Ludvig Harboe
Danskur biskup á Íslandi


Ludwig Harboe var danskur kastalaprestur í Kaupmannahöfn. Hann var fenginn til að koma til Íslands árið 1741 fyrir tilstilli Jóns Þorkelssonar, (er verið hafði skólameistari í Skálholti) og danskra kirkjuyfirvalda. Harboe átti að rannsaka kristnihald og fræðslumál landsmanna. Í Danmörku var þá heittrúarstefna í kristni og var Ludvig helsti áhrifavaldur hennar á Íslandi.

Málefni heittrúarstefnunar voru að fólk átti að sýna trú sína í verki og dýrka guð sinn í verki. Fólk átti að lesa biblíuna og fara í kirkju reglulega, menntamálum var því sýndur aukinn áhugi svo að allir gætu lesið biblíuna.

Harboe fékk ekki góðar viðtökur við komuna til Íslands því að landsmenn töldu að hann ætlaði að breyta fornri trú og siðgæðis hugmyndum sem voru ríkjandi. Honum þótti samskiptavenjur Íslendinga með eindæmum skrítnar fyrstu vikurnar, en Íslendingar áttu það til að drekka mikið og bölva honum, en koma svo daginn eftir og biðjast fyrirgefningar á látunum.

Harboe dvaldist á Hólum árin 1741-1744 og breyttist viðhorf Íslendinga fljótlega í hans garð er þeir kynntust honum. Ástandið á Hólum var mjög slæmt er Harboe settist að. Harboe ásamt Skúla Magnússyni náði að koma reglu á skjalasafn, fjármál og skóla biskupsstólsins. Hann ferðaðist einnig mikið um Hólabiskupsdæmi ásamt Jóni Þorkelssyni til að kynna sér staðarhætti og kristnihald. Sumarið árið 1744 fór Harboe til Skálholts og settist þar að og tók við biskupsstóli.

Menntunarmál voru Harboe hjartans mál enda ein af meginstefnum heittrúarstefnunar að allir lesi Biblíuna. Honum leist ekki vel á ástand mála og voru margir prestar varla embættishæfir að hans mati. Á Hólum var meira en helmingur íbúa læs en alveg öfugt í Skálholtsbiskupsdæmi. Ástæðan á bakvið muninn er talin vera að sterk bókaútgáfa átti sér stað í Hólaprentsmiðju og mismunandi áherslu presta á lestrarkennslu. Harboe vék þó ekki mörgum prestum úr starfi og fékk söfnuðurinn að ráða hvort að prestar fengu að setja áfram.

Harboe fór af landi brott árið 1745 ásamt Jóni Þorkellsyni og tók við embætti Sjálandsbiskups. Hann hélt samt áfram að boða tilskipanir um hverju átti að breyta á Íslandi. Allt átti að verða nákvæmlega eins og í Danmörku. Ýmsir þjóðlegir helgidagar, sem tengdir voru heiðni eða kaþólskum siðum, voru lagðir af. Prestar áttu að heimsækja hvert heimili að minnsta kosti tvisvar á ári og birt var tilskipun um fermingar og reglugerð um latínuskólana. Ólæsi var útrýmt með því að skipa öllum foreldrum til að kenna börnum sínum að lesa við 5-6 ára aldur. Margar íslenskar dægrastyttingar voru bannaðar, t.d. sagna- og rímnalestur og lá við refsing ef að tilskipun var brotin. Prestar áttu síðan að sjá til þess að öllum tilskipununum yrði framfylgt.
Flestir eru eflaust sammála því að ferðalag Harboes hafi orsakað gleðisnauðara líf á Íslandi en hann stuðlaði þó að mikilli betrumbót í menntamálum og siðferði Íslendinga.