Formáli

Hér að neðan mun ég fjalla um Sovétríkin, um Lenin, Stalin, menntun, landsframleiðslu, Sovétríkin í seinni heimstyrjöld, landslag, vígbúnaðarkapphlaupið, fall Sovétríkjanna og það mun líka vera kafli um Moskvu en hún var höfuðstaður landsins. Einnig munum við fá að sjá brott úr stjórnarskrá Sovétríkjanna.

Sovétríkin

Í Sovétríkjunum bjuggu um 100 þjóðir og þjóðarbrot og voru þau mynduð af 15 sambandslýðveldum (það stærsta var Rússland), 20 sjálfstjórnarlýðveldum, 8 sjálfstjórnarhéruðum og 10 þjóðernishéruðum. Úr heimildum frá 1971 stendur að landið sé að stærð um 22.402.200 km2 og íbúar um 180.000.000 eftir seinni heimstyrjöldina. Eftir 15 janúar 1970 var talan komin upp í 241.748.00. Höfuðborg landsins er Moskva. Sovétríkin náðu lengst í vesturátt að landamærum Póllands.

Menntamál

Árið 1879 kunnu 40% fólks á aldrinum 9 til 49 ára að lesa og skrifa en árið 1931 kunnu 94% fólks á þessum aldri að lesa og skrifa. Ríkið var á mjög háu stigi í menntamálum og voru um 199.000 skólar í landinu. Skólar voru ekki aðeins byggðir í stórum bæjum og borgum því að einnig voru byggðir skólar í afskektum hlutum í löndum eins og Úzbekistan .

Landsframleiðsla

Í sovétríkjunum var gerð fimm ára áætlun um framleiðslu sem gafst vel. Ég vill meina að í valdatíð Stalins og Lenins hafi þetta virkað. Vegna þess að valda tími Lenins var svo stuttur náði hann ekki að auka landsframleiðsluna mikið en fyrir októberbyltinguna skilaði Rússland um 4% iðnaðarframleiðslu heimsins en árið 1975 var það komið upp í 20% af heimsframleiðslu. Þegar heimskreppan skall á hafði það lítil sem eingin áhrif á Sovétríkin og náðu þau þá að auka framleiðsluna mikið. Þegar Lenin var við völd einkenndist landsframleiðslan af landbúnaðariðnaði en þegar Stalin tók við byrjaði hann að leggja meiri áheyrslu á iðnaðarframleiðslu. Mikil áheyrsla var lagð á að auka þungaiðnað og þannig mátti búa til úrvals her með nytísku tækni. Þetta hélt áfram þangað til að Sovétríkin liðu undir lok. En undir lokin var hætt að búa til hertæki og byrjað að eyða þeim en því verður gerð skil hér á eftir.

Stjórnarskráin

Hér kemur bein tilvitnun Í stjórnar skrá sovétríkjanna frá árinu 1936. Þar seigir svo: “Hið sósíalíska efnahagskerfi myndar efnahagsgrundvöll Sovétríkjanna, en undirstöðuatriði þess er, að framleiðslutækin eru í félagslegri eigu. Þessu skipulagi var komið á, eftir að hið kapítalíska efnahagskerfi hafði verið upprætt. Efnahagslíf Sovétríkjanna er háð og því er stjórnað samkvæmt ríkisáætlun um þróun efnahagslífsins. Áætlunin miðar að því að auka þjóðarauðinn og bæta efnalega og menningarlega aðstöðu verkalýðsstéttarinnar. Hún hefur einnig að markmiði að efla sjálfstæði og varnarmátt Sovétríkjanna. Sérhver borgari, sem gengur heill til skógar, á að líta á það sem skyldu og heiðurskvöð að hafa einhvern starfa, og er þetta í samræmi við grundvallaratriðið: “Sá sem vinnur ekki, á heldur engan mat að fá.”

Lenin

Lenin var stundum kallaður rauði keisarinn. Þegar hann var ungur gerðist hann marxisti en það eru þeir sem eru hlið holir hugmyndum Karls Marx . Og varð hann leiðtogi í Marxistaflokknum. Hann fór úr landi vegna þess að hann var hræddur um líf sitt. En það þurftu margir stjórnarandstæðingar að gera. Á meðan hann var í útlegð skrifaði hann áróðursbréf til Rússlands og var hann því enn leiðandi stjórnandi marxista hópsins. Þegar uppreisnin skal á var hann í Sviss. Hann reyndi að komast í gegnum Frakklands og Bretland en þeir neituðu honum um leyfi til að ferðast svo að hann fór í gegnum Þýskaland. En þýsk stjórnvöld héldu að með komu hans til landsins yrði mikil ringulreið í landinu en svo fór ekki.

Stalin á yngri árum

Stalin var skírður Jósef Dzhugashvili en tók sér fljótlega nafnið Stalin. Hann fæddist árið 1879 í Georgíu og lést árið 1953. Stalin fór í prestaskóla en var rekin úr skólanum fyrir pólitískan áróður. Þá sneri hann sér alfarið að pólitík. Hann aðhylltist hugmyndum Karls Marx og Friedrich Engels.

Stalin gekk í stjórnmálaflokk sem bar nafnið Bolsévikaflokkurinn. En Lenin var þar lykilmaður. Árið 1912 varð hann talin einn af bestu mönnum flokksins. Í októberbyltingunni árið 1917 komst Bolsévikaflokkurinn til valda í Rússlandi, Úranínu, Hvíta Rússlandi og fleiri ríkjum og fengu þau formlega heitið Sovétríkin 1923. Nikulás 2 Rússlandskeisari neyddist til að segja af sér. Ekki átti Stalin mikinn þátt í uppreisninni. Vladimir Lenin og Lev Trotsky áttu heiðurinn að henni. Lenin tók við völdum en valdatími hans var ekki langur því að hann lést árið 1924. Þá gerðist Stalin formaður Bolsévíkaflokksins.

Valdataka Stalins

Á banabeði Lenins varaði hann flokksmenn sína við Stalin. En Stalin var of klókur. Hann sendi Trotsky í útlegð og tók völdin. Stalin taldi það út í hött að öll ríki myndu sjálfkrafa verða kommunistaríki án áróðurs og byrjaði að reyna að útbreiða sósíalisma. Hann sagði að Sovétríkin væru nógu stór ein og sér til að dreifa stefnunni um heiminn. Þetta gerðist aldrei.

Árin fyrir Heimstyrjöldin seinni

Þótt að seinni heimstyrjöldin hafi ekki byrjað fyrr en árið 1939 hafði hún langan aðdraganda en á þessum tíma voru Sovétríkin orðin eitt af stærstu ríkjum heims Stalin var mjög tortrygginn maður og lét hann efla mjög varnirnar í kringum Sovétríkin. Einnig hurfu milljónir manna en talið er að þeir hafi verið sendir í Gúlagið en voru það fangabúðir í Síberíu.

Seinni styrjöldin

Þýskaland hafði mjög mikið óbeit á Sovétríkjunum en flest ríkin sem mynduðu þau voru byggð af slövum og Hitler fyrirleit þá og vildi þá helst dauða eða sem þræla aría. Í fyrstu gerði Hitler bandalag við Sovétríkin því að hann vildi ekki heyja stríð á tveim vígstöðum og skiptu Hitler og Stalín Póllandi á milli sín. En 1941 gafst Hitler upp á að bíða lengur en þá hafði dregist að Þjóðverjar ynnu fullnaðarsigur á Bretlandi. Hann réðst inn í Sovétríkin um veturinn. Í fyrstu gekk Sovétríkjunum mjög illa og Þjóðverjar hertóku stór landssvæði en stoppuðu í borg sem hét Stalingrad en ber nú nafnið Volgograd. Sovétríkin lögðu mikla áheyrslu á að verja borgina af tveimur ástæðum. Handan hennar eru mjög mikilvægar olíulindir og ef að Sovétríkin hefðu misst þær þá hefðu þá skort olíu. Hin ástæðan var sú að borgin var skírð í höfuðið á Stalin Þjóðverjar höfðu ekki þurft að taka borgina en Hitler fannst það nauðsinlegt vegna þess að hún var skírð í höfuðið á Stalin. Síðan skall veturinn á og Þjóðverjar voru ílla undir svo kaldan vetur búnir. Þá sneru Sovétríkin vörn í sókn. Sovétríkin voru hrædd um að Japanir myndu gera árás úr austri en njósnari komst að því að engin árás yrði gerð og þá gátu þeir flutt hermenn frá Síberiu til vígstöðvanna. Rauði herinn hóf síðan gagnsókn og á sama tíma voru Bandaríkjamenn komnir í stríðið og Þjóðverjar voru að lokum reknir alla leið inn í Þýskaland. Sovétríkin áttu því mjög stóran þátt í að heimurinn féll ekki í hendur nasista. Eftir heimstyrjjöldina var talið að það yrði friður en þá hófst svo kallað vígbunaðar kapplaup eða kalda stríðið og deilur um landaskipun.

Kaldastríðið

Stalin hafði lært á reynslunni. Hann ætlaði ekki að láta nágranaríki Sovétríkjanna ráðast aftur á þau. Hann vildi að löndin í Austur-Evrópu yrðu leppríki Sovétríkjanna og þar átti að koma á sósíalisma með góðu eða illu. Þetta var upphaf kaldastríðsins. Árið 1950 greip um sig hræðsla í Bandaríkjunum og fólk óttaðist kommúnismam og hófust hálfgerðar nornaveiðar til að reyna að útríma kommúnisma. Líf margra saklausra manna voru lögð í rúst. Bendaríkjamenn héldu áfram að efla heri sína og strykja varnarbandalag við önnur ríki.

Stalin hóf að efla Rauða herinn og gera landið að kjarnorkuveldi og varð Rauði herinn sá stærsti í heimi. En þetta hefur oft verið kallað vígbúnaðar kapphlaupið mikla og einkenndist af því að báðar þjóðir eyddu stór fé í að framleiða drápstól og þróa þau. Vísindamenn höfðu ekkert á móti þessu í fyrstu vegna þess að í leiðinni var nauðsynlegt að eyða peningum í aðra þróun en síðan gerðu menn sér grein fyrir að í óefni stefndi því nóg var til af kjarnorkuvopnum til að eyða heiminum mörgum sinum. Stalín lést árið 1953. Á árunum 1988-1990 var samið um afvopnunar hlé og það kom í hlut Gorbatsjoffs að semja um afvopnun og eyðingu vopna.

Geimferðakapphlaupið

Seigja má að samhliða kaldastríðinu hafi einnig myndast kapphlaup um hver yrði fyrstur út í geim en þegar kapphlaupið byrjaði fyrir alvöru var Stalin látinn. Geimöldin hófst 4 október 1957 en þá sendu Sovétríkin á loft fyrsta geimfarið Spútnik 1 og ekki liðu nema nokkrir mánuðir þangað til að fyrsta gervitungl Bandaríkjanna var komið upp og gerðist það 31 janúar 1958 og bar það nafnið Explorer 1. Eftir það var litið til tunglsins báðar þjóðir voru ákveðnar að senda fyrsta manninn til tunglsins. Árið 1958 reyndu sovétríkin að senda nokkrar flaugar en mistókust þær allar. Einnig mistókust tilraunir hjá Bandaríkjunum. Árið 1959 tókst að senda fyrsti farið sem slapp út úr þyngdarsviðinu. Það var sovéskt og hét Luna 1 og var því skotið upp 2 janúar. Í stað þess að lenda á tunglinu flaug það fram hjá því. Bandaríkjamenn voru ennþá á eftir í kapphlaupinu en fyrsta flaug þeirra til að komast út úr þyngdarsviðinu var Pioneer 4 og var það tveimur mánuðum síðar. Fleiri tilraunir voru gerðar til að lenda á tunglinu en annað hvort klesstu þær á tunglið eða fóru framhjá. En eitt af sovésku förunum náði að senda myndir af skugga hlið tunglsins en fór svo fram hjá tunglinu. Fyrsta farið til að lenda á tunglinu var Luna 9 og var hún sovésk og lenti þar 3 febrúar 1966. Það safnaði mikilvægum upplýsingum í þrjá daga en datt svo út. Það var svo þann 12 apríl 1961 að Sovétríkin sendu fyrsta manninn út í geim en hann hét Yuri Gagarin. Seinna náðu Bandaríkjamenn yfirhöndinni í þessu kapphlaupi og lentu mönnuðu geimfari á tunglinu 20 júlí 1969. Á áttunda áratugnum sendu Sovétríkin fyrstir allra geimstöð á braut um jörðu.

Sovétríkin eftir stríð

Í seinni heimstyrjöldinni misstu Sovétríkin um 20 milljónir manna og af þessum 20 milljónum voru 14 miljónir óbreyttra borgara. Og hafði það mikil áhrif á framleiðslu landsins. Eftir að Stalín lést var talið ómögulegt að finna nógu hæfan mann til að stjórna landinu svo að stofnuð var valdanefnd en þar tók maður að nafni Krustjov forystuna. Og til að tryggja sér forystuna afhjúpaði hann glæpi Stalins árið 1956 á 20. flokksþingi sovéska kommúnistaflokksins. Sagt er að Krustjov hafi ríkt á árunum 1963- 1964. Krustjov vildi sættast og mynda vináttu við önnur ríki og það reyndi hann að gera undir vígorðinu um friðsamlega sambúð ríkja með ólík hagkerfi. Hann vildi sættast við Bandaríkin en í staðinn fyrir að sættast urðu allskyns árekstrar eins og Kúbudeilan. Talið er að vegna uppgjafar hans í Kúbudeilunni hafi hann fallið frá völdum.

Á eftir honum kom maður að nafni Bresneff og ríkti hann á árunum 1964-1982. Það var eins með hann og Krustjov að þeir voru báðir í forystusveit og náðu völdum smátt og smátt. Þegar hann var við völd ríkti mikil harka í innanlandsmálum. Þetta sást með hörkulegum viðbrögðum gegn andófi. Þegar leið á valdatíma hans kom tímabil sem einkenndist af því að efla léttiðnað og auka einkaneyslu. En margir segja að þetta hafi jafnvel leitt til afturfara í efnahagsmálum og um leið á öðrum sviðum þjóðlífsins. Bresneff lést 1982 og við af honum tók Júri Andropov . Hann var við völd í eitt ár. Þá kom Konstantín Tsjernenko og hann ríkti einnig í eitt ár. Þeir létust báðir sársjúkir í embætti.

Gorbatsjov

Mikhail Gorbatsjov komst til valda árið 1985 og ég tel að ef hann hefði fengið lengri aðlögunartíma hefði hann kannski getað náð miklum árangri. Gorbatsjov sá að það þyrfti að gera breytingar á kerfinu. Hann gerði umbætur í efnahagsmálum og jók frelsi í stjórnmálum en þessar breytingar komu of seint. Eystrasaltslöndin og önnur ríki sóttust eftir sjálfstæði og fólk vildi meira frelsi. Gorbasjov reyndi að afstýra þróuninni en það mistókst.

Fall Sovétríkjanna

Gorbatsjov reyndi allt sem hann gat til að halda sovétríkjunum saman. Á sama tíma barðist hann gegn því að harðlínumenn mundu ná völdum en harðlínumenn reyndu að ná völdum í ágúst 1991. Í Eystrasaltslöndunum ríkti mikil olga og 2 september lýstu þau yfir sjálfstæði og geta má þess að Íslendingar voru fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði þeirra . Eftir að þau höfðu lýst yfir sjálfstæði fóru mörg önnur ríki sömu leið og Sovétríkin liður undir lok.

Höfuðborg landsins Moskva

Saga borgarinar

Moskva var stærrsta borg sovétríkjanna. Hún hafði þá áður verið höfuðborg Rússlands. Þó að heimildir séu fyrir því að byggð borgarinar hafi byrjað löngu fyrir 1147 er það ár ávallt sagt hafa verið upphaf byggðar þar sem Moskva er í dag. En leifar hafa fundist um járnvinnslu og leirgerð frá 10 öld. Það má með sanni seigja að borgin hafi orðið fyrir miklum hamförum til dæmis þegar Napóleon náði borgini á sitt vald 12 sept. 1812 brenndu Rússar alla borgina en hún var að mestu byggð úr timbri og varð það til að Napóleon varð að flýja borgina. Í upphafi innrásainnar var Napóleon með 300.000 manna her en sneri til baka með 50.000 og varð þetta til þess að heimsveldi Frakka féll.

Framleiðsla og menning

Borgin hefur mjög fjölbreytta framleiðslu. Hún er mjög stór hafnarborg og tengist með skipaskurðum að fimm höfum, Eystrasalti, Hvítahafi, Svartahafi, Kaspíahafi, og Azovshafs. Á þetta hlut í því að Rússland er næst stærsta fiskveiðiþjóð heims. Hún er líka ein stærsta verslunarborg heimsins. Eins og sagt var í kaflanum að ofan um landsframleiðslu voru Sovétríkin mikið iðnaðarríki og í borgini var stór hluti framleiðslu allra gömlu Sovétríkjanna. Í borgini eru framleiddir hlutir eins og flugvélar, bifreiðar, raftæki og önnur farartæki.

Menning Rússlands er stór merkileg. Landið var langstærst af ríkjum Sovétríkjanna og þess vegna ber landið keim af menningu borgarinnar. Í borgini eru margar menntastofnanir en má segja að hún hafi um 75 æðri menntastofnanir og er ríkisháskólinn sá mikilvægasti og stærsti. Um 700 vísindastofnanir eru í borgini. Þá er mikið af stórglæsilegum söfnum í borginni og það sem mér finnst merkilegast er Lenin safnið.

Innan Kremlarmúranna getur að líta margar stórkostlegar byggingar. Geta má þess að veggirnir eru 21 metra háir og yfir þeim gnæfa 19 turnar. Það má segja að aðal byggingin sé Kremlar höllin en byggingu hennar lauk árið 1849. Innan múrana eru aðrar hallir svo sem Granovitaya höllin en hún var reist árið1491 Margar kirkjur hafa verið reistar á þessu svæði en nú eru þær aðalega notaðar sem söfn. Það sem einkennir þessar kirkjubyggingar er að þær hafa þessa gyltu kúpla. Svo sem Krýningarkirkjan, Erkiengilskirkjan og uppstigningar kirkja Maríu. En það er að vísu ein kirkja sem er ekki með gull kúpla því hennar eru litaðir og er þetta kirkjan Basils Einnig má nefna ráðstefnuhöllina sem var byggð 1961 en það sem vekur mestan áhuga minn er keisaraklukkan hún er 200 tonn og er ein sú stærsta í heimi. Við hlið hennar er 98 mertra hár turn en það er turn Ívans. Loks má svo nefna grafhýsi Leníns.

Pétursborg

Í norðvestur Rússlandi er borg sem heitir pétursborg hún er við ármynni Neva og tilheyrir í dag Rússlandi. Á árunum 1924-1991 hét borgin Leningrad. Hún er mikil sjávarborg í augum Rússa en skipgeng fljót og skurðir tengja hana við Kaspíahaf og Hvítahaf og árnar Dnepr og Volgu. Þetta er ein af aðal iðnaðar borgum gömlu Sovétríkjanna og er talsvert um skipasmíðar og framleiðslu raftækja, vélarbúnaðar, tækja, landbúnaðartækja, pappírs, húsgagna, vefnaðar, fatnaðar, tóbaks, leðurvörur og efnavörur. Einnig má geta að borginn sér fyrir sínu eigin rafmagni og er raforkan unnin úr jarðhita og kjarnorku. Í borgini eru margar frægar og merkilegar byggingar eins og vetrarhöllin, dómkirkja Ísaks og dómkirkja Péturs og Páls. Áður en borgin var byggð stóð þar sænskt virki en þegar Pétur 1. vann virkið 1703 reisti hann Pétursvirki og skipaði að þar skyldi vera byggð borg og árið 1813 flutti keisara fjölskyldan til Pétursborgar frá Moskvu en þegar Rússar lýstu yfir stríði við Þjóðverja í fyrri heimsstyrjöldinni var nafni Pétursborgar breitt í Petrograd. Og árið 1918 var Moskva aftur gerð að höfuðborg landsins

Rússland

Eins og áður hefur komið fram er flatarmál 17.078.005 ferkílómetrar. og í landinu búa um 150 milljónir. Rússland er landið sem hefur nokkurn veigin tekið við hlutverki Sovétríkjanna til dæmis hafa þeir sæti í öryggisráði sameinuðu þjóðanna . Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður, námugröftur, orkuframleiðsla og véla,- efna-, timbur- og vefnaðariðnaður. Og aðalvinnusvæðin eru í kringum Moskvu og Pétursborg. Í dag keppast Rússar við að reyna að breyta efnahagslífinu eins og vestur-evrópskar þjóðir hafa gert. Vegna þessa breytinga hafa mörg fyrirtæki farið á hausin og atvinnuleysi aukist. Nú glíma Rússar við þau vandamáli að tækni hafði ekki þróast í sömu átt og í vestur Evrópu og það sama á við iðnaðinn. Þeir voru því orðnir á eftir varðandi tækni og framleiðslu. Þess má geta að Rússland nær til tveggja heimsálfa Evrópu og Asíu og Úralfjöllin marka skilin á milli heimsálfanna.

Ekki gæfist tími til að þræða sögu Rússlands í þessari ritgerð svo að ég mun segja frá því í stuttu máli. Ég mun byrja árið 1547 þegar Ívan iv tók sér keisaranafn. Og stjórnaði hann landinu með harðri hendi. Þetta leiddi til fjölda uppreisna á 17 öld en allar voru þær barðar niður með harðri hendi. Geta má þess að landið náði aðeins að Kaspíahafi og þegar landafundirnir miklu voru versnaði efnahagur landsins til muna. Til að koma í veg fyrir versnandi ástand var farið í míkilvæga landvinninga á 16 og 17 öld og varð það til að Evrópska áhrifa fór að gæta í Rússlandi og var allri stjórnarsýslu breitt að Evrópskri fyrirmynd. Rússland átti en eftir að eflast og gerðist það í Napóleons stríðunum. Þá náðu Rússar m.a Finnlandi af Svíum en það var árið 1809. En það sem stoppaði þessa landvinninga var svokallað Krím stríð við Breta, Frakka og Tyrki árin 1853-1856. Eftir að Rússland hafði tapa var reynt að stuðla að uppbyggingu innanlands. Iðnvæðing Rússa hófst seint á 19 öld. Með henni myndaðist verkamanna stétt og óx þjóðfélagslegur ójöfnuður mjög. Leiddi það til mikilar ólgu í landinu og byltingarhreyfingar urðu til. Rússar töpuð í stríði við Japani á árunum 1904-1905 og leiddi það til aukins haturs á keisara fjölskyldunni og árið 1905 var gerð uppreisn en hún var barinn niður og þegar Rússar drógust inn í heimstyrjöldina fyllti það mælin hjá borgarbúum sem gerðu uppreisn en það var árið 1917 eins áður hefur komið fram.

Eystrasalt og Eystrasaltlöndin, Eistland, Lettland og Litháen.

Eystrasalt

Eystrasalt er innhaf í Norður-Evrópu. Heildar flatarmál Eystrasalts er u.þ.b 414.400 ferkílómetrar. Það tengist Norðursjó um sundin Eyrarsund, Stórabelti, Litlabelti, Kattegat og Skagerak. Umhverfis það eru löndinn Eistland, Lettland, Litháen Svíðjóð, Finnland, Rússland, Pólland og Þýskaland.

Eystrasaltlöndinn höfðu nokkra sérstöðu í gömlu Sovétríkjunum vegna þess að þau vöru hernumin í seinni heimstyrjöldini og viðurkenndu sig aldrei sjálf sem lönd innan Sovétríkjanna.

Eistland

Ég mun tala aðeins meira um Eistland en hin ríkin sem tilheyra Eystrasaltslöndunum en þau eiga margt sameiginlegt. Eistland er minnst Eystrasaltsríkjanna og hefur fæsta íbúa. Flatarmál landsins er 45.100 ferkílómetrar. Og í landinu búa 1,57 milljónir. Eistar eru um 61,5% landsins Rússar um 30,3%,Úkraínumenn 3,1%, Hvít-Rússar um 1,8%, Finnar um 1,1% og aðrir íbúar landsins eru 2,2%. Geta má þess til gamans að við landið eru um 1500 eyjar. Aðal atvinnuvegir landsins eru landbúnaður og iðnaður. Eistar tala tungumál af finnsk-úrgiskri ætt. Eistar eru mótmælendur. Landið er láglent með fjölda vatnsfalla og stöðuvatna. Hæsti punktur landsins er nær 318 metrar yfir sjávarmáli. Meðalhæð landsins er hinsvegar 50 metrar yfir sjávarmáli. Vegna áhrifa sjávar er loftslagið milt þótt áhrifa meginlandsloftslags megi gæta þegar fjær dregur sjó. Úrkoma er tempruð, að meðaltali 500-700 mm á ári. Mikið er um skóga og er um fjórðungur landsins skógi vaxið. Mest er af furu, birki og ösp.

Svíar réðu yfir Eistlandi til 1721 en þá tóku Rússar við. Pétur mikli Rússlandskeisari færði aðalnum aftur völdin, en aðallinn hafði misst völdin þegar Svíar gerðu umbætur á landinu. Geta má þess að fyrir uppreisnina 1917 voru dagblöð og bókmenntir farnar að skrifa um sjálfstæði Eistlands og ýtti það mjög undir þjóðerniskennd. Eftir rússnesku byltinguna fengu Eistar heimastjórn og 24. febrúar 1918 lýstu þeir yfir sjálfstæði sínu. Í júní 1940 lögðu Sovétríkin Eystrasaltslöndin undir sig. 6. ágúst 1940 urðu Eystrasaltsríkin hluti af Sovétríkjunum.

Lettland

Lettland er um 63.700 ferkílómetrar. Íbúar landsins eru um 3 milljónir talsins. Höfuðborgin er Riga og stendur hún við Rigaflóa. Árið 1914 var Riga þriðja stærsta borg Rússlands. Lettland er líka mjög láglent eins og Eistland og eru því strandhéruðin að miklu leyti ræktarland nú orðið. Því austar sem dregur verður meira um skóga. Geta má þess til gamans að Rússar eru meira en þriðjungur íbúanna. Lettar tilheyra mótmælendum. Aðalatvinna er ræktað bygg, hafrar, rúgur og kartöflur. Búfjárrækt á mikinn sess í atvinnulífi Letta. Lettar eiga mjög svipaða sögu og Eistar en árið 1561 var Lettland innlimað í Pólland og 1629 lögðu Svíar norðurhluta landsins undir sig.

Litháen

Litháen er stærst Eystrasaltsríkjanna og eru Eistland og Lettland norðan þess. Höfuðborgin heitir Vilnius og eru íbúar landsins um 3,69 milljónir talsins. Landið er um 65 þúsund ferkílómetrar. Litháen er ólík grannríkjunum, Eistlandi og Lettlandi, íbúar landsins eru nefnilega kaþólskir. Um 80 % íbúanna eru Litháar. Aðal atvinnugreinarnar eru landbúnaður og iðnaður(rafeindaiðnaður). Í landinu er m.a. Kaliningrad sem hét í seinni heimstyrjöldinni Königsberg og tilheyrði hún þá Þjóðverjum. Litháenar voru fyrst Sovétlýðveldanna til að lýsa yfir sjálfstæði 11. mars 1990. Íslendingar voru fyrstir allra til að viðurkenna Litháen sem sjálfstætt land.

Hvíta Rússland

Hvíta Rússland er 208.000 ferkílómetrar. Höfuðborgin heitir Minsk og er miðstöð iðnaðar, samgangna og menningar. Um það bil 1,6 milljónir búa í landinu. Aðaliðnaðarvörur landsins eru m.a. farartæki, rafeindatæki, matvæli og vefnaðarvörur. Landið er mjög láglent og þriðjungur þess er vaxið skógi. Landbúnaður er svipaður og í Eystrasaltslöndunum. Í Hvíta Rússlandi eru samgöngur betur staddar en í ýmsum öðrum löndum gömlu Sovétríkjanna vegna þess að það má segja að Hvíta Rússland hafi verið hlið Sovétríkjanna inn í Evrópu.

Úkraína

Úkraína er næst stærsta land Evrópu og hefur að geyma miklar auðlindir. Landið hefur mikla möguleika á að verða heimsveldi eða minnsta kosti mjög auðugt. Úkraína er 603.700 ferkílómetrar að stærð og íbúar landsins eru um 52 milljónir talsins. Landið er sjötta fjölmennasta land Evrópu. Höfuðborg landsins er Kíev. Mikið er um steinkol og járngrýti sem er að finna á stærsta iðnaðarsvæði heims Donbass. En þessar verksmiðjur eru í dag í niðurníðslu og allur búnaður er mjög gamall. Til þess að laga þessar verksmiðjur þarf mikla peninga. Ein af auðlindunum er svarta moldin sem finnst í Úkraínu sem myndaðist á ísöld. Úkraínumenn rækta mikið magn af hveiti, maís og sykurrófum.

Moldavía

Moldavía liggur á milli Úkraínu og Rúmeníu. Íbúar landsins eru 4,3 milljónir manna og landið er 33.700 ferkílómetrar að stærð. Höfuðborgin er Kíshínjov. Tveir þriðju landsmanna eru Rúmenar og er rúmenska opinbert mál Moldavíu. Margir Rúmenar vilja að þetta litla land sameinist Rúmeníu eins og áður var. Aðalatvinnugrein Moldavíu er landbúnaður og eru ræktaðar vínþrúgur til vínframleiðslu og rósir fyrir ilmefnaiðnað.

Kákasus og Kákasuslöndin Georgía, Armenía og Aserbaídsjan

Kákasus er fjallgarður í Georgíu, Armeníu, Aserbaídsjan og Suðvestur -Rússlandi. Þessi fjallgarður skilur að Asíu og Evrópu og er hann u.þ.b. 1200 km langur. Hæsti tindurinn er Elbrus sem er 5642 m. Meðal annarra hárra tinda eru Dykh-Tau sem er 5198 m og Koshtan-Tau sem er 5145 m.

Georgía

Höfuðborg landsins er Tiblísi og er flatarmál landsins 69.700 ferkílómetrar. 5,5 milljónir manns búa í landinu og er Georgíumenn 68,8 %, Armenar 9%, Rússar 7,4 %, Aserar 5,1% og aðrir 9,7 %. Georgía er mjög hálent land. Skógarþekja tæp 40% landsins. Mikið er um verðmæt jarðefni s.s kol, mangan, olía og járn. Aðalatvinnuvegirnir eru landbúnaður, námugröftur og iðnaður. Í Georgíu ríkir heittemprað loftslag og þess vegna er hægt að rækta te, sítrusávexti, vínþrúgur og tóbak. Einnig stunda margir sauðfjár- og nautgriparækt. Helstu greinar iðnaðar eru véliðnaður, efnaiðnaður og vefiðnaður.

Armenía

Höfuðborg landsins er Yerevan. Flatarmál landsins er 29.800 ferkílómetrar. Íbúar landsins eru um 3,3 milljónir og eru Armenar 93,3%. Flestir íbúanna eru í kaþólsku réttrúnaðarkirkjunni. Í Armeníu er eitt elsta menningarsvæði heims. Landið var minnst af öllum ríkjum Sovétríkjanna. Hæsta fjall landsins er kulnað eldfjall sem heitir Aragat og er 4090 metrar. Loftslag er svalt upp í fjöllum og heitt á láglendinu. Landið er auðugt af jarðefnum og þá einkum kopar. Helstu atvinnuvegir eru landbúnaður, verslun og iðnaður. Í landinu er ræktaður vínviður, ólívur og granatepli. Einnig er mikið ræktað af baðmull. Beitilendi í landinu er nægilegt fyrir nautgripi, sauðfé og geitur.

Aserbaídsjan

Landið er 86.600 ferkílómetrar og eru íbúarnir um 7,2 milljónir. Höfuðborgin heitir Bakú og búa þar næstum 2 milljónir. Aserar eru flestir múslimar. Í Aserbaídsjan er þurrt loftslag og eru sumrin heit. Til þess að hægt sé að stunda landbúnað í landinu þarf að nota áveitubúskap. Mest er ræktað af hveiti, hrísgrjón, baðmull og sítrusávöxtum. Mikið er um olíulindir og jarðgas nálægt Bakú. Voru þar lengi mestu olíulindir í heimi. Árið 1900 kom helmingur allrar olíu í heiminum frá Bakú.

Mið-Asíulýðveldin Kasakstan, Úsbekistan, Kirgisistan, Tadsjikistan og Túrkemenistan

Þessi lönd eru fyrir austan Kaspíahaf og er Túrkemenistan, Kirgisistan og Tadsjikistan mjög fátæk og strábýl. Ég fann engar heimildir um þessi þrjú lönd.

Kasakstan

Landið er 2.717.300 km2 að stærð eða 26 sinnum stærra en Ísland. Þar eru stórar sléttur. Grassteppur eru nú oft beitiland fyrir mikinn fjölda nautgripa og sauðfjár. Beithagarnir eru 17 sinnum stærri en Ísland. Höfuðborgin er Alma-Ata. Í landinu búa um 16,9 milljónir manna. Kasakar tala tyrkneskt mál og eru flestir múslimar. Landbúnaðurinn er ekki aðeins naut- og sauðfjárrækt heldur líka áveitubúskapur. Einnig er mikið um náttúruauðlindir sem eru olía og kopar. Umhverfismál eru mikill vandi í landinu því að árum saman gerðu Sovétríkin kjarnorkutilraunir á þessum slóðum. Þar voru sprengdar 486 kjarnorkusprengjur.

Úsbekistan

Höfuðborgin er Tashkent. Flatarmál landsins er um 447.400 km2 og búa um 20 milljónir manna í landinu. Úsbekar eru 68,7%, Rússar 10,8%, Tatarar 4,2%, Kashakar 4%, Tadjikar 3,9%, Kara-Kalpakar 1,9% og aðrir 6,5%. Aðalatvinnugreinarnar eru landbúnaður, námugröftur og iðnaður. Landið er auðugt af olíu, gasi, kolum, járni, kopar og gulli. Nokkuð er um málm- og véliðnað.