí. Þann dag árið 1776 sögðu hinar norður-amerísku nýlendur Bretakonungs sig úr lögum við móðurlandið og kölluðust framvegis Bandaríki Norður Ameríku.

Það er engin launung á því að mun vinsælla er að hatast út í Bandaríkin og alla þeirra sögu, en að benda á það sem vel var gert í sögu þeirra og jákvæð áhrif þeirra á heimsbyggðina. Þar kemur 4. júlí 1776 t.d inn í myndina.

Bandaríkjamenn nefnilega að sönnu ýmislegt upp á að halda í kringum þennan dag. Meðal “landsfeðranna” voru stórmerkilegir menn eins og Benjamin Franklin, Thomas Jefferson og Thomas Paine. Sannir 18. aldar hugsuðir í anda Upplýsingarinnar svonefndu sem þá fór um Evrópu. Enda eru bæði sjálfstæðisyfirlýsing og stjórnarskrá Bandaríkjanna stórmerkileg plögg í mannkynssögunni, sem haft hafa gríðarleg áhrif á stjórnmálaþróun og ýmsa hugmyndafræði almennt um víða veröld.

Það þykir þó ekki öllum vera nein ástæða til hátíðahalda núna, eftir nær átta ár af óstjórn Georgs W. Bush og félaga. Ég leyfi mér hér að vitna í grein eftir ágæta konu að nafni Rosa Brooks:

…the Constitution also doesn’t contain any footnotes that say, “Note to our descendants: This Constitution is intended for easy times only. At the first sign of trouble, feed this document to your dog. We won’t mind. We only fought a war for it.”

This Fourth of July, celebrate by rereading the Declaration of Independence, created by more or less the same crowd who brought us the Constitution, 11 years and one war later. Remember it? “We hold these truths to be self-evident, that all men are created equal, that they are endowed by their creator with certain unalienable rights, that among these are life, liberty and the pursuit of happiness.”

Wild stuff! To the founders, “all men” have “unalienable rights” — not just U.S. citizens in the continental United States. (If the founding fathers were around today, Rush Limbaugh and Rudy Giuliani would pillory them as limp-wristed, latte-drinking, soft-on-terror liberals.)

It was treasonous stuff too. When the Declaration of Independence was drafted, there were no U.S. citizens: Instead, there were about 2.5 million scrappy Colonists who legally owed allegiance to the king of England, George III. But they went to war — over the little matter of freedom, law and unalienable, God-given rights.

Among their grievances against King George, the rebellious Colonists complained that he ignored the will of their representative bodies, refused “his assent to laws for establishing judiciary powers” and “affected to render the military independent of and superior to the civil power.” The Colonists also objected to the denial of “the benefit of trial by jury” and the king’s practice of avoiding the inconveniences of due process by transporting prisoners “beyond seas to be tried for pretended offenses.” (George III would have loved Guantanamo.)

Greinin í heild sinni: http://www.commondreams.org/archive/2008/07/03/10083/


Þetta er reyndar svipaður málflutningur og tíðkaðist á dögum Víetnamstríðsins, en erfitt er samt að verjast þeirri tilhugsun að tilefnin til andófs og mótmæla séu jafnvel meiri núna. Lyndon B. Johnson, sem var forseti á hápunkti Víetnamstríðsins, mátti þó eiga það hann studdi ýmsar umbætur í mannréttinda- og velferðarmálum heimafyrir - núverandi forseti traðkar á hvoru tvegga og virðist stoltur af.

En þó furðulegt sé, ber MIKLU MINNA á mótmælum núna en þá. Ýmsir hafa verið að velta fyrir sér hverju þetta sætir. Með löngum pælingum um það væri ég kominn út fyrir efni þessa stutta pistils, en langar þó að minnast á algengustu skýringuna: Að “forheimskun” Bandaríkjamanna í gegnum stanslaust flóð af mis-gáfulegu afþreyingarefni blandað auglýsingum, sé orðin svo mikil að þeir geri sér almennt ekki grein fyrir hvað er að gerast.

Ástæðurnar eru að mínu mati fleiri og margþættari, en þegar þegar mun meiri áhugi er fyrir fréttum af Paris Hilton að missa brækurnar en af mannfalli í Írak eða pyntingum í Guantanamo, þá hlýtur eitthvað að vera til í slíkum kenningum!
_______________________