Napóleon stríðin Ég ákveði bara að senda inn heimildarritgerð sem ég gerði fyrir skóla. njótið :)



Inngangur

Árið 1789 var bylting í Frakklandi og konungi steypt af stóli og varð landið að lýðveldi. En árið 1799 tók hershöfðinginn Napóleon (1769-1821) yfir Frakkland og krýndi sig einræðisherra yfir því og æðsta mann flota og hers. Napóleon tókst að taka yfir meiri part Evrópu en var stoppaður áður en hann náði lengra. Hann réð meðal annars yfir Belgíu, Lúxemborg, Holland, Meiri part Þýskalands og komst til Moskvu í Rússlandi. Einnig steypti hann konungi Spánar af stóli og krýndi bróður sinn konung. Hann reyndi innrás í Portúgal en var stöðvaður með aðstoð Breta. Eftir misheppnaða innrás í Rússland fór allt niður á við fyrir Napóleon og á endanum tapaði hann styrjöldinni.


Meginmál

Upphaf stríðs í Evrópu (1789-1804)

Eftir að Loðvík XIV var steypt af stóli og lýræði komið á varð Bretland helsti óvinur Frakka. Þeir voru hræddir um að Frakkar mundu taka mest völd í Evrópu og vegna þess að þeir vildu ekki að lýðræðisstefnan mundi breyðast út. Var þá helsta hetja Frakka Napóleon sem var hershöfðingi. Hann var ákaflega snjall og góður hershöfðingi. Eitt af brögðum hans var að taka Egyptaland árið 1798 til að stöðva stríðsrekstur á milli Bretlands og Indlands sem var eitt að aðal nýlendum Breta. En Bretar sem höfðu mun sterkari sjóher voru fljótir að krófa þá af. Napóleon slapp með skrekkinum á meðan flesir hans hermenn voru handtekninr. Þegar hann kom aftur heim árið 1799 var franska ríkið illa setið í peningum og fleira. Þá skipulagði hann valdarán af franska lýðveldinu. Þann 9.nóvember tók hann Frakkland. Varð þá stjórnskipulagið þannig að það vor þrír konsúlar og skipaði hann sjálfan sig æðsta konsúl. Við það varð hann eiginnlega einræðisherra því hinir tveir höfðu ekki mikil völd.

,,Sem konsúll endurbætti Napóleon ýmsar stofnanir franska ríkisins. Hann skipaði líka fyrir að lög Frakklands yrðu samræmd í einni lögbók, en áður hafði hvert hérað haft sín eigin lög. Lögbókin er eitt hans merkasta verk, og festi hún í sessi margar af bestu hugmyndum upplýsingarinnar. Sem dæmi voru réttindi kvenna betur tryggð en áður hafði tíðkast og ýmsar réttarfarsreglur teknar upp sem voru mjög til bóta. ‘’ (http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6093)

Stríði hélt áfram og stórar orustur urðu. Frakkar rústuðu Austurríki við Norður-Ítalíu árið 1800 og það trygði honum en meira stuðnings fólksins. En árið 1802 sömdu Frakkar og Bretar frið. Við það efndi Napóleon til þjóðarkosningar og var hann kosinn fyrsti konsúll Frakklands til lífstíðar. Við það fengu Frakkar betri kjör en þau hefðu fengið í langan tíma. En eftir að víðtæk samsæri komu upp árið 1804 krýndi hann sjálfan sig sem keisara Frakklands til að auka völdin. En friðurinn á milli Frakka og Breta varði ekki lengi og voru þeir fljótlega farnir að berjast aftur.


Stríð í Evrópu(1804-1814)

‘’Friðurinn milli Frakka og Breta reyndist skammlífur og ekki leið á löngu þar til aftur kom til átaka milli þjóðanna. Þar sem Bretar höfðu ekki stóran landher var helsta bragð þeirra að styrkja andstæðinga Napóleons og láta þá sjá um landhernaðinn fyrir sig.’’
(http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=6093)

Á meðan skipulagði Napóleon innrás til Bretlands, en floti Napóleons tapaði orustu fyrir Bretum árið 1805 í bardaganum um Trafalgar þannig að áætlanir Napóleons fóru út um þúfur. En þrátt fyrir það vann hann glæstan sigur á sameinuðum her Rússa og Austurríkismanna við Austerlitz 1805. Við það gafst Ausurríki upp en Rússar börðust fyrir lífi sínu við hlið Prússa.
Það stóð reyndar ekki lengi því árið 1806 var Prússum gjöreytt við Jena-Auerstadt. Skömmu seinna árið 1807 sömdu Rússar um frið og Frakkland réð yfir þeim.

Árið 1807 var Frakkland sem öflugast. Hann réð næstum því öllum löndum í Evrópu og aðeins nokkur stóðu en. Þar á meðal var Bretland. Við það ákvað Napóleon að reyna að stoppa þá með því að setja verslunarbann á Bretland í Evrópu. En það gekk ekki nógu vel þar sem breskar vörur voru mjög vinsælar og gekk því það ekki nógu vel og það varð bara til þess að smygl jókst.
Þar sem Portúgalir stóðu með Bretum varð að stoppa þá. Napóleon fór í gegnum Spán og stefndi að Portúgal. En fyrst hann var kominn til Spánar (sem studdu Napóleon) ákvað hann að taka landið og koma bróður sínum til valda. En það olli mikilli ólgu hjá Spánverjum og fór að koma upp andspyrna hér og þar. En þá höfðu Bretar sent lið til að styðja Portúgala undir stjórn Arthur Wellesley sem betur er þekktur undir nafninu hertoginn af Wellington. Ákvað hann að hjálpa Spánverjum og kom það góðu orði á hann. Þar fóru enn fleiri ráð Napóleons norður og niður.

Þar sem Rússar voru undir Frakklandi urðu þeir að lúta viskiptabanni Napóleons. En þeir urðu frekar þreyttir á því svo að Napóleon gerði heri sína tilbúna til stríðs. Fóru þar í kringum 700.000 menn undir stjórn Napóleons til Rússlands og komu þeir þangað 22. júní 1812. Það gekk ekki nógu vel en þeir komust til Moskvu í september. Þegar þangað var komið reyndist borgin vera mannlaus. Íbúar hennar höfðu víst flúið aðkomumenn Napóleons og tekið allt sem verðmætt var. En þegar Rússar kveiktu í borginni voru góð ráð dýr. Eina sem hann gat gert var að snúa við. En rússneski veturinn náði þeim og drap marga góða menn. Aðeins 20.000 snéru til baka af þeim mörgu sem fóru.

Eftir Rússlands ferðina virtist allt stefna niður á við. Því árið 1814 réðust Prússar, Rússar, Austurríkismenn, Svíar og mörg önnur smáríki inn til Frakklands. Loks virtist þessu stríði vera lokið og Napóleon varð að segja af sér keisaratign og var sendur til eyjunnar Elbu.


Lok stríðs í Evrópu og endalok Napóleons(1815-1821)

Napóleon leiddist vistin á Elbu. Hann hafði fengið þær fréttir frá Frakklandi að nýi franski konungurinn (Loðvík XVIII) væri ekki að standa sig sem vera skildi. Stuttu seinna 1815 snéri hann aftur til föðurlandsins. Eftir komu hans fékk hann eiginlega völdin strax. Enn og aftur var Evrópa á leið í stríð, en í þetta skipti til að enda það endanlega.
Mættust sameiðaðir herir Breta og Prússa undir stjórn Wellington og Gebhard Leberecht von Blücher gegn Frökkum sem voru auðvitað undir stjórn Napóleons í Belgíu við Waterloo. Waterloo var lokaorusta stríðsins og unnu sameinaður herir Breta og Prússa. Napóleon sagði aftur af sér keisaradæmi sínu og ærlaði að flýja til Norður-Ameríku. En breski flotinn stöðvaði hann áður en hann slapp. Þeir sendu hann til eyjunnar St. Helenu þar sem hann endaði ævidaga sína árið 1821. Ekki er vitað nákvæmlega orsök dauða hans en getgátur hafa komið upp.


Niðurlag

Napóleon var einn að merkilegustu mönnum 19.aldar og einn sá snjallasti. Hann var aðeins 51 árs þegar hann lést á eyjunni St. Helenu. Hann gerði marga hluti sem enn þann dag í dag eru notaðir t.d. lögbókina. Hann var fæddur 15. ágúst árið 1769 á eyjunni Korsíku í Miðjarðarhafi. Hann var tvígiftur, fyrri konan hét Joséphine de Beauharnais sem hann skildi seinna við, seinni konan hét Marie Louise af Austurríki. Hann er einn vinsælasti þjóðhöfðingi sem Frakkland hefur átt