Árið 793. var allt tiltöluega friðsælt á Englandi. Á þessum tíma var England ekki sameinað í eitt ríki heldur skiptist í nokkur konungsríki sem oft áttu í erjum.
Á Englandi á þessum tíma hafði fólkið snúið sér að rólegri iðju og einbeitt sér af því að rækta landið og tileinkað sér bóklega menningu.

Einn daginn þegar fólkið var við sín hversdagslegu störf í bænum Lindisfarne þangað til að það skall ógn og skelfing á vinnufólkið á þessu rólega og hamingjusma landi.
Sem sagt þá voru Norksir víkingar komnir sem að höfðu verið að læðupokast við strendur Norður Englands skyndilega ráðist á land á Lindisfarne öllum íbúum þess að óvörum.
Þeir brutu og brömluðu allt sem fyrir varð og rændu og ruppluðu og brenndu bæji og krkjur. Skáru Fólk á háls og tóku til fanga sem þræla. Árásin á Lindisfarne var bara byrjunin og næstu árin stóð yfir árásarhrina Víkinga á önnur kalustur og bæji á Bretlandseyjum.
Árið 794 var ráðist á Wearmouth og Jarrow þar sem Bede hafði gert garðinn frægan, Árið eftir að Víkingarnir rændu Iona aftur 802 og enn aftur 806 með svipuðum aðferðum rændu allt og ruppluðu og tóku menn til fanga og jafnvel brendu sum þorpin til grunna.
Norðmenn höfðu fyrir sitt leyti séð það að og komist að þeirri niðurstöðu að ránskapur væri svo ábatasöm atvinnugrein, að best væri að stunda þetta árið um kring. Þeir sigldu því ekki heim fyrir veturinn eins og til þess hafði verið háttur víkinga, heldur komu sér upp bækistöð á eynni Noirmoutier.
Sem sagt Norðmenn voru fyrsta þjóðin til að byrja Víkingaöldina með áðurnefndum árásum á Lindisfarne. Nædst lögðu þeir undir sig Skotland um 820 og stóð sú árásarhryna í um það bil 10.ár og voru það með síðustu Víkingaferður Norðmanna til Vestur Evrópu en komu síðar sterkir inn þegar að þeir hófu að nema lönd eins og Færeyja, Ísland og Ameríku.
Fyrstu víkinga ránsferðirnar hófust þannig að víkingarnir komu snöggt inn firðina áður en nokkur tók eftir þeim til að vara við.
Það fólst allt í skipunum sem voru langt á undan sinni samtíð í sjótækni.


Kv. Eysteinn