Á Húsafelli bjó séra Snorri Björnsson (1710-1803) eða Snorri á Húsafelli en undir því nafni er hann betur þekktur. Hann þótti kunna ýmislegt fyrir sér, hann var lærður prestur einnig var hann sjálfmenntaður náttúrufræðingur og var jafnvel talinn vera rammgöldróttur. Í túninu við Húsafell var draugarétt ein og á hann að hafa kveðið niður 18 drauga eða jafnvel 81 en það er ekki vitað fyrir víst samkvæmt Þórunni Valdimarsdóttur í bókinni “SNORRI Á HÚSAFELLI. SAGA FRÁ 18. ÖLD. Almenna bókafélagið, 1989”.

Sr. Snorri kvæntist dóttur fyrirrennara síns, sr. Jóns Einarssonar. Hét hún Hildur og var sagt að hann hefði tekið hana af móður hennar upp í skuld 10 vetra gamla og alið upp til 16 ára aldurs og þá kvænst henni. Sr. Jón þessi var annar tveggja Staðarklerka, sem vitað er að hafi verið Hornstrendingar að ætt og uppeldi. Hinn var faðir hans, Einar Arnórsson, sem var Staðarprestur næstur á undan honum, sagður erkiklerkur. Hann mun m.a. hafa þýtt bók úr hollensku, sem hann nefndi Sjónarspilli.

Snorri á Húsafelli orti rímu undir valstífu með stiklur í fyrstu braglínu. Þetta er eina afbrigðið, auk frumstiklu, sem ég vitað er um að hann hafi samið. En er því líst á þann hátt að ljóð hans hafi verið ort að rímbrigði í fyrstu ljóðlínu sé ekki einnig í þriðju ljóðlínu, ef háttur er ferkvæður.

Skálholtsstóll átti skógarítak í Húsafellsskógi, en svo stórtækir voru þeir á stundum átti séra Snorri það til að skera á klyfjarnar á hestum þeirra.

Enn þá að uppvaxtar árum Snorra. Snorri fæddist 3. Október árið 1710 á bænum Höfn sem að er fjörutíu hundraða jörð byggði Björn hana með konu sinni, börnum, 60 ærum, 10 hestum, 5 kúm og tveimur geldnautum. Á þessum tíma voru miklir uppgangstímar á Íslandi eftir hallærið og varla fundust fátæk bændabýli.
Snorri var skírður í guðshúsum samdægurs eftir fæðingu eins og venja tíðkaðist á þessum árum, Guðrún systir Snorra fæðist síðan ári seinna en þá er Snorri fluttur í bússtað ömmu sinnar Steinunnar. Þegar Snorri er byrjaður að ganga og tala reynir að hann sem mest hann má að þóknast Steinunni ömmu. Amma hans var mikill rímnasnillingur og kenndi Snorra mörg ljóð, sálma og veraldleg kvæði. Snorri var fljótur að læra og ungur að árum gat hann farið með heilu rímna bálkana af mikilli innlifun og snemma er ljóst að það er mikið mannsefni í Snorra. Amman leggur sig allan fram við að skerpa í honum greindina og er það að miklu leyti henni að þakka hvað Snorri verður vel upp alinn drengur og góður námsmaður seinna meir. Amma hans segir Snorra litla söguna af Tyrkjaráninu sem að fylgir Snorra alla barn æskuna og hræðslan við þessa sjóræningja lifir í martröðum hans öll hans uppvaxtar ár.
Ungur segist Snorri vilja vera hetja, rífa upp grjót og verða mikill aflraunamaður, einnig vill hann berjast við forynjurnar í sögunum hennar ömmu og læra að synda.
Þegar Snorri er sjö ára tekur hann til hendinni og byrjar að hjálpa til við bústörfin. Sjö ára gamall er hann byrjaður að hleypa út fénu og koma þeim fyrir í haganum og axlar þar með strax mikla ábyrgð einnig sem hann hjálpar til við vallargæslu og hjásetu. Sama sumar er Guðrún litla systir hans seld dönskum embættismanni fyrir gull og græna skóga sem að jafngildir 500 kúa verðum og flyst embættismaðurinn með hana til Bessastaða eftir það fá Bessastaðir nýja merkingu í hug Snorra því nú eru Bessastaðir ekki lengur hús ráðamanna, fangelsi og kirkja úr timbri heldur einnig heimili Guðrúnar systur hans.
Snorri bjó ennþá hjá ömmu sinni næstu árin við gott yfirlæti og lærði af ömmu sinni margt gagnlegt og var þegar orðinn efnispiltur næmur og vel minnugur. Þegar hann er fjórtán vetra fær Björn bóndi faðir Snorra séra Björn á melum til þess að kenna Snorra latínu en í þá daga tíðkaðist það að efnilegir drengir færu til náms hjá lærðum meisturum til þess að Snorri mundi ná góðum undirstöðum í lærdómi. Einnig um veturinn færir hann Snorra inn í kristinna manna tölu með fermingu. Hann lærði margt annað í latínu skólanum en latínu og einnig rætist gamall draumur um það að læra að synda.