Erwin Rommel
Fyrsti hluti
1891-1933


Ég ætlaði að skrifa um Erwin Rommel en fannst þetta allt of mikið efni til að koma fyrir í eini grein svo ég greip til sömu ráða og Heineken og skipti henni niður í nokkra hluta sem verða að öllum líkindum fjórir en ef greinarnar munu njóta hylli mun ég sennilega bæta fimmta hlutanum inn.
Fyrsti hlutinn er um inngöngu Rommels í herinn og afdrif hans í fyrri heimsstyrjöldinni.


Erwin Rommel fæddist þann 15. nóvember árið 1891 í Heidenheim í Wurttemberg héraðinu og heitir fullu nafni Erwin Johannes Eugen Rommel. Faðir hans var skólakennari og móðir hans var dóttir fyrrverandi formanns höfuðnefndar Wurttemberg héraðsins. Rommel hafði áætlað sér að verða viðgerðarmaður en gekk í þýska herinn í júlí 1910. Hann endaði sem yfirmaður í 124. fótgöngudeild hersins eða 6. deild Wurttemberg. Eftir þrjá mánuði var hann hækkaður í tign, yfir í korporál og var hækkaður uppí liðþjálfa eftir einungis sex mánuði. Í mars 1911 fór hann í yfirmannaskólann í Danzig. Í janúar 1912 útskrifaðis hann úr skólanum og snéri aftur til herdeildar sinnar í Weingarten. Meðan hann var Danzig hitti hann og varð ástfanginn af ungri stúlku sem hét Lucie Maria Mollin og urðu formlega trúlofuð árið 1915 og giftust 1916. Aðfangadagskvöldið 1928 fæddist fyrsta og eina barnið þeirra, Manfred.


Árið 1912 hófst fyrri heimsstyrjöldin og hann var gerður að fótgönguliða í herdeild sinni í Weingarten. Annan ágúst 1914 hélt herdeildin hans Rommels til stríðs en hann tafðist í nokkra daga í Weingarten og náði þeim örfáum dögum seinna. Síðan í byrjun hersins hafði Rommel sýnt mikið hugrekki þegar hann réðst gegn óvininum jafnvel þegar líkurnar voru á móti honum. Í september 1914 særðis hann á fæti þegar hann réðst gegn þrem frökkum með byssusting vegna þess að hann kláraði skotin. Eftir að hann snéri aftur á vígstöðvarnar á Argonne svæðinu fékk hann fyrstu orðuna fyrir hugrekki , Járnkrossinn fyrsta stig. Í september 1915 var Rommel færður í fjalladeildina fyrir þjálfun. Seint á árinu 1916 var sendur á austurvígstöðvarnar á Siebenburgen svæðið.Í maí 1917 var hann færður á vesturvígstöðvarnar á Hilsen Ridge svæðið og í ágúst var hann færður aftur á Siebenburg svæðið, þar sem hann tók þátt í árásunum á Mount Cosna og Caporetto. Fyrir yfirburðar hæfni í árásinni var hann verðlaunaður með “Pour le Merite” og var hækkaður í tign og var gerður að kaptain. Rommel var einn af fáum yngri yfirmönnum til að fá “Pour le Merite” sem var aðallega afhent hershöfðingjum. Stuttu seinna var hann sentur í yngri yfirmanna þjálfun þar sem hann var það sem eftir var stríðsins. Í desember 1918 var hann sendur til gömlu herdeildarinnar sinnar í Weingarten. Um sumarið 1919 var hann sendur til Friedrichshafen til að stjórna innraeftirlits fyrirtæki og í janúar 1921, til Stuttgart þar sem hann stjórnaði fótgöngudeild. Rommel varð kyrrt um í Stuttgart þangað til í október 1929 en þá var hann skipaður yfirmaður fótgönguliðsskóla. Á þeim tíma sem hann stjórnaði skólanum skrifaði hann bókina “Infanterie greift an” eða “Fótgönguliðs árásir” sem er byggð á reynslu hans úr Fyrri heimsstyrjöldinnu.


Næsti hluti verður um Rommel á millistríðsárin og í byrjun síðari heimsstyrjöldina.
Takk fyrir.
Ísland æðra öllu!