Eins og flestir vita voru Bandaríkin undir stjórn Breta allt fram til 1776 eða þegar þau slitu sig frá einræði Bretanna og stofnuðu sjálfstætt ríki. Færri vita þó hver atburðarásin var, þ.e. frá því að fyrstu nýlendubúarnir fluttust til Amreíku og þar til sjálfstæðisyfirlýsingin var undirrituð. Við ætlum að reyna segja ykkur aðeins frá því.

Segja má að skilnaður Bandaríkjanna við England hafi hafist árið 1763. Var þá liðin meira en ein öld frá því að fyrsta nýlenda Breta var stofnuð í Jamestown í Virginíu. Síðan þá höfðu nýlendurnar vaxið gríðarlega, sérstaklega efnahagslega og menningarlega. Voru þær orðnar þrettán talsins og fjöldi íbúa hafði aukist um meira en 250000 síðan árið 1700 og voru íbúar því orðnir 1500000.

Fram að árinu 1763 hafði Bretland ekki neina sérstaka stjórnarfarsstefnu gagnvart nýlendum sínum. Þeir létu rótgrónar verslunarvenjur sínar ráða mestu þar um. Voru þær fólgnar í því að nýlendurnar áttu að sjá heimalandinu fyrir nægum hráefnum, en þær máttu hins vegar ekki keppa um framleiðslu úr þeim. Nýlendurnar fylgdu þessu þó lítið og litu aldrei á sig sem undirokaða þræla Bretlands en öllu heldur sem samveldislönd eða ríki. Englendingar tóku stundum upp mál sem stefndu að því að gera nýlendurnar háðari Bretlandi sjálfu, en við mikin trega nýlendubúa. Þeir vildu engan veginn fórna því takmarkaða frelsi sem þeir höfðu og vissu að með nær 5000 kílómetra af sjó á milli voru þeir ekki í bráðri hættu þrátt fyrir hótanir um hefndarráðstafanir vegna óhlýðni þeirra. Einnig vildu nýlendubúarnir halda í þau góðu lífsgæði sem frjótt landið gaf þeim, en þeir höfðu áður búið við mikið þéttbýli þar sem þrengsli voru mikil, og er rétt hægt að ímynda sér hversu mikil breytingin varð.

Hið nýja lífsform nýlendubúanna fengu þau til að gleyma valdi Bretanna eða þá að þeim fannst hún með öllu óþörf. Þeir héldu þó í enska stjórnkerfið, þó með mörgum breytingum, þ.e. þau lög sem ekki þurfti í hinum strjálbýlu skógum féllu út og ný lög, samin af landnemunum sjálfum gengu í garð. Nýlendurnar nutu góðs af hinu pólitíska frelsi sem Bretar börðust fyrir og tóksk þeim framan af að verja þessi réttindi sín. Konungar Englands voru of uppteknir við mikilvægari innanlandsdeilur og gleymdu einfaldlega nýlendunum. Þegar Bretar ætluðu að móta nýlendurnar eftir heimsveldisstefnu sinni, var efnahagsleg staða þeirra orðin fremur sterk.

Lögskipan í nýlendunum var æ meira mótuð af amerískum staðháttum og fór gildi enskra laga stöðugt þverrandi. Aldrei náðu nýlendurnar þó að losa sig alveg undan enskum yfirráðum því oft kom til deilna milli héraðsþingsins, sem var kosið í almennum kosningum og landsstjórans sem var sendiboði Englandskonungs og í raun ímynd hins hættulega anda konunglegra forrréttinda, sem stöðugt ógnaði frelsi þeirra. Hann var tákn erlendra yffirráða og konunglegs einræðis, en héraðsþingið tákn sjálfsstjórnar og lýðræðis. Með tímanum áttuðu nýlendurnar sig á þeim mikla mun sem var á amerískum og enskum hagsmunum og tóku héraðsþingin í raun við að störfum landsstjóranna og fluttist þannig stjórn nýlendumálanna smátt og smátt frá Lundúnum til nýlendnanna sjálfra.

Á meðan Bretar voru að á austurströnd Bandaríkjanna voru Frakkar á hinn bóginn að nema land á austurströnd Kanada, nánar tiltekið í St. Lawrancedalnum. Þar höfðu þeir hafst ólíkt að en Bretar og sendu út fáa landnema en þeim mun fleiri landkönnuði, trúboða og kaupmenn. Þeir lögðu einnig undir sig Mississippi ána og með því að byggja langa keðju af virkjum og verslunarstöðum voru þeir búnir að leggja undir sig stórt landsvæði sem leit einna helst út eins og hálfmáni sem teygði sig frá Quebec í Norðaustri allt til New Orleans í suðri.

Nokkrar styrjaldir Breta við Frakka bættu stöðu Engkendinga aðeins en höfðu Frakkar þó enn mjög góða stöðu á meginlandi Ameríku. Um miðja 18. öld náðu þessi átök hámarki sínu, þ.e. þegar friðarsamningnum í Aix-la-Chpelle var lokið árið 1748, en þá hertu Frakkar enn meira tök sín á Mississippidalnum. Þarna hófst kapphlaup um umráð á sama landsvæðinu og endaði það með vopnuðum átökum, sem hófust árið 1754. Áttust þar við sveitir úr landvarnarliðinu undir stjórn George Washington, sem síðar varð fyrsti forseti Bandaríkjanna, og flokkur hermanna úr fastahernum franska. Englendingar báru sigur úr býtum og eignuðust fyrrum landsvæði Frakka og við þetta meira en tvöfaldaðist stærð nýlendnanna.

Vegna aukins umsvifs Breska heimsveldisins þurfti pening til að halda því gangandi og gerðu þeir það með háum og oft að því er virðist fáránlegum sköttum sem íbúar nýlendnanna voru ekki ánægðir með. Ekki voru það bara skattarnir sem vöktu óánægju heldur einnig hvernig þeir voru innheimtir, en aukin harka var farin að færast í þau mál. Ekki batnaði álit nýlendubúanna á Bretunum þegar svokölluð gistilög voru tekin í notkun en í þeim kvað á að allir sem bjuggu í nýkendum þar sem hermenn voru þurftu að sjá þeim fyrir mat og húsnæði og öðrum nauðsynjum. Þetta var þó ekki allt því síðasti þáttur nýju nýlendustefnunnar var sá umdeildasti og hrinti í raun af stað skipulagðri mótsöðu. Þetta eru stimpillögin svokölluðu en þau kváðu á um að öll opinber bréf og blöð skildu stimpluð og tekjurnar átti að nota í að vernda og verja nýlendurnar. Þetta vakti ekki mikla athygli fyrst og virtist saklaust en áhrifin urðu hins vegar gríðarleg. Kaupmenn sem þurftu nú að borga skatt af hverju farmskírteini stofnuðu samtök gegn þessum lögum og var reiði almennings gríðarleg. Lögin voru síðar felld úr gildi og neyddu hópar manna hina ógæfusömu embættismenn til að segja af sér og eyðilögðu hina hötuðu stimpla. Áfram héldu Bretar að auka skattbyrðar nýlendubúanna og fyrr en varir voru komnir skattar á nánast allt sem kom frá Bretlandi til Ameríku. Var þar til að mynda skattur á pappír, blý, gler og TE. Átti þetta að borga fyrir uppihald Breska hersins sem staðsettur var í Ameríku.

Enn á ný voru nýlendubúarnir óánægðir og tóku upp á ýmsum brögðum til að sleppa við skattana. Í Boston kom til átaka milli almenings og skattheimtumanna. Voru þá sendar hersveitir til hjálpar innheimstumannana. Mikil gremja var meðan hersveitirnar voru í Boston og í raun bara tímaspursmál hvenær allt syði uppúr. En þó gerðist það á nokkuð sakleysislegan hátt eða með því að nokkrir íbúar hófu saklaust snjókast að flokki hersveitanna en endaði það með fjölmennu uppþoti og endaði með því að herinn skaut þrjá heimamenn. Þetta var til marks um kúgun og hörku Breta. Var þessi atburður kallaður “Blóðbaðið í Boston”.

Breska þingið treysti sér ekki að halda uppi slíkum sköttum á nýlendurnar og hættu við þá alla að teskattinum undanskildum. Þetta leiddi til nokkurs konar friðar en þó voru alltaf litlir hópar ættjarðarvina sem töldu sigur nýlendnanna ekki fullkomnaðan fyrr en allir skattar voru afnumdir. Í þessum hópi var Samuel Adams sem beitti sér allt sitt líf fyrir einu takmarki, Sjálfstæðis nýlendnanna. Árið 1773 lenti Austur-Indíafélagið, sem sá um allan innflutning á tei til Ameríku, í fjárhagsvandræðum. Ástæður þess voru einna helst þær að nýlendubúar hættu að kaupa te af þeim til að mótmæla sköttunum og voru 90% alls tes orðið ólöglega innflutt. Þeir reyndu að bregða á það ráð að lækka verðið til muna og undirbjóða annað te en það kom þeim í koll því þetta eyðilagði verslun fyrir mörgum tesalanum og því gengu margir til liðs við ættjarðarvinina. Nær allar nýlendurnar gripu til svipaðra ráðstafana og í hafnarborgum, öðrum en Boston, voru umboðsmenn Austur-Indíafélagsins hraktir á brott með teið sitt. Í Boston neituðu þeir hins vegar að segja af sér og með stuðningi landsstjórans var teinu komið á land þrátt fyrir hörð mótmæli. Þegar ættharðarvinirnir sáu að þeir yrðu að láta verkin tala dulbjuggu þeir sig sem indiána, læddust um borð í skip félagsins og henti teinu fyrir borð. Var þessi atburður kallaður “Teboðið í Boston”.

Eftir þennan atburð hleyptu Bretar aftur meiri hörku í lagasetnignu í nýlendunum. Þeir settu á svokölluðu “þvingunarlögin” en þau fyrirskipuðu t.d. lokun Boston hafnar þar til greiðsla fyrir teið var innt af hendi, veittu einnig konungi vald til að skipa í héraðsþing, kviðdómendur, sem hingað til höfðu verið valdir á borgarafundum, voru nú skipaðir af landsstjóra og ný gistilög tóku gildi. Ekki voru síður óvinsæl “Quebec lögin” en þau stækkuðu Quebec og töldu nýlendubúar að þar með væri verið að hefta frekara landnám þeirra vestur á bóginn og voru þau sett á pall með “þvingunarlögunum”. Þessir fimm lagabálkar voru einu nafni kallaðir “óbærilegu lögin fimm”. Í kjölfar þessara lagasetninga hittust þingmenn nýlendnanna í Philadelfíu þann 5. September árið 1774 til að ræða mál nýlendnanna. Þessi samkunda var fyrsta þjóðþingið. Allar nýlendurnar áttu fulltrúa á þinginu og var samanlögð tala þeirra 55. Þeir áttu þá erfitt verk fyrir höndum, annars vegar að láta sem allir Ameríkumenn stæðu saman um málefni sín svo Bretar létu frekar undan, og hins vegar að forðast að sýna byltingarstefnu er kynni að ókyrra íbúa Ameríku. Þingið hófst með ræðu sem markaði vel stefnu þeirra í þessum málum og síðan var því lýst yfir að landsmenn þyrftu ekki að hlýða þvingunarlögunum. Þýðingarmesti partur þingsins var þó stofnun svokallaðrar samfylkingar, sem kom á fót nefnd í hverri borg og héraði sem ætti að halda uppi eftirliti á inn og útflutningi og hvöttu menn til sparsemi og nægjusemi. Hún blés lífi í deilumálin og beitti sér fyrir endalokum konungsvaldsins. Héraðssamtökin nýstofnuðu tóku nú víðast forystuna í baráttu landsmanna og fóru að safna vopnum og þjálfa hermenn. Þó voru sumir, flestir úr hópi embættismanna sem töldu hrein sambandsslit ekki réttu leiðina heldur viðræður og samninga. Georg þriðji hefði í raun getað myndað bandalag við nýlendubúa með örlitlum tilslökunum en hann hafði ekkert slíkt í huga. Hann sagði til að mynda “Teningunum er nú kastað. Annaðhvort verða nýlendurnar að snúast til hlýðni eða þær ganga með sigur af hólmi”. Þetta varð til þess að æ fleiri gengu til liðs við ættjarðarvinina og sáu þeir að allt frelsi og réttindi myndu tapast ef ekki yrði að hafst. Hófust nú miklar ofsóknir gegn konungssinnum í landinu.

Thomas Gage, hershöfðingi Breta í Boston komst á snoðir um að föðurlandsvinir voru að safna púðri og öðrum hergögnum í borginni Concorde sem var um 20 mílur frá Boston. Hann sendi hersveit inn í þorpið til að gera vopnasafnið upptækt ásamt því að handtaka föðurlandsvinina Samuel Adams og John Hancock. Þegar hersveitin kom til Concorde sáu þeir allstóran hóp vopnaðra bænda og hikuðu aðeins. En brátt var háð orrusta og náðu Bretar að tvístra Ameríkönunum. Má segja að þetta hafi verið fyrsta blóðfórnin fyrir sjálfstæði Ameríku. Að ætlunarverki loknu ætluðu Bretarnir aftur til Boston en þá tóku á móti þeim fjölmennt lið nýkendubúa sem tókst að sundra hersveitinni svo að á endanum var mannfall þeirra þrisvar sinnum meira en nýlendubúa. Fregnir um fyrstu orrustu sjálfstæðisbaráttunnar barst um allar nýlendurnar og var augljóst að styrjöld hafði brotist út. Þetta vakti mikinn ættjarðaranda og sameinuðust allar nýlendurnar allt frá Maine í norðri til Georgíu í suðri.

Hinn 10 mai. 1775 kom þjóðþingið saman í Philadelfíu öðru sinni. Forseti þess var John Hancock, auðugur kaupmaður frá Boston. Þrátt fyrir nokkra andstöðu kom hin eiginlega stefna og vilji þingsins um fram í áhrifaríkri yfirlýsingu um “orsakir og nauðsyn þess að grípa til vopna. Segir svo í yfirlýsingunni
“Málstaður vor er réttlátur. Sameining vor er fullkomin. Auðæfi lands vors eru mikil og ef nauðsyn krefur er erlend aðstoð án efa föl. Þau vopn sem óvinirnir hafa neytt oss til að afla, munum vér nota til verndar frelsi foru, þar eð vér erum staðráðnir í því að deyja fremur sem frjálsir menn en lifa sem þrælar.”

Þetta var einróma samþykkt og var stofnuð saimeiginleg hersveit nýlendnanna undir stjórn George Washington. Þegar allir voru búnir að gera sér það ljóst að það þýddi ekki að vera að hálfu leyti fyrir innan Breska heimsveldið og að hálfu fyrir utan það. Eftir því sem mánuðirnir liðu komu erfiðleikarnir að því að vera í styrjöld, samfara því að vera hluti af Breska heimsveldinu vel í ljós. Thomas Paine gaf út bækling sem kallaðist “heibrigð skynsemi” og var ritað á þróttmikinn og leiftrandi hátt sem átti að sýna fram á nauðsyn þess að nýlendurnar gerðust sjálfstæðar. Hann sagði að það þýddi ekki að vera í miðjunni, annað hvort yrði áframhaldandi undirgefni við harðráðan konung og útslitna ríkisstjórn eða frelsi og hamingja landsins, sem sjálfstæðs lýðveldis. Almennigur fór nú að líta á málið með stillingu þurfti enn samþykki hverra nýlendu fyrir sig um algeran skilnað.

Loks hinn 10. maí árið 1776 var samþykkt ákvörðun um að stíga lokaskrefið í átt að sjálfstæði. Nú þurfti ekkert nema formlega yfirlýsingu. En þá kom Henry Lee frá Virginíu með tillögu um sambandsslit en samband við aðrar þjóðir og stofnun bandalgas Ameríku. Nefnd var kosin með Thomas Jeffersson sem hafði verið á þinginu í Philadelfíu. Jefferson var einn sá besti til að semja svo mikilvæga yfirlýsingu. Honum var það vel ljóst að þetta myndi hrinda Ameríku af stað í mikla styrjöld en hann áleit að “tré frelsisins þyrfti öðru hverju að vökva með blóði ættjarðarvina”.

Sjálfstæðisyfirlýsingin, sem var samþykkt þann 4. júlí árið 1776 gaf ekki einungis til kynna fæðingu Bandaríkja Norður Ameríku heldur skapaði hún einnig stefnu mannlegs frelsis, sem átti eftir að valda byltingu um allan hinn vestræna heim. Hún grundvallaðist á kenningum um frelsi einstaklingsins, sem myndi fá almennt fylgi um gervalla Ameríku. Hún skapaði mikinn eldmóð í brjóstum Ameríkana og hreif fólkið til baráttu fyrir frelsi sínu. Henni var í raun beint gegn Georgi þriðja Englandskonungi og skapaði þar með í raun persónulegan óvin og gerði hugsjónir byltingarinnar að ljóslifandi sannleik.

Frelsisstríðið stóð í meira en 6 ár og var barist í hverri einustu nýlendu. Háðar voru meira en tólf stórorrustur og sumar jafnvel áður en sjálfsstæðisyfirlýsingin var samþykkt. Til að byrja með urðu Ameríkanar fyrir miklum ósigrum, þá sérstaklega í New York en George Washington vissi að fljótlega myndu Bretar ráðast á hana. William Howe , herforingi Breta reyndi að semja frið við Ameríkana en þeir neituðu og þá létu Bretar til skarar skríða með 30000 manna herlið gegn 18000 mönnum Washingtons. Urðu hans menn að halda undan. Þrátt fyrir undanhaldið vann Washington mikilvæga sigra bæði við Trenton og Princeton, sem færðu þeim vonir um betri tíð, en í September 1777 hertók Lowe Philadelfíu og neyddi þjóðþingið til að flýja. Her Washingtons fór í herkví og var langur veturinn gríðarlega erfiður fyrir föðurlandsvinina. Hins vegar unnu Ameríkanar einn stærsta sigurinn um haustið 1777 en þá vanmátu Bretar styrk Ameríkana við Vermont og var það mjög þýðingarmikið upp á endalok byltingarinnar. Í kjölfar þessa sigurs fengu Ameríkanar Frakka til liðs við sig en þeir voru enn í hefndarhug frá ósigrinum í baráttunni um nýlenduranr. Frakkar voru þó tregir að taka þeim kostnaði sem bein afskipti af byltingunni og stríð við England myndi hafa í för með sér en Ameríkanr og Frakkar gerðu með sér vinnáttusáttmála um verzlun og vináttu sem skuldbatt hvora þjóðina til að styðja hina þar til sjálfstæði Ameríku var fullgilt. Spánverjar og Hollendingar studdu einnig Ameríkumenn

Frakkar voru góðir bandamenn og tóksk þeim með hótunum að reka Breta burt frá Philadelfíu árið 1778 og sama ár urðu herir Breta fyrir mörgum ósigrum í Ohiodalnum, sem tryggði Ameríkönum yffirrá yfir norðvestuhéröðunum. Fyrir sunnan héldu þeir þó uppi stöðugum bardögum og tókst að hertaka Charleston sem var stærsta hafnarborgin syðra. En með því að króa Breta inni við Yorktown og með uppgjöf Cornwallis herforingja árið 1781 lauk tilraunum Breta til þess að binda enda á byltinguna með vopnum. Fréttir af sigrinum bárust til Evrópu og seinna samþykkti Breska þingið að binda enda á stríðið. Ný ríkisstjórn tók við í Bretlandi og leitaðist hún við að semja frið við nýlendurnar og viðurkenna sjálfstæði þeirra. Þar með voru endanlega orðin til “Bandaríki Norður Ameríku”.

Vonandi agætis lesning.

fogg