Jæja gott fólk, enn ein greinin um Hernám Íslands og síðari heimsstyrjöldina. Þessa ritgerð gerði ég fyrir skólann og vil fá ykkar álit hvort hún sé nógu góð og fáguð.

Inngangur

Hitler vann mikið fylgi í Þýskalandi eftir mikið tap Þýskalands úr fyrri heimsstyrjöldinni þar sem skuldinni var skellt á Þjóðverja. Her þeirra minnkaði til muna og var takmarkaður við 100.000 atvinnuhermenn. Hitler vann kosningar með yfirburðum og varð Ríkiskanslari. Hitler notaði hernaðaráætlun sem var kölluð “leifturstríð” og byggðist á leifturárás sem óvinirnir gátu ekki svarað. Þannig byrjaði síðari heimsstyrjöldin sem Ísland dróst svo inn í.

Meginmál

Hinn 10. maí 1940 urðu þáttaskil í sögu Íslands, en aðfaranótt þess dags steig breskur her á land í Reykjavík. Flestir Íslendingar voru þó fegnir að þetta voru Bretar en ekki Þjóðverjar sem voru hertóku landið. Eitt af því fyrsta sem Bretar gerðu hér á landi var að handtaka þýska ræðismanninn og þá sem þeir töldu hættulegasta. Þeir lokuðu einnig helstu vegum til bæjarins um tíma og hertóku líka helstu fjarskipta miðstöðvar sem voru Loftskeytastöðin, Pósthúsið, Landsíminn og Ríkisútvarpið. Þannig einangruðu þeir Reykjavík og íbúar á landsbyggðinni vissu lítið um hvað var á seyði þar.

Íslenska ríkisstjórnin mótmælti þessum aðgerðum sem broti á hlutleysi Íslands, sem þeim bar að gera, en aðstoðaði Breta eins og hún gat og reyndi að koma í veg fyrir árekstra Breta og Íslendinga eftir bestu getu. Þess má geta að árið 1940 voru Íslendingar um 120 þúsund en Bretar um 25 þúsund þegar mest var árið 1941.

Með bretunum kom svokölluð ‘bretavinna’ vegna þess að bretarnir stóðu fyrir mörgum framkvæmdum. Margir Íslendingar nýttu sér þessa vinnu vegna þess að Breski herinn borgaði vel. Sagt er að bóndi var að leita að vinnufólki í sveit en fann ekkert vinnufólk, því að allir voru í Bretavinnunni. Þá sagði hann: ,,Hver skrambinnm þá verð ég eða einhver af strákunum að hætta í Bretavinnunni.” Bretavinnan fólst í því að byggja virki við strendur landsins, flugvelli og herstöðvar og hús fyrir hermennina sem litu út eins og stórar tunnur hálfgrafnar í sandinn og voru þessar byggingar kallaðar ‘braggar’ sem áttu eftir að setja svip sinn á borgina allt fram yfir aldamótin.

Íslenska Ríkisútvarpið var undir ströngu eftirliti Breta og ritskoðuðu þeir allt sem sent var í loftið. En því fylgdi sá kostur að BBC sendi út vikulegar útsendingar á íslensku frá 1. desember 1940.


En Bretum var farið að fara aftur í stríðinu og þurftu þeir á öllu sínu herliði að halda sem var á Íslandi. Þar sem Bandaríkin voru ekki orðnir aðilar að heimsstyrjöldinni þá tóku þeir að sér hervernd Íslands þann 7. júlí 1941. Eftir að Bandaríkin tóku að sér vernd landsins tóku þeir vaxandi þáttöku í heimsstyrjöldinni. Bandaríkjamenn voru mjög lengi með herlið hér á landi í Keflavík og eru með her þar og vernda Ísland enn þann dag í dag.

‘Ástandið’ tók nú að verða stórt vandamál á Íslandi. Það var þannig að Íslenskar stúlkur giftust og/eða áttu börn með erlendum hermönnum. Þetta gerðu þær kannski vegna þess að þarna sáu þær tækifæri til að öðlast ýmsam munað sem þær gætu aðeins dreymt um hér á Íslandi. Það viðhorf sem var útbreitt hér á Íslandi var að þessar konur voru að svíkja uppruna sinn og eru til dæmi um að þær hafi orðið að aðkasti.

Þann 30. apríl 1945 framdi Hitler sjálfsmorð um kvöldið, þegar hann skaut sig í höfuðið. Einnig má þess geta að þennan sama dag tókst Bandamanni að nafni William Horn að sprengja sér leið inn í neðanjarðarhvelfingu og fann hann þar spjót nokkurt sem var frægt. Þetta sama spjót átti rómverskur hermaður að hafa stungið í gegnum síðu Jesú Krist á krossinum til að fá úr því skorið hvort hann væri látinn og uppgötvað á þeirri stundu að hann væri í raun sonur Guðs. Eftir þetta öðlaðist spjótið varnalegan töframátt. Þetta sama spjót áttu Karlamagnús og Friðrik 1. að hafa glatað forráðum yfir og vegna þess hlotið ósigra sína.

Hinn 8. maí 1945 urðu mikil þáttaskil í sögunni. Herir Þjóðverja gáfust upp og Þriðja ríkið samdi um frið við Bandamenn. Með þessu var stríðinu í Evrópu lokið. Íslendingar fögnuðu þessu ákaft og slepptu margir fram af sér beislinu, ekki síst breskir sjóliðar. Dagsins var því einnig minnst vegna ólátanna, lögreglan þurfti að skerast í leikinn því að til áfloga kom milli hermanna og bæjarbúa.

Lokaorð

Þannig urðu endalok seinni heimstyrjaldarinnar í Evrópu og ekki hefur enn komið til 3. heimsstyrjaldarinnar. Endalok Hitlers urðu til að herir hans gáfust upp. Hitler hlýtur því að hafa verið mikill leiðtogi og orðsnjall maður fyrst honum tókst að halda hollustu slíks mannfjölda nánast aðeins fyrir sig. En úr því verður varla skorið úr þessu þar sem að hann er ekki lengur í lifandi manna tölu.

Heimildaskrá

Heimildir teknar úr:

Bækur:
Bók: Úr sveit í borg: Þættir úr sögu 20. aldar
Eftir: Guðmund J. Guðmundsson Útgefandi: Námsgagnastofnun Ártal: 2002

Vefsíður
http://www.hugi.is/saga/greinar.php?grein_id=16325839
http://servefir.ruv.is/her/stridslok.htm
http://www.sigurfreyr.com/helgidomur.html#fra