Í byrjun vil ég taka fram að þessi grein á kannski ekki beinlínis heima á sagnfræði, enn þar sem ég fann ekkert áhugamál þar sem ég gæti sent þetta inn, fannst mér þetta vera eiginlega skásta áhugamálið til að senda þetta á:

Jóhannes S. Kjarval

Jóhannes S. Kjarval fæddist þann 15. október 1885. Foreldrar hans hétu Sveinn Ingimundarsson og Karítas Þorsteinsdóttir. Hann var sjöunda barn foreldra sinna en alls urðu börn þeirra 13. Einn bróðir Jóhannesar hét Þorsteinn Hermann og var honum gefið nafnið Kjarval, því þá var talið að það myndi færa honum gæfu og blessun í lífinu. Jóhannes tók síðar meir einnig upp Kjarvals nafnið og fékk það lögfest 9. nóvember 1914.

Kjarval fæddist á Efri-Ey í Meðallandi, en fluttist til Borgarfjarðar-Eystri þegar hann var 5 ára fór hann í fóstur til ættingja sinna á Geitlandi í Borgarfirði Eysti þar hann sem bjó fram yfir fermingu. Hann fluttist árið 1901 til Reykjavíkur, og fór þá til sjós. Á þessum árum var hann farinn að mála, og hlaut hann tilsagnar frá Stefáni Eirikssyni við málun, samhliða námi við Flensborgarskólann. Lauk hann því námi 1906 og byrjaði þá að fara á skútur. Það var svo árið 1908 að Jóhannes frumsýndi sýna fyrstu einkasýningu í Góðtemplarahúsinu, hlaut sú sýning ágæta dóma þó að mikið væri ólært hjá honum. Hann sótti smá kennsu til Ásgríms Jónssonar árið 1910. Hann hélt svo sýna aðra sýningu Seyðisfirði 1911.

Árið 1911 fluttist Jóhannes til London, til að reyna að mennta sig sem málari. Hann sótti um í Royal Academy of Arts, sem var mjög virtur myndlistaskóli, enn fékk ekki inngöngu. Hann lét þó ekki bugast, heldur bjóst til vetursetu í London, og dvaldist þar þennan vetur við kröpp kjör. Um þetta leyti var Jóhannes byrjaður að skrifa sig sem Kjarval en var ekki búinn að lögleiða það. Hann var búinn að halda einhverjar sýningar á Íslandi við góðan orðstír, og fluttist næsta vetur til Kaupmannahafnar þar sem hann ætlaði að halda sýningar á verkum sínum og mennta sig. Völdu sýningar hans mikla lukku, og var danskur almenningur mjög heillaður af málverkum hans af íslenskri náttúru. Var þetta sumarið 1912, næsta vetur var hann svo kominn í Teknisk selskabs Skole og var hann þar við nám til vors 1914, fór þá í Konunglega listaháskólann og var í honum næstu fjóra vetur. Eftir námið í Kaupmannahöfn ákvað hann þó að fara til Íslands áður en hann myndi ferðast meira. Í Kaupmannahöfn bjó Kjarval í fyrstu í vinnustofu Einars Jónssonar meðan hann bjó á Jótlandi en hann þurfti að flytja þaðan út þegar Einar sneri aftur til Hafnar, og fluttis Jóhannes þá til stórhýsis á Johannsvegi 3, til þeirra Ingeborgar og Jóhanns Sigurjónssonar. Þótt að Kjarval væri orðinn virtur bæði í Danmörku og á Íslandi, gekk mjög erfiðlega fyrir hann að fjármagna námið við listaskólann sem hann gekk í, hann hafði sóttu um styrk til þingins um styrk, enn því var synjað. Svo var það í Noregi að Einar Einarsson skipstjóri á Bárunni hitti Bjarna Jónsson, sem hafði heyrt af bágindum Kjarvals, og sagði Einari af þeim. Þegar Einar sneri heim aftur til Íslands bar hann svo undir áhöfnina um styrk til Jóhannesar og var það ákveðið að styrkja Kjarval. Það voru alls 177,00 kr sem söfnuðust til Kjarvals og var féð sent í pósti til Jóhannesar sem var mjög feginn fyrir styrkinn og þakkaði Bárunni vel fyrir.

Á þeim tíma þegar Jóhannes var í Kaupmannahöfn við nám var hann farinn að eiga samband við Tove Merrild sem var rithöfundur. Kjarval hafði þó sagt við Guðbrand vin sinn í bréfum til hans, að hann myndi ekki hafa neinn tíma til að finna sér konuefni. Þegar Kjarval kom svo heim til Íslands aftur eftir námið í Kaupmannahöfn fékk hann mjög tilfinningaríkt verkefni enn hann var beðinn um að mála Altaristöfluna í Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði-Eystra þar sem hann hafði alist upp Og voru þá miklir fagnaðarfundir þegar hann heimsótti ættingja sína þar sem hann ólst upp. Eftir að hann hafði lokið við Altaristöfluna fór hann til Reykjavíkur og hélt þar sýningu á verkum sínum. Eftir þetta hálfgert sumarfrí fór hann aftur til Danmerkur og útskrifaðist þar úr Konunglega listaháskólanum með miklum virtum þann 17. Desember 1918. Í millitíðinni hafði hann gifst Tove Merrild, þann 17. mars 1915, og bjuggu þau í fyrstu að Max Mullersvej 3 í Kaupmannahöfn. Tove fékk Kjarvalsnafnið þá, en það var skylda í Danmörku á þessum tíma að konur tæku upp eftirnöfn manna sinna, og hélt hún því til æviloka. Kjarval sat þó ekki aðgerðarlaus eftir útskriftina, og málaði á fullu. Hann var sá maður sem þurfti alltaf að hafa eitthvað stafni. Hann hélt mjög stóra sýningu í Den Frie árið 1918 og sýndi þar 120 málverk. Sýningin var talin merkisatburður, og tók danskur almenningu sýningunni mjög vel. Kjarval hafði á þessum tíma málað þrjár myndir sem voru á danska listasafninu og voru þær S. Hansat, Frá Höfninni og Kanúkastræti en það var talin mikil virðing fyrir málara að eiga málverk á þessu safni.

Eftir námið var Kjarval mjög ákveðinn í að ferðast meira, og var hann búinn að ákveða að fara til Ítalíu og Spánar stuttu eftir þetta. Það var svo árið 1920 að þau hjónin fengu styrk, til Ítalíufarar í hálft ár. Héldu þau first til Rómaborgar, enn fóru svo til Fiesole sem er við Flórens og dvöldu þau á Hotel Italia, og byrjaði Tove þá að skrifa fjórðu skáldsögu sína. Árið 1922 fluttust þau til Íslands, hafði Kjarval þá eiginlega ekkert komið til heimalandsins í tæp 6 ár.

Eftir að Kjarval og Tove fluttust til Íslands má segja að ferlarnir hjá þeim báðum hafi farið í smá lægð. Kjarval hélt sýningu á verkum sínum frá Ítalíuferð sinni og var áhuginn á þeirri sýningu ekki mikill og einnig var sem að bækur Tove gengu ekki. Þegar þau fluttust til Íslands með börnin sín. Aase sem var fjögurra ára og Svein sem var tveggja ára. Kjarval lét þó mótlætið ekki á sig fá og fékk stórt verkefni frá Landsbanka Íslands, 1924 þegar hann var fenginn til að mála stóra veggmynd til að hafa þar. Næstu árin hélt hann áfram að mála og málaði hann aðalega landslagsmyndir og þá sérstaklega frá uppeldistaðnum sínum á Austurlandi. Árið 1925 skildi hann við konu sína og flutti hún til Danmerkur aftur. Hann hélt þó áfram að mála og fór hann í ferðalag til Parísar 1928. Þar kynntist hann Eggerti Stefánssyni, óperusöngvara. Í París fór Kjarval að mennta sig meira og dvaldist þar í 1 ár við nám. Þegar hann kom aftur heim hélt hann mikla sýningu að Laugavegi 11. Tuttugu og átta myndir voru til sýnis á sýningunni. Var sýningin frekar umdeild. Og sagði t.d. Jón Sigurðsson í Ystafelli að skáldverk hjá mörgum skáldum væru eins og nýjustu verk Kjarvals, enn málverkin frá Kjarvali frá Frakklandsför hafði annan stíl enn það sem hafði komið frá honum. Næstu árin var Kjarval aðallega í því að halda sýningar, og hélt hann þær alltaf reglulega. Á fimmtugsafmæli meistaran hafði hann stórsýningu og sýndi þá 410 verk í Menntaskólanum í Reykjavík. Nokkrum árum seinna fer hann að breyta aðeins um stíl og fer að fara á fleiri staði á landinu, t.d. fór hann að fara á æskustöðvar í V-Skaftafellsýslu og fer meira um Snæfellsnes, þá tekur hann að setja persónur í verk sín enn hafði þangað til aðallega verið með landslag.

Seinna fékk Kjarval svo langþráða stóra vinnuaðstöðu í Íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar enn það varð svo vinnustöð hans næstu 20 árin. Á sjötugsafmæli stórmálarans hélt hann svo með stærstu málverkasýningum sem sýndar hafa verið á Íslandi, en hana sóttu alls 25,000 manns enn hún var sýnd í tilefni sjötugsafmæli hans. Í ellinni málaði Kjarval líka og fór hann mjög oft að Gálgahrauni á Álftanesi að mála enn einnig fór hann mjög oft í sumarbústaðinn sem hann byggði sér enn er í Ketilstaðahvammi í Hjaltastaðaþingá. Þar á hann að hafa málað Selfljótið í vatnavöxtum og rigningu og talið það erfitt og tímafrekt í einu versta óþurrkasumri í manna minnum.

Síðustu ár ævi sinnar dvaldi hann á Borgarspítalanum, og andaðist þar svo 13. apríl 1972. Hafði karlinn þá orðið svolítið skrýtinn, en hann dvaldist þar á geðdeild.

Eftir á að hyggja má segja að Jóhannes S. Kjarval hafi verið einn af mestu mönnum sem Ísland hefur átt. Hann lét eftir sig mörg þúsund málverk. Jóhannes hélt alltaf tryggð við heimabyggðina, og sést í bréfum þegar hann dvaldist erlendis að hann saknaði alltaf Íslands. Það var sagt um Kjarval að hann hafi málað af sömu alvöru og aðrir menn sæki sjó eða rækti jörðina. Kjarval var sagður sérstaklega elskulegur við krakka, þegar hann var upptekinn við vinnu sína stakk hann upp á að þeir hittust við betri hentugleika síðar. Þegar Kjarval dvaldist í Hvamminum sínum í Hjaltastaðaþingá afþakkaði hann gjarnan heimboð á bæina af mikilli ljúfmennsku, en þáði kökur sem krakkarnir vour látnir færa honum Hann var gjarnan með fyrsta flokks Kalíforníusveskjur í vasanum en kökunum hélt hann til haga handa gestum. Þeir dökkhærðu fengu af brúnkökunni enn þeir ljóshærðu af sandkökunni.

Hann fór alltaf reglulega á æskustöðvarnar á austurlandi í Borgarfjörð-Eystra auk þess að fara líka í V-Skaftafellsýslu. Kjarrvalsstaðir voru opnaðir 24. mars 197 þar sem oft eru sýningar eftir Kjarval og aðra listamenn. Einnig er minnisvarði um Jóhannes Kjarval á Borgarfirði – Eystri og þar var fyrir stuttu tekin í notkun svokölluð Kjarvalsstofa, þar sem eru til sýnis munir og myndir listamannsins.

Með von um að einhver hafi lesið

Kv. Sindri