Ég er að skrifa þessa ritgerð í samfélagsfræði, mig langar að fá ykkar álit á henni, sjá kannski einhverjar villur og þess háttar. Sum orð geta einnig verið vitlaust þýdd.

Inngangur
Fyrir þúsundum ára kom maðurinn fyrst fram á sjónarsviðið. Hann var afkomandi dýra sem voru kölluð prímatar. Maðurinn gekk á tveim jafnlöngum og þar með gat heilinn setið á stöðugum stað. Maðurinn var félagslyndur og hann var hópvera. Maðurinn sigraðist á mörgum vandamálum með samstöðu hópsins og þar með fór þróun manns ört fram og þeir ungu lærðu af þeim sem eldri voru. Mennirinir lifðu við árbakka fljóta og gátu þar ræktað plöntur sér til matar og veitt dýr sem sóttu sér drykkjarvatn að fljótinu. Maðurinn sótti í svæði þar sem gróðursælt var og þar fjölgaði honum ört. Mesapótamía var einn af þessum gróðursælu stöðum, þar fjölgaði mannkyninu svo ört að samfélög og menningarheimar byrjuðu að myndast. Í Mesópótamíu mynduðust sem sagt fyrstu menningarheimarnir, menning var eins og nýtt skref í þróunarsögu mannsins og auðvitað vilja allir vita um uppruna okkar mannanna og þess vegna er mikilvægt að vita eitthvað um Mesópótamíu var það fólk eitthvað ólíkt okkur?

Landafræði
Mesópótamía er gríska og þýðir: milli fljótanna, sem er alveg rétt því Mesópótamía er á milli fljótanna Efrat og Tígris. Mesópótamía er að mestum hluta staðsett þar sem Írak er núna og miklar deilur hafa verið um hvort stríðið í Írak hafi haft áhrif á fornminjar en lítið hefur verið um þessar deilur í fjölmiðlum. Mesópótamíu var skipt í 3 parta: Assýría í Norðri, Babylónía í miðið og Súmería í Suðri. Norðurhluti Mesópótamíu er gerður úr fjöllum og sléttum. Fyrstu landnemarnir ræktuðu landið og notuðu timbur, málm og steina úr fjöllunum í kring til að byggja sér bæi. Suðurhluti Mesapótamíu er aðallega sléttur og framburður fljóta af litlum hluta. Mikilvægt var fyrir íbúa í sunnanverðri Mesapótamíu að rækta landið meðfram ánum því þar var ekki jafn mikið um auðlindir og í fjöllunum í norðri.

Menning og saga
Það er freistandi að hugsa til þess að Mesópótamía hafi verið eitt menningarskeið og það fyrsta í sögu mannkynsins en það er ekki rétt. Rétt eins og við erum enn að þróast í dag þróaðist menning Mesópótamíu undurhratt. Í raun sameinuðust og tvístruðust menningarheimarnir sem bjuggu þarna á víxl. Þrátt fyrir mikil veldi eins og í byrjun menningar hjá Akkadíumönnum var Mesópótamíu að mestum hluta byggð stórum þorpum(borgum) sem höfðu mismunandi menningu, trúarbrögð, kónga og leiðbeinendur(hálfgerða stjórnmálamenn). Svo þegar talað er um Mesópótamíu er í raun verið að tala um samheiti yfir fjöldann allan af menningarheimum sem komast ekki fyrir í þessari ritgerð.

Súmerar(2900-1800)
Súmerar voru dularfull þjóð sem fyrir einhverja ástæðu byrjaði að byggja þorp í Suðurhluta Mesópótamíu, hún lagði grundvöll fyrir aðrar þjóðir og ýmis tungumál og trúarbrög þróuðust út frá menningu Súmera. Súmerar bjuggu sér til ritmál og töluðu tungumál sem aldrei hafði verið talað áður af mönnum. Þeir byggðu sér borgir á margra hektara svæðum og skýrðu þær skrýtnum nöfnum á við: Ur, Lagash og Eridu. Barátta var milli fólks í landinu um vatn og auðlindir og það leiddi til þess að stærri borgur urðu til sem útrýmdu litlu þorpunum. Eftir að hafa verið yfirbugaðir einu sinni af Akkadíumönnum(sjá um Akkadíumenn) þá safnaðist mannfjöldi saman í borgina Úr og gerði uppreisn gegn Akkadíumönnum en sú uppreisn stóðst ekki lengi og fljótt byrjuðu aðrar þjóðir frá Arabíuskaga að ráðast á Súmerana til að fá landsvæði. Var þá menningarheimur Súmera úr sögunni? Svarið kemur kannski á óvart en það er nei. Þeir sem réðust á Súmerana byrjuðu að taka upp þeirra menningu og lífsstíl og segja má að þeir hafi verið önnur “kynslóð” Súmera. Súmerar voru fyrstir til að skipta landinu í ríki og stjórnaði hálfgerður prestur hverju ríki, þetta stjórnarfar var mjög óþróað og komu oft upp deilur meðal íbúanna. Fleiri og fleiri fluttust í borgir en þá voru til færri og færri bændur til að fæða restina. Prestarnir sáu um það að halda skrá yfir þá sem fluttust í borgir og þegar of margir voru komnir þangað þá máttu ekki fleiri flytja inn í hana. Fyrstu skriflegu heimildirnar sem Súmerar skrifuðu niður voru um guðina sem þeir dýrkuðu. Þetta letur var myndletur af grófri gerð og frekar vanþróað, þannig skrifuðu þeir í sandsteina sem varðveittust. Á þeim tíma þegar fáir bændur bjuggu til mat fyrir marga þurfti að nýta uppskerutímann sem best, vegna þess þurftu prestarnir úrræði, þeir bjuggu til dagatal sem skipti árinu í 12 mánuði út frá stöðu tunglsins. 12 tunglmánuðir voru styttri en eitt ár en Súmerar sáu fyrir því og höfðu einn aukamánuð þriðja hvert ár. Vegna þess að Súmerar sáu að þeir gátu búið til dagatal ákváðu þeir að gá hvort þeir gætu gert eitthvað annað með tölur svo þeir byrjuðu að reikna og bjuggu þar með til frumstætt reiknikerfi sem aldrei hafði sést áður. Súmerar trúðu á marga öfluga Guði sem tóku sér form sem sólin og náttúruöfl. Súmerar trúðu því að hver Guð táknað tilfinningu á við reiði, gleði, hamingju og bræði. Súmerar trúðu því að það sem Guðirnir sáu mest eftir var að skapa manninn og þess vegna sendu þeir flóð á jörðina og aðeins einn maður lifði af sem endurreisti mannkynið. Súmerar bjuggu til grunn fyrir stjörnufræði og bjuggu til grunn stjörnufræðireikninga, þeir krufðu líka dýr í vísindatilgangi og til að fórna til Guðanna. Súmerar trúðu því að eftir dauðann breyttist fólkið í drauga og hirfi síðan alveg eftir eina öld eða svo. Lög og reglur voru varla þekktar á þessum tíma en talið er að þeir hafi laggt grunn fyrir Hammurabi(kóngur í Babylóníu) með reglunni auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.
Akkadíar(Akkaðar)(2340-2125)
Lítið er vitað um forn Akkadíumenn annað en að þeir voru frá Arabíuskaga og að þeir fluttu síðan til Mesópótamíu. Eftir nokkur hundruð ár réðust Akkadíumenn á Súmerana með stjórn Sargon sem var mesti herforingi Akkadíumanna, hann náði landsvæði sem náði alveg til Líbanon. Akkadíumenn töluðu forn hebresku og forn arabísku. Akkadíumenn voru kallaðir eftir borginni Akkad sem seinna átti eftir að verða Babylónía. Akkadía leið undir lok mjög fljótlega eins og flest veldi sem komust fljótt til valda.
Amorítar(1800-1530)
Eftir að seinasta súmeríska ríkið féll í kringum 2000 fyrir krist þá fluttust hópar af Amorítum til Mesópótamíu. Þeir voru frá Arabíuskaga og höfðu lært mikið um trúarbrögð og lífshætti Súmera, Þeir voru fljótir að yfirtaka Akkad og kölluðu hana Babýlon(þetta var fyrra skeið Babýlon). Það sem var öðruvísi við Amorítana var að þeir höfðu einn sem réð yfir öllum litlu borgunum en ekki marga sem réðu yfir hverri borg. Með þessu skipulagi gátu þeir búið til sameiginleg lög og var dauðarefsing mjög algeng(slæm hegðun gat talist dauðarefsing). Lögin sem notuð voru voru eftir konunginn Hammurabi en hér á eftir munu fylgja nokkur af lögunum hans(samtals eru 282 lagasetningar). Amorítar höfðu svipaða trú og Súmerar en þeir bættu inn nýjum Guði sem kallaðist Marduk og hann var yfirráðandi.
Hittítar(1600-717)
Hittítar áttu dularfullan uppruna en þeir skutust allt í einu upp á sjónarsviðið og eignuðust landsvæði sem náði til Sýrlands og Palestínu. Eftir miklar rannsóknir komust vísindamenn að því að þeir töluðuð indóevrópsku, það tungumál tengist ensku, grísku, þýsku, latínu og tungumálum Indlands. Hittítar erfðu menningu Amorítanna og héldu áfram að þróa hana. Lítið er vitað um þá en heimildir frá Egyptum gefa til kynna að þeir háðu stríð árin 1300-1200 fyrir krist. Hittítar ferðuðust mikið og náðu að dreifa menningu sinni Norður og Suður. Einu almennilegu bókmenntirnar sem þeir skildu eftir sig voru lögin þeirra sem voru mun mildari en lög Hammurabi. Bændur máttu ráða landi sínu og voru ekki undir prestum ef þeir komu í herinn.
Kassítar(1530-1170)
Kassítar komu frá sjónarsviðið og hurfu jafn fljótt og þeir komu. Þeir fluttu mjög mikinn mannafla frá miðasíu og tókust flutningar vel því þeim hafði tekist að nýta hestinn. Þeir riðu inn í Babýlon(gömlu), yfirtóku hana og skírðu hana Karanduniash og síðan bjuggu þeir til nýja höfuðborg alveg frá grunni sem hét Durkurigalzu. Ráðist var á Kassíta af Assýringum og eins og vanalega skrifuðu sigvegarnir niður heimildir svo meira vitum við ekki um Kassíta.
Assýría(1170-612)

Assýría var í norðri og var þekkt fyrir sínar stóru hallir, þær undirstrika velmegun og aga í ríkinu. Í höllunum fór kóngurinn með völd sín, þar voru framkvæmdar trúarlegar athafnir og einnig voru þær til að sýna fram á styrk landsins. Assýría hafði verið lengi á sjónarsviðinu þegar hún komst loks til valda. Hittítar höfðu ekki ráðist á borgirnar þeirra og þegar veldi þeirra féll réðust þeir á Kassítana sem voru veikir. Smátt og smátt færðist valdastóll Mesópótamíu Norður. Leiðtogarnir skipuðu fólki að flytjast um alla Mesópótamíu og yfirtaka hana alla. Þetta kom illa út því menningarheimar gjörsamlega blönduðust saman og allt fór í rugl. Reynt var að aðlaga fólkið nýrri menningu og það tókst að hluta. Leiðtogar Assýringa hötuðu Babýlon og eyðilögðu hana og bjuggu til höfuðborg sem kallaðist Nineveh. Seinna komust þeir að því að Guðinn Marduk var óánægður með þetta. Þeir endurreistu Babýlon og bjuggu til hof í henni fyrir Marduk. Her Assýringa var stærsti her sem sést hafði á þessum tíma, járnsverð, járnbrynjur og stríðsöskur gerðu þá næstum ódrepandi í bardaga. Þeir þróuðu stærðfræðina afar mikið og settu 360° í hring. Þeir þróuðu einnig mjög góð lyf(á þeim tíma).
Babylónía (612-539)
Eftir fall Assýringa braust fram annar þjóðflokkur sem kallaðist Kaldear, þeir voru undan miklum áhrifum frá menningu Assýringa eins og hefur gerst áður. Þeir risu upp gegn Ninevah og fluttu höfuðborgina aftur til Babýlon. Foringi Kaldea var Nabopolassar, hann erfði hásæti sitt frá föður sínum, Nebúkadnesar 2. Nebúkadnesar 2 hafði varið landið frá innrásum frá Sýrlandi og Egyptlandi, einnig hafði hann yfirtekið hlua lands frá Fönikíumönnum. Undir stjórn Nebúkadnessar var Babýlon endurreist og var stærsta og mesta borg miðaustursins. Ríki Kaldea stóð ekki lengi yfir og fyrr en síðar yfirtóku Persar veldi þeirra. Milar minjar eru til frá Babýlóníu og menningarheimum hennar á við svifgarðana og Istarhliðið.
Rósettusteinninn
Hvernig gátu Vísindamenn fundið út hvað stóð á öllum þessum gömlu leirtöflum sem fundust í rústum borganna? Eftir langan tíma mikilli ráðgátna fannst loks Rósettu steinninn árið 1799. Það voru hermenn Napóleons Bónaparte sem fundu steininn. Hermennirnir voru að eyðileggja fornan vegg til að byggja þar en allt í einu fundu þeir áletraðan stein. Frakkar höfðu engan tíma til að rannsaka steininn og hann var sendur til Breska safnsins(the British museum) árið 1802. Einn hluti textans var á grísku, annar á demósísku(demos = lýður, sem sagt tungumál sem lýðurinn talaði) tungumáli og sá þriðji var hýeróglífur, sem voru náskildar ritmáli Súmera. Að lokum tókst þeim að þýða Hýeróglífurnar en þeir vissu ekki hvernig hljóðin voru. Vísindamaðurinn Thomas Young fannst þetta vera áskorun fyrir sig svo hann ákvað að reyna að reyna að þýða táknin. Hann sá táknin aðeins sem myndir en ekkert annað svo hann kláraði aldrei að þýða þau. Jean-François var ungur að árum sagt að enginn gæti þýtt hýeróglífur, hann lét þetta ekki á sig fá og seinna á æviskeiði sínu þýddi hann hýeróglýfur út frá því að þær voru hugtákn, myndtákn og orðtákn.
Tímalína
Bændasamfélög á fyrri tímum
9000 Fyrir Krist: Jarðræktun byrjar á svæðinu, fólk byrja að nota kindur sem gjaldmiðla
7000 Fyrir Krist: Talið er að bærinn Jarmo sé frá þessu tímabili og er þá elsti bær mannkynssögunnar (Hús úr leir, ræktað hveiti og kjöt af kindum, svínum og geitum).
6000 Fyrir Krist: Mikli fólksflutningar eru frá Babýlóníu til Persíuflóa og þar með bar fólkið menninguna með sér. Fólk byrjar að búa til leirker og hús sem endast lengur.
Forn Súmerar
5000 Fyrir Krist: Fyrsti vinnuaflinn er stofnaður, þorpum fjölgar og íbúum þar líka, trúarbrögð myndast og fyrstu kirkjurnar verða til á þessum tíma.
4000 Fyrir Krist: Fólksflokkar frá Arabíu og Sýrlandi ráðast á Suður Mesópótamíu og blandast kynstofninum þar. Hofið Tepe Gawra er byggt.
Súmerar
3500 Fyrir Krist: Súmerar setjast að við Efrat, hofið við Eridu er byggt og er það einn fyrsti þrepapýramídinn.
3000 Fyrir Krist: Lýðræði þróast yfir í konungdæmi, forn ljóðlist er hafin.
2750 Fyrir Krist: Gilgamesh verður konungur Erech(veit ekki íslenska þýðingu).
Babylóníumenn og Assýringar
1900 Fyrir Krist: Arítar frá Sýrland yfirtaka Súmeríu.
1800 Fyrir Krist: Hammurabi tekur við konungsæti Babylóníu.
1700 Fyrir Krist: Hammurabi yfirtekur nær alla Mesópótamíu, Hammurabi kemur með lög.
1600 Fyrir Krist: Hittítar ráðast á veldi Hammurabis frá Tyrklandi og yfirbuga hann.
1400 Fyrir Krist: Kurigalzu verður konungur Babylóníu.
1100 Fyrir Krist: Járnsmíði er innleidd frá Hittítum til Assýringa og þeir byrja að smíða járnvopn.


Lög Hammurabi

1. Ef þú lýgur upp á einhvern og getur ekki sannað það muntu verða líflátinn.
14. Ef einhver stelur af litla bróður sínum verður þjófurinn líflátinn.
114. Ef einhver á inni korn eða pening hjá einhverjum og sá hinn sami reynir að endurheimta það með hótunum þá þarf sá sem er að hóta að borga 1/3 úr silfurpening í hvert skipti.
127. Ef einhver talar illa um kvengyðju eða eiginkonu einhvers og hann getur ekki fært rök fyrir því þá verður augnlokið klippt af öðru auga hans.
157. Ef sonur hafði samræði við móður sína þá skulu bæði vera brennd.
192. (þegar vændiskonur eignuðust börn voru þau ættleidd) Ef barn sem hefur verið ættleitt frá vændiskonu segir við nýju foreldra sína ”Þú ert ekki foreldri mitt” þá skal tungan vera skorin af barninu.
196. Ef þú lemur auga úr öðrum manni má hann taka augað úr þér.
197. Ef þú brýtur bein annars manns má hann brjóta sama bein í þér.
200. Ef þú kýlir tönn úr manni má hann kýla tönn úr þér.
205. Ef þræll ræðst á frjálsan mann mun eyrað þrælsins vera skorið af.
282. Ef þræll segir við meistara sinn ”þú ert ekki meistari minn” þá á meistarinn að skera eyrað af þrælnum.
Svifgarðarnir í Babýlon
Hverjum mundi ekki dreyma um að vera í turni sem mundi ná til himins og geta séð Guð? Samkvæmt Biblíunni reyndu Babýlóníumenn að framkvæma þetta, en Guð kom í veg fyrir það og lét alla verkamennina tala mismunandi tungumálum.
Þrepapýramídar, zaqqara eða ziggurat voru notaðir til að lofa Guðunum á tímum Babýlóníu og fyrr, til voru margir Guðir í þeirra trúarbrögðum og var hver þrepapýramídi fyrir einn Guð. Þrepapýramídinn í Babýlon var til að lofa Guðinn Marduk, var honum rústað og hann endurbyggður mörgum sinnum uns hann varð stærsti þrepapýramídi í Mesópótamíu. Engar heimildir eru um hvernig svifgarðarnir litu út og ýktar munnmælasögur ganga um meðal fólks, sú kenning sem vísindamenn aðhyllast hvað mest eftir mælingar er að þrepapýramídinn hafi verið 300 fet á hvora hlið og 295 feta hár, talið er að pýramídinn hafi verið vaxinn blómum, plöntum og trjám og var þetta eitt mesta stórvirki alheims þess tíma. Konungurinn Nebúkadnessar lét byggja þessa garða fyrir konuna sína Amýtis vegna þess að hún saknaði gróðursælla hæða heimalands síns. Svalt var í garðinun og kom fólk langar leiðir til að svala sér í honum. En hvernig var hægt að hafa öll þessi tré þarna, dóu þau ekki úr þurrki? Málið var leyst með því að vatni var dælt úr ánni Efrat til að vökva þetta allt saman.
Þjóðsögur
Í Mesapótamíu voru einnig sögur eins og núna en þær voru kannski með öðru sniðið en tíðkast í dag.

Gilgamesh og sítrus skógurinn

Einu sinni fyrir langa löngu réð öflugur kóngur að nafni Gilgamesh yfir borginni Úrúk. Úrúk var iðjusöm borg við bakka Efrats. Kóngurinn og vinur hans Enkidu urðu fljótt leiðir á hinu daglega lífi í Úrúk og þráðu ævintýri. Kóngurinn stakk upp á því að fara til fjallanna í norðri og ná í sítrusvið sem góður var til að byggja með. Sítrusviðurinn var sérstakur því trén urðu mjög há og bein svo hægt var að nota þau í há hlið og hús. Viðurinn var einnig góður til að byggja hús þvíþað tók langan tíma fyrir viðinn að fúna, sítruslyktin var afgerandi sterk í konungshöllinni og hún hafði róandi áhrif á fólkið. Enn allir í þorpinu höfðu heyrt um púkann Humbaba sem gætti skógarins og öskur hans var sem flóð, munnurinn eins og eldur og andardráttur hans var eins og dauðinn. En Gil gamesh og Enkidu voru spenntir og vildur óþreyjufullir fá að berjast við skrímslið því þeir héldu að þeir væru nógu sterkir. Þeir lögðu af stað með vopn og vistir til nokkurra vikna. Þeir félagarnir ferðuðust á feiknarhraða og venjulega tók ferðalagið 6 mánuði en þeir voru aðeins 15 daga á leiðinni. Þeir komu að fjöllunum í norðri og voru mjög glaðir að sjá skógana sem umluktu fjöllin svo þeir færðu fórn til sóguðsins Shamash. Þeir sáu ekki skrímslið og klifruðu upp fjöllin uns þeir komu að dal með besta sítrusviðnum í, þar bjuggu þeir sig til að fara að höggva þau. Þeir höfðu rétt snert axirnar þegar þeir heyrðu skelfilegt hljóð, þeir frusu þar sem þeir stóðu. Allt í einu stóð skrímslið fyrir framan þá og spurði hvers vegna þeir komu í skóginn. Humbaba hótaði að drepa vinina tvo ef þeir færu ekki strax en þeir ákváðu að berjast. Vinirnir tveir sameinuðu hin 13 miklu vinda með hjálp sólguðsins Shamash. Skrímslið var yfibugað af vindunum og það löfaði að láta þá fá eins mikið timbur og þeir vildu en þeir treystu honum ekki og Gilgames skar af honum hausinn í einu höggi. Vinirnir 2 hjuggu nú niður mikið af trjám og bjuggu síðan til fleka. Þeir sigldu svo niður ána Efrat þangað til þeir komu heim þar sem þeim var fagnað ákaft og þeir gátu sagt af sögum sínum.