Franklin Delano Roosevelt (1882-1945) Þetta er ritgerð sem ég gerði í Sögu um ævi Franklin Delano Roosevelts 32. forseta Bandaríkjanna.


Franklin Delano Roosevelt er að mínu áliti einn áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu aldar. Hann var kjörinn forseti á erfiðum tímum þegar hagkerfi Bandaríkjanna var hálfhrunið og átti stóran þátt í því að snúa því við.
Hann var í forystu bandamanna í síðari heimstyrjöldinni og átti stóran þátt í að stofna Sameinuðu þjóðirnar.
Roosevelt hafði nýlega verið kosinn forseti í fjórða sinn, þegar hann féll frá. Hann sat lengur að völdum en nokkur annar forseti Bandaríkjanna. Hann var forseti Bandaríkjanna 1933-1945.


Æskuárin

Franklin Delano Roosevelt fæddist í Hyde park í New York 30. Janúar 1882. Hann var einkabarn.
Faðir hans, James Roosevelt var forstjóri Járnbrautarfélags en Móðir hans hét Sara Delano Roosevelt og var frænka Teodore Roosevelt, 26. forseta Bandaríkjanna.
Franklin D. Roosevelt hafði viðburðaríka æsku, hann var mikill íþróttamaður og áhugamál hans voru sund, siglingar, polo og tennis. Hann fór oft til Þýskalands og Frakklands og var vel mælandi á frönsku og þýsku.
Hann safnaði frímerkjum, fuglum og model skipum. Hann byrjaði í grunnskóla í Groton school í Massachusetts og fór svo í Harvard University þar sem hann bjó í Adams húsi, sem var hluti af skólavistinni, og var í bræðralagi sem hét Alpha Delta phi og varð svo stúdent árið 1904. Um þann tíma lést faðir hans 72 ára.



Manndómsárin

Þegar Theodore Roosevelt kom úr litlu stríði var hann stríðshetja með því að leiða menn sína til sigurs. Þá, út af vinsældum hans, buðu repúblikanar honum að bjóða sig fram í New York sem ríkisstjóri.
Hann tók þátt í því og varð ríkisstjóri. Vafalaust hafði frægð hans átt stóran þátt í því og seinna bauðst honum að verða varaforseti Bandaríkjann þegar William McKinley var forseti.
Einn góðan veðurdag var hringt í Theodore Roosevelt og honum sagt að forseti Bandaríkjanna William McKinley hafi verið skotinn og stuttu seinna hafi hann látist.
Þá varð Theodore Roosevelt 26. forseti Bandaríkjanna með þessum hætti.
Franklin Delano Roosevelt dáðist að frænda sínum Theodore Roosevelt þegar hann varð forseti. Franklin var þá nýbúinn í Harvard en útskrifaðist fyrr á árinu. Hann byrjaði þá í laganámi í Columbiaháskólanum.
17. mars 1905 giftist Franklin fjarskyldri frænku sinni Eleanor Roosevelt og var það hátíð í New York borg. Hersveitir gengu um borgina í skúðgaungum og Theodore Roosevelt forseti var viðstaddur og hann var mjög ánægður með Franklin. Þau eyddu brúðkaupsferðinni með því að ferðast um Bandaríkin og fengu svo fyrsta húsið sitt sem var lítið gistihús í New York. Um vorið eftir brúðkauðið héldu hjónin í skipsferð til Evrópu. Fyrst komu þau til London, sem var uppáhalds borgin hans Franklins, svo til Parísar, Ítalíu fyrst til Milano og svo til Feneyja, Sviss, aftur til París og London, og síðan til Skotlands.
25 ára gamall lauk Franklin lögfræðiprófi, gerðist hann málafærslumaður og gengdi því starfi í fáein ár. Hann fékk stöðu hjá Carter, Ledyyard & Milburn sem var virt lögfræðistofa í New York.
Snemma á árinu 1910, þegar Franklin var 28 ára gamall, kom æðsti maður demókrataflokksis í Dutches County, John E. Mack, óvnt í heimsókn til hans í Hyde Park og átti við hann óvenjulegt erindi.
Hann kom til að gefa Franklin kost á að bjóða sig í öldungadeildarkosningar í New York fylki.
Franklin vildi fyrst sjá hvað Theodore frændi hans segði við þessu áður en hann tók endilega ákvörðun. Theodore hafði sagt að hann studdi hann.
Aðal auglýsingabrella Franklins var að keyra um í nýja bílnum sínum sem hann reyndar leigði.
Hann keyrði útum allt og hélt margar ræður á dag og vann þannig hjörtu bænda, helsta slagorðið hans var: Með almenningi gegn flokksbroddum.
Síðan vann hann í fyrstu kosningum sínum með 15000 atkvæði gegn andstæðingnum hans sem hafði 14000.
Í Albany kemur þing New York fylkis saman í stjórnarhöllinni, Capitol.
Þingið situr í tveimur deildum, fulltrúardeild og öldungardeild.
Franklin fluttist til Albany með konu sinni og 3 börnum þegar hann var kosinn í öldungardeildina. Hann tók á leigu stórt hús við State Street.
Í byrjun voru margir þingmenn á móti honum en það breyttist smátt og smátt honum í hag.
Næstu kostningar voru erfiðar því Franklin fékk hita sem fór ekki, en góður vinur, stuðningsmaður og blaðamaður hans Louis Howe kom til bjargar og lét Franklin skrifa bréf til kjósenda og skrifaði um þetta í blaðinu. Roosevelt var kosinn aftur og það var allt Howe að þakka.
Fyrri Heimstyrjöldin byrjaði þegar Frans Ferdinand krónprins Austurríkis-Ungverjalands var myrtur í Serbíu af stúdentnum Gavrilo Princip og Þjóðverjar réðust síðar á Síberíu og síðan bættust fleiri inní.
Roosevelt fékk þá stöðu sem varaflotamálaráðherra.
Bandaríkin reyndu að semja við Þjóðverja þótt þeir hefðu sokkið mörgum skipum og drepið marga óbreytta Bandaríska borgara.
En Bandaríkin bættust loks inní Föstudaginn langa 1917 þegar stríðið var að enda hvort eð er. Roosevelt var talinn varaforsetaefni eftir hvað honu gekk vel í því að vera varaflotamálaráðherra. Hann vingjaðist við stjórnmálamanninn Alfred E. Smith og var síðar kosinn Ríkisstjóri í New York árið 1929.
Árið 1929 byrjaði kreppan og mikil fátækt blasti við í þessu landi sem hafði áður verið heimsveldi. Á meðan forsetinn, Hoover var að segja fólki á Wallstreet að þetta væri bara tímabundið ástand, vann Roosevelt að því hvernig ætti að bjarga fórnarlömbum þess. Þá blasti forstetakosingarnar við og fólk spurði sig hver tæki að sér að leiða þjóðina úr þessari fátækt.
Þann 21. janúar árið 1932 lýsti Roosevelt yfir opinberlega, að hann gæfi kost á sér til forsetakjörs. Roosevelt vann hvert fylki á eftir öðru og gekk frekar vel. Roosevelt vann með miklum meirihluta atkvæða og varð forseti Bandaríkjanna árið 1932 og kynnti Bandaríkjunum, stefnu sína í efnahagsmálum sem var kallað ‘the new deal’.
Roosevelt byrjaði að láta fólk fá atvinnu með ýmsum hætti, tildæmis bjó til fyrirtæki sem gerðu ýmislegt fyrir landbúnaðinn hinsvegar minkaði hann fjármagn til hersins og rannsókna. Allt fór að lagast með tímanum.



Seinni Heimstyrsjöldin

Árið 1938 byrjuðu nazistar að senda hermenn til Austurríkis og seinna til Prag. 1. september 1939 réðust þjóðverjar inní Pólland.
Þar með lýstu Frakkland og England yfir stríði gegn Þýskalandi. Roosevelt hélt ræðu um þetta þar sem milljónir manna hlustuðu á.
Roosevelt vildi ekki að Bandaríska þjóðin færi í stríð en studdi Breta mjög mikið. Í apríl 1940 réðust þjóðverjar einnig á Danmörku og Noreg og svo í maí 1940 réðst hann líka á Frakkland, Holland, Belgíu og Lúxemborg. Eftir það gengu Ítalar í lið með þeim.
Þegar Frakkland hætti var aðeins Bretland eftir í Evrópu svo fræga orustan ‘the battle of Brittain’ hófst og Winston Churchill (forsetisráðherra Bretlands) sendi langt bréf til Roosevelts til að byðja þá um hjálp. Lundúnabúar þurftu að þola loftárásir á hverjum degi.
Roosevelt gaf flotanum 4 milljarði til að stækka flotan og lét hóp vísindamanna vinna um hvernig ætti að verja landið. Í nóvember árið 1940 kusu Bandaríkjamenn Franklin Delano Roosevelt forseta í þriðja sinn. Roosevelt hlaut 27.244.160 atkvæði en Willkie 22.305.189. Þetta var minni atkvæðamunur en áður, en Roosevelt fékk 449 kjörmenn en Willkie aðeins 82. Skömmu eftir að Roosevelt var kosinn í þriðja sinn tilkynnti hann það að þeir myndu gefa Bretum eins mikið af vopnum og þeir vildu án þess að borga og að þeir myndu reyna að styðja bandamenn eins og þeir gætu án þess að fara í stríð. Að morgni 22. júní 1941 réðust Þjóðverjar inn í Rússland en það var mjög heimskulega gert því þeir höfðu ekki nógu margar vistir og þeir dóu úr kuldu og hungri. Rússland voru strax orðnir bandamenn Breta og fengu núna líka styrk frá Bandaríkjunum. Loksins kom Churchill svo til Bandaríkjanna á fund Roosevelt og þeir töluðu um ýmis mál. 7. desember 1941 var gerð árás af japönum á Pearl Harbor aðal bækistöð Bandaríkjanna í Kyrrahafinu og þar dóu 2403 og margir særðust. Þar með byrjuðu Bandaríkjamenn algjörlega í stríðinu. Bandaríkjamenn brugðust hart við og unnu algjörlega japanska flotann á fjórum mánuðum og seinna vörpuðu tveim kjarnorkusprengjum á Japan. Bandaríkin fóru með marga sæta sigra og komust á Frakkland og síðan lengra og unnu stríðið með Rússum og Bretum


Lokaorð
Franklin Delano Roosevelt lést á heimili sínu eftir að hafa leitt þjóðina úr kreppunni, hjálpað mikið til í seinni heimstyrjöldinni og hann stofnaði Sameinuðuþjóðirnar og hann var einn virtasti forseti Bandaríkjanna.


Takk fyrir mig endilega bendið mér á stafsetningavillur..