Ólympíuleikarnir til forna! Eins og við þekkjum Grikkland í dag er Grikklands sem slíkt einungis eitt ríki, en fyrir kristburð skiptist Grikkland í hundruð smáríkja eða borgríkja þar sem íbúar áttu sér sameiginlegt tungumál, menningu og litu því á sig sem eina þjóð. Grikkir voru ríkir að menningu sem að blómstraði í landinu og voru Grikkir frumkvöðlar á mörgum sviðum s.s stjörnufræði, heimspeki, læknisfræði og nútíma stjórnmálafræði. Síðar þegar Grikkir fluttust margir hverjir búferlum dreifðu þeir sér um ríki Miðjarðarhafs og fluttu með sér menningu og listir Grikklands út um víðan völl og höfðu þannig gríðarleg áhrif víða þar sem þeir fóru ferða sinna.
Talað er um að saga Ólympíuleikanna til forna hefjist árið 776. þegar að hinir fyrstu eiginlegu ólympíuleikar eru haldnir. Á þessa leika sendu öll stærstu borgríkin á svæðinu í kringum Grikkland öll sína bestu keppnismenn til borgarinnar Ólympíu til þess að etja kappi við bestu íþróttamenn hinna borgríkjanna á mikilfenglegum leikum til heiðurs Seifi, æðsta guði Grikkja.

Fyrstu ólympíuleikarnir fóru með eindæmum vel fram og vöktu mikla lukku hvarvetna. Miklum fjármunum var eytt í umgjörð leikana og voru byggð mörg glæsileg íþrótta mannvirki fyrir leikana til heiðurs Seifs s.s hof og bússtaði fyrir keppendur og skipuleggjendur keppninnar.
þessum leikum voru samt sem áður aðeins karlmenn sem voru gjaldgengir til keppni en konum yfir höfuð var hinsvegar bannað að vera með og meira að segja var þeim heldur ekki leyft horfa á karlana keppa en á þessu voru þó undantekningar því ungar, fallegar og ógiftar stúlkur voru þar vel séðar til þess að hafa ofan af íþróttahetjunum.

Ólympíuleikarnir til forna voru sér Grískt fyrirbæri og voru boðberi friðar í heiminum þar sem að öll þau ríki sem áttu í stríði innbyrðis létu ávalt af vopnum meðan á leikunum stóð og vopnuðust síðan aftur skömmu eftir leikana. Hin upprunalega ósvikna keppnisgleði var ofar öllu á leikunum og þokaði að miklu leyti fyrir þeirri atvinnumennsku sem við þekkjum á ólympíuleikum nútímans. En það var mál manna á leikunum í Ólympíu að aðalmálið var ekki bara að vera með heldur að sigra leikana og færa sínu borgríki sigur á leikunum til þess að sýna það og sanna að sitt borgríki stæði fremst á sviði hreysti, kappsemi og líkamsfegurðar þar sem að verðlaunin sjálf voru einungis krans af hinum helga ólympíuviði, auk þess sem sigurvegararnir voru hylltir sem hetjur við heimkomuna, verðlaunaðir á ýmsan hátt og þess má til gamans geta að sigurvegararnir frá Aþenu fengu t.d. ókeypis fæði í ráðhúsi borgarinnar það sem þeir áttu eftir ólifað. Skipti því mestu máli á leikunum að færa borgríki sínu sigur svo það gæti státað sig af sem flestum sigurvegurum frá Ólympíuleikum til þess að sýna mátt síns ríkis á keppnisvellinum.

Ólympíuleikarnir til forna sem kenndir voru við borgina Ólympíu í Grikklandi lögðust síðan af árið 393 eftir Krists burð, og höfðu þá leikar í borginni verið haldnir með reglulegu millibili frá því 776 f.Kr. Á Ólympíuleikum í Grikklandi til forna ríkti ekki sami ólympíuandi og oft er nefndur í kringum nútíma Ólympíuleika en fyrstu nútímaleikarnir í þeirri mynd sem við þekkjum þá í dag voru haldnir í Aþenu árið 1896 en einkum hafa íþróttirnar sér í lagi breyst og er öll íþrótta flóran nú orðin öllu fjölbreyttari en hún var á Ólympíu leikunum til forna. Auk þess í dag etur allur heimurinn kappi og eru nú á dögum leikarnir ekki einskorðaðir við e-ð ákveðið svæði heldur eru þetta einskonar heimsleikar. Peningar, frægð og frami eru nú í augum flestra ofar öllu þó að auðvitað sé heiðurinn og stolt sinnar þjóðar að sjálfssögðu í hávegum haft. Í dag liggur aðal áherslan í því að vera með og víst er að íþróttamenn sem enga möguleika eiga á sigri fagna því samt bara fyrir það eitt að hafa tekið þátt í ólympíuleikum og náð tilteknum lágmörkum til þess að geta státað sig af því að hafa fengið tækifæri til þess að etja kappi við þá allra bestu, þó auðvitað sé stefnan sú að koma ávalt fyrstur í mark.