Júlíus Caesar 4 hluti Síðustu árin.

Caesar skipaði Sallútíus sem landsstjóra í Númidíu og kom á skikki meðal landanna í Afríku. Hann fór svo til Rómar um haustið 46 f.kr.
Honum var veitt alræðisvald til tíu ára og öldungaráðið var nú viss um að einveldi hæfist.

Hann sagði við öldungaráðið að játa nauðsyn alræðisins og vinna með honum að endurbótum á hag ríkisins. Hann skrúfaði niður fyrir völd ráðsins þannig að það var bara eins og ráðgjafanefnd.

Hann fjölgaði mönnum ráðsins upp í 900 og tilnefdi aðra 400.
Margir þeirra voru gamlir hundraðshöfðingjar, óbreyttir hermenn eða synir þrælar. Patríceum brá í brún þegar þeir sáu sigraða galla koma inn í ráðið. Kannski var Caesar að gera ráðið svo þunglamalegt að það gat ekki hafið andspyrnu á móti honum. Hann tók líka upp stefnu Craccusbræðra og skiptilöndum milli fornliða sinna og fátækra. Hann hafði breytt mörgum verklausum mönnum í hermenn og bændur og réð bót á kjörum fátækra með því að 80.000 borgara til þess að nema land erlendis.
Það voru borgir eins og Karþagó, Kórinþu og Sevillu. Hann varði um 160 miljónum sestertía í miklar byggingaframkvæmdir og lét reisa samkomustað fyrir þing á Marzvellinum, gerði nýtt torg Forum Iulium til að taka af nokkurn hluta viðskiptalífsins og létta þrengslin á gamla torginu.

Þegar Caesar var veginn voru um 700 miljónir sestertía í ríkisjóði og um 100 miljónir sestertía í einkasjóði hans.

Hann leit reisa gömul musteri og gerði nokkur ný. Hans uppáhald var Venus eða alma mater. Caesar lét taka manntal á Ítalíu og lét telja alla íbúa heimsríkisins fyrir grundvöll skattlagningar og stjórnsýslu. Hann bauð grískum manni sem nefndist Sósígenes að gera annað tímatal, ”Júlíanska tímabilið” og var það nefnt eftir ættarnafni Caesars.

Það skyldu vera 365 dagar í árinu en sleppa myndi einu degi í febrúar fjórða hvert ár. En við útbreiðslu ríkisins vissi hann ekki hvar ætti að stoppa eins og Alexander mikli. Hann ætlaði að girða ríkið af þannig að enginn gæti ráðist inn í það. Þá fengi hann fullt frelsi til
að gefa veröldinni pax romana að gjöf og kjósa sér eftirmann.

Að morgni 15 mars 44 f.kr. lagði Caesar af stað niður í öldungaráðið. Konan hans hafði séð hann liggja í blóði sínu í draumi og þræll hans sagði honum ekki að fara. Eitthvað slæmt myndi gerast. Þegar hann kom á torgið var þar spámaður sem hafði varað hann við 15 mars. Hann sagði að dagurinn væri risinn og ekkert væri komið fyrir hann enn. Hann gekk inn í leikhúsið þar sem fundurinn var en þá réðust “frelsisvinirnir” svokölluðu að honum og stungu með hnífum.
Í mörgum sögum er haldið fram að Sesar hafi fyrst reynt að verja sig en þegar hann sá vin sinn Brútus í hópnum féllust honum hendur og hafi sagt
Og þú líka Brútus minn.

Við starfi Sesars tók frændi hans Oktavíanus. Hann náði öllum völdum og gerðist fyrsti keisari Rómaveldis árið 31. f. Kr. Oktavíanus lét það líta þannig út að hið gamla stjórnskipulag væri óhreyft en í raun tók hann sjálfur öll völd þannig að hann réði nánast öllu.
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”