Með iðnbyltinugnni er átt við þær gífurlegu framfarir í tækni og verkaskiptingu sem hófst á 18. öld í Bretlandi þegar menn fundu leiðir til að nýta sér orkulindir og vélarafl. Þetta gerist fyrst í vefnaðarframleiðslu. Öldum saman var handaflið notað fyrst og fremst, en í iðnbyltingunni fara vélar að í auknum mæli að leysa það af hólmi. Við þetta margfölduðust afköstin. Fundnar voru upp spunavélar, sem í fyrstu gengu fyrir vatnsorku og síðar gufuorku með uppfinningu gufuvélarinnar. Fljótlega komu líka til sögunnar sjálfvirkir og afkastamiklir vefstólar, en Englendingurinn John Kay hafði fundið upp sérstaka spunaskyttu 1733 . Stundum er sagt að iðnbyltingin hafi hafist fyrir alvöru um 1760 með spunavélum Ackwrights, en eftir þetta kom hver nýjungin á fætur annarri.
En auðvitað hófst iðnbyltingin ekki á einhverju sérstöku ári eða áratug. Eitt af því sem gerði hana mögulega var þegar Bretinn Abraham Darby fann aðferð til þess bræða málm með því að nota koks sem er unnið úr steinkolum. Til þess að hægt væri að smíða öflugar vélar þurfti framfarir í stálframleiðslu. Til þess að vinna járn og svo stál þurfti kol, en fram að þessu höfðu menn notað viðarkol. Í Bretlandi voru skógar að mestu eyddir á þesssum tíma. Það var í upphafi 17. aldar að Bretar fóru að grafa steinkol úr jörð og með þessu hefst gífurleg stálframleiðsla, en vegna þeirra öru framfara sem urðu í framleiðslunni gátu menn farið að smíða gufuvélar.

Gufuvélin var einhver merkasta uppfinning iðnbyltingarinnar, en orkan til gufuframleiðslunnar kom úr steinkolum. Gufuvélin varð einn mesti orkugjafi á þeim tíma, en með henni var til dæmis vatni dælt úr námum, spunavélar og vefstólar voru knúnir af gufuvélum eins og tækin í stálsmiðjum. Menn urðu ekki lengur háðir vatnsorku eins og í upphafi iðnbyltingar. Gufuvélin olli líka gjörbyltingu í samgöngum og flutningum á landi. Aldrei fyrr höfðu menn náð öðrum eins hraða á landi. Í meira en hundrað ár voru allar jarnbrautalestir knúðar af gufuvélum, enda voru lestirnar kallaðar eimreiðar.
Iðnbyltinginn breiddist svo út til Norður-Ameríku og og Vestur-Evrópu. Þessi bylting gaf Bretum mikið forskot í verslunar og fjármálum. Án þessarar byltingar værum við ekki komin þangað sem við erum núna. Þessi bylting er eiginlega ennþá í gangi; við erum stöðugt enn að finna upp hluti sem hjálpa okkur með að fá meira fyrir minna.