Orrustuskipið Bismarck Formáli
Þessa ritgerð skrifaði ég fyrir saga203 áfangann og hef núna aðlagað hann að huga. Ég vandaði mig mikið við þessa ritgerð og ef þú tekur eitthvað úr henni ófrjálsri hendi verð ég mjög reiður og þá geta slæmir hlutir gerst.

Myndin sem fylgir með er af Suzuki LJ80 en hann kemur við sögu seinna meir


Inngangur
Bismarck er líklega þekktasta herskip seinni heimstyrjaldarinnar. Til að byrja með var það nýjasta og flottasta herskip Þjóðverja sem nauðsynlega þurftu á uppörvandi stríðstólum til að vera ekki eftirbátar Breta. Stærri ástæða fyrir frægð Bismarck er líklega saga þess. Eins og frægasta skip allra tíma, Titanic, þá sökk Bismarck í jómfrúarferð sinni án þess þó að ná takmarki sínu. Á meðan Titanic silgdi einungis á ísjaka í græðgislegri tilraun til að setja met í siglingu yfir Atlantshafið þá vour lokadagar Bismarck mun flóknari og meira spennandi. Eftir að hafa veitt Breska flotanum ærlegt kjaftshögg með því að sökkva HMS Hood upphófst æsispennandi eltingarleikur þar sem næstum 100 skip tóku þátt í. Á þessum síðustu dögum Bismarcks þurftu hæstráðendur flotanna tveggja að standa undir ómannlegu álagi við að taka ákvarðanir sem mundu ákveða bæði örlög þúsunda manna og skipa sem höfðu verið stolt heillar þjóðar í mörg ár.


Hönnun
Bismarck var 251 metri á lengd og 36 metrar á breidd. Það risti 10,1 metra og skipsskrokkurinn var 15 metri. Á þessum tímum var mikil áhersla lögð á hraða herskipa og þar af leiðandi átti lengd skipanna að vera sem mest í hlutfalli við breiddina. Á meðan lengdar/breiddar hlutfall Bismarck var 6,97 var t.d. þetta hlutfall á Hood, stolti Breska flotans 8,41. Þetta var aðallega gert til að Bismarck væri stöðugri í öldum Atlantshafsins og þar af leiðandi betri skotpallur. Þetta kom sér líka vel í rýmisnýtingu og tilhögun vopna.

Brynvörnin
Um 40% prósent af þyngd Bismarck var í brynvörninni og var það eitt af einkennum Bismarck hversu vel brynvarið það var. Gott dæmi um þetta er að þegar Bismarck gat aðeins silgt í hringi og tekið við kúlnahríð margra orrustuskipa þá þurftu sum að fara og taka eldsneyti áður en Bismarck var eyðilagt. Aðalefnið í brynvörn Bismarck var svokallað KC (Krupp cementite) en það var hert stál sem innihélt 3.5-3.8% nickel, 2% króm, 0.3% kolefni, 0.3% manganesíum, og 0.2% molybdeníum. Rannsóknir eftir stríð hafa sýnt að þetta efni var aðeins ögn slakara en AC plötur Bresku skipana en mun betri en A klassa plötur Bandaríska hersins.

http://www.kbismarck.com/armor1.html —-Mynd af brynvörn

Eins og sést á myndinni þá var miðbik skipsins best varið og var brynvörnin 32 cm þykk en það er rúmlega lengdin á A4 blaði. Þetta aðal brynbelti varði um 70% af vatnslínu skipsins, mun hærri prósenta en á öðrum orrustuskipum seinni heimstyrjaldarinnar. Minni beltin í kringum þetta aðalbelti voru varin með 14,5 cm þykkri brynvörn. Undir vatnslínunni var síðan 17 cm brynvörn.
Þar sem Bismarck var að miklu leyti hugsað sem fljótandi skotpallur var sérstaklega vel hugað að brynvörninni sem sá að fallbyssunum.

http://www.kbismarck.com/380mmp.gif —Mynd af brynvörn fallbyssna

Pallurinn sem fallbyssan stóð á hafði 34 cm brynvörn en best vörðu staðirnir á þeim voru varðir með 36 cm brynvörn. Minni fallbyssurnar höfðu nokkuð minni brynvörn eða 2 cm til 8 cm brynvörn. Fremri stjórnturninn var mjög vel varinn með allt að 35 cm brynvörn en sá aftari var aðeins minna varinn.

Vopnabúnaðurinn
Aðalvopn Bismarck voru fjórir fallbyssuturnar, hver með tveimur 32 cm fallbyssum. Turnarnir hétu Anton, Bruno, Cäsar og Dora og þeim var raðað í stafrófsröð á skipið, Anton fremst og Dora aftast. Það sem var nýtt við þessar fallbyssur var samt ekki stærðin. Hood var t.d. tekið í þjónustu 1918 og fallbyssur þess voru af svipaðri stærð. Merkilegra var að fallbyssurnar tvær í hverjum turni voru mjög óháðar hver annari. Það var hægt að skjóta af, og/eða lyfta annari fallbyssunni án tillitis til hinnar. Þessar fallbyssur gátu skotið 800 kg skotum(svipað og Subaru Justy) vegalengd sem samsvarar loftlínu Akureyri-Dalvík eða 35.550 kílómetra.
Skotfærunum þessara röra var skipt í þrjá flokka:
38cm Psgr. L/4,4: Þessi skot voru svokölluð brynvarnar-rjúfandi skot. Hlutverk þeirra var gata þykka vörn stórra orrustuskipa og springa í mikilvægum innri hlutum skipsins, s.s. vél. Ef þessi skot voru notuð á minna brynvarin skip flugu þau oft bara í gegn án þess að springa. Í bardaganum við Hood var 93 svona skotum þrumað á Hood og Prince of Wales
38cm Spgr. L/4,5 Bdz: Þessi skot voru með nærri því tvöfalt stærri sprengihleðslu heldur en L/4,4 skotin en gátu rofið brynvörn jafn vel. Þau átti að nota gegn léttvarðari herskipum
38cm Spgr. L/4,6 Kz: Þessi skot báru stærstu sprengihleðsluna eða 64,25 kg sem var tvöfalt meira en Bdz skotin. Munurinn var samt aðallega fólginn í staðsetningu sprengiefnisins en í þessum skotum var það í nefinu. Vegna þessa þá var götunarmáttur skotanna mjög takmarkaður og þau voru helst ætluð til að ráðast á kaupskip

http://www.kbismarck.com/38cmshell.jpg 1,7 m hátt skot af Kz gerð

Í Bismarck voru líka sex minni fallbyssuturnar með tveimur byssum hver. Þessar byssur drifu 22 km og skutu 45 kg kúlum. Einnig voru um borð átta þungar loftvarnabyssur, átta miðlungs loftvarnarbyssur og átján léttar loftvarnarbyssur. Samtals voru þetta 5,500 tonn af vopnum.


Vélarnar og stýribúnaður
Í Bismarck voru gufuvélar. Í tólf kyndiklefum skipsins var vatn hitað með brennslu á olíu til að framleiða gufu. Þegar gufan var undir nógu miklum þrýstingi var henni hleypt inn forþjöppurnar (túrbínurnar) sem snéru skrúfunum, þrem talsins. Heildarafl þessara véla var 150,170 hestöfl sem er eins og 3,754 stk Suzuki LJ80 árgerð ’81*.
Bismarck var drifið áfram af 3 skrúfum sem hver var 4,7 m í þvermál og gat skóflað 2,4 m³ af vatni 270 sinnum á mínútu. Bismarck gat siglt 8,525 sjómílur á 19 hnúta hraða og það var töluvert mikið miðað við önnur svipuð skip.
Stýrikerfi skipsins var rafknúið (til að snúa því handvirkt þurfti tugi manna) og stjórnaði tveimur stýrisblöðum.

Áhöfnin
Þegar Bismarck var beitt í hernaðarátökum voru um það bil 2.200 menn í áhöfn þess. Öllum þessum mönnum var skipt niður í 12 deildir með 180 – 220 menn í hverri. Deildir 1-4 sáu um lang- og meðaldrægu fallbyssurnar, Fimmta og sjötta herdeildin sá um loftvarnarbyssurnar, deild sjö var skipuð sérfræðingum í ýmsum handiðnum, sú áttunda sá um tæknimál stórskotaliðsins, sú níunda um loftskeyti og síðustu þrjár um vélar skipsins. Flestir þessara manna voru ungir og óreyndir menn sem höfðu ekki séð átök og þessvegna voru haldnar stífar æfingar til að passa að þeir gugnuðu ekki á raunarstund, meðalaldur skipverja var 20 ár.


Washington sáttmálinn
Í sáttmála milli Breta og Þjóðverja sem samþykktur hafði verið í júní 1935 var flotastyrk Þjóðverja settur takmörk í samræmi við flota Breta. Þjóðverjar máttu ekki eiga herskipastyrk sem næmi meira en 35% af styrk Breska flotans. Þetta átti þó ekki við kafbáta og máttu Þjóðverjar eiga jafnöflugan kafbátaflota og Bretar, en í drengskap sínum lofuðu þeir að fara ekki ofar en 45%, fyrst um sinn. Þessi sáttmáli var gerður í fyllstu vinsemd og ef Þjóðverjum fannst þeir hafa mikla þörf fyrir að stækka herskipaflota sinn meira en samkvæmt þessum takmörkunum þá mátti ræða það.
Þessi sáttmáli virðist við fyrstu sín nokkuð grimmur í garð Þjóðverja, það voru nú liðin næstum tuttugu ár frá stríðinu mikla en samt var honum fagnað mjög í Þýskalandi. Ástæðan var sú að þessar takmarkanir voru mjög rýmri heldur en þær í Versalasamningunum.
Þremur árum seinna myndaðist þetta „sérstaka ástand“ sem Þjóðverjum fannst nauðsynlegt og Þýska ríkisstjórnin tilkynnti þeirri Bresku að kafbátafloti Þriðja Ríkissins yrði alveg jafn kafbátaflota þess Breska. Um leið var tilkynnt að tvö ný beitiskip yrðu smiðuð og þau mundu bera mun langdrægari vopn en ráðgert var.
Til að virða þennan sáttmála lugu Þjóðverjar um stærð Bismarck. Það var í raun 50.900 tonn en opinber þyngd þess var 35.000 tonn.

Notagildi Bismarcks

Þegar seinni heimsstyrjöldin braust út var Breski sjóherinn tíu sinnum öflugri en sá Þýski en hann samanstóð af tveimur litlum orrustuskipum og tuttugu og sex kafbátum. Markmiðin hjá Þjóðverjum voru þessvegna efnahagslegs eðlis, þ.e. þeir ætluðu að skera á líflínu Breta til Bandaríkjanna með óvæntum skyndiárásum á skipalestir bandamanna og flýja síðan herskipafylgdina. Þessar árásir átti að framkvæma um öll höf til að dreifa kröftum andstæðingsins. Þessi herkænska reyndist Þjóðverjum vel því að í janúar 1941 höfðu orrustuskipin Scharnhorst og Gneisenau sökkt skipum sem samsvara 122.000 brúttólestum. Þegar Bretar fóru að láta herskip fylgja öllum skipalestum sínum ætluðu Þjóðverjar að svara með enn meira afli; láta Bismarck og systurskip þess Tirpitz fylgja Scharnhorst og Gneisenau. Tafir voru samt á smíð Tirpitz sem gat ekki tekið þátt í hernaðaraðgerðum að þessu tagi fyrr en um haustuð 1941 og þessvegna þurfti Bismarck að nægja með Scharnhorst og Gneisenau. Bæði Þýska og Breska flotamálastjórnin biðu eftir Bismarck, sú fyrrnefnda með eftirvæntingu en sú síðari með kvíða.
Í fyrirmælum herfarar var gert ráð fyrir að Bismarck færi með beitiskipinu Prinz Eugen og Gneisenau. Gneisenau var í viðgerð í Brest þegar aðgerðin var framkvæmd og þá var bara Prinz Eugen með Bismarck. Leiðin sem átti að fara var upp að Grænlandi og niður með Íslandi. Þar átti síðan að finna skipalestirnar.

Saga Bismarcks
Bismarck var pantað í nóvember 1935 og smíði þess hófust í júlí á næsta ári. Skipasmíðastöðin Blohm & Voss í Hamborg varð fyrir valinu. Um það bil tveimur og hálfur ári síðar komu yfir 60.000 manns á sjósetningarathöfnina. Hitler kom, þrátt fyrir að vera „hetja á landi en hugleysingi á sjó” og hélt þrumandi ræðu um útþenslu Þýskalands . Þar gat það séð Frau Dorothea von Loewenfeld dótturdóttur sjálfs járnkanslarans kristna skipið og heyrt „Deutschland über alles” sungið af þúsundum manna til fylgdar Bismarcs út í ánna Elbu.
Nú tók við að uppsetja allskyns búnað eins og gufukatlana. Fjöldi áhafnarmeðlima fór smám saman að aukast og Ernst Lindemann var skipaður skipherra. Þar sem áhöfnin var ung og óreynd og Bismarck var fullt af sniðugum nýjungum fór Lindemann strax að setja saman æfingaráætlanir. T.d. voru allskonar aðstæður sviðssettar og tíminn sem það tók sjóliðana að koma sér á sína staði mældur þangað til að hann varð viðunandi.
Bismarck var tekið í notkun 24. ágúst 1940, athöfn sem var frekar fábrotin í samanburði við hina fyrri. Lindemann gekk framhjá heiðursverðinum, hélt ræðu, fáni var dreginn að hún og þjósöngurinn var spilaður.
18. maí 1941 héldu Bismarck og Prinz Eugen á haf út. Aðgerðin sem þau voru að byrja kallaðist Rínaræfing eða Rhein übung og hún var komin undan rifjum Raeders aðmíráls, æðsta yfirmanns þýska flotans. Lütjens aðmíráll, sem hafði stjórnað árásum Scharnhorst og Gneisenau á flutningaskip bandamanna var fenginn til að stjórna aðgerðinni. Hann lagði reyndar til að fresta brottför þar til öflugri flokkur herskipa gæti fylgt Bismarck en Reader hlustaði ekki á hann. Þegar hér var komið við sögu höfðu Bretar náð að átta sig nægilega vel á dulkóðun Þjóðverja og komust þessvegna á snoðir um brottför þess, reyndar líka vegna tilkynninga norsku andspyrnuhreyfingarinnar og njósnamynda úr lofti.
http://www.kbismarck.com/bismarck42.jpg —–Njósnamynd tekin úr spitfire flugvél

Þegar þessar upplýsingar bárust til Bretlands senti æðsti yfirmaður breska heimaflotans Sir John Tovey orrustuskipin Hood og Prince of Wales undir stjórn Hollands varaaðmíráls til að standa vörð um siglingarleiðirnar beggja megin við Ísland. Þetta var gert í miklum flýti og voru

t.d. ennþá iðnaðarmenn um borð í Prince of Wales þegar það lagði af stað. Beitiskipið Suffolk, sem var búið nýrri ratsjá, varð vart við ferðir Bismarck og Hood og Prince of Wales fóru þegar í stað í veg fyrir það. Hood og Prince of Wales hófu skothríð á Bismarck sem fljótlega var svarað. Akkilesarhæll bresku skipanna var aldurinn. Hood sem var tekið í notkun 1918 var orðið allt of gamalt og úrelt og Prince of Wales var svo nýtt að fallbyssurnar voru ekki farnar að virka sem skyldi.
Eitt skot úr Bismarck hitti skotfærageymslur Hood með þeim afleiðingum að það sprakk í sundur allir nema þrír úr 1419 manna áhöfn fórust. Eftir að Hood var úr sögunni beindust 16 þýskar fallbyssur að Prince of Wales. Eftir að hafa verið hitt mörgum skotum náði skipherra þess, Leach að halda því utan skotfæris Þjóðverja en fylgdist samt með þeim. Bismarck hafði fengið skot í eldsneytisgeymi og hélt því til hafnar í Frakklandi til viðgerða. Prinz Eugen átti að fylgja upprunalegri áætluninni þrátt fyrir mótmæli Linderman. Það hafði verið mikið atriði að koma Bretum á óvart og nú var það ekki hátt og það var ástæðan fyrir mótmælum hans.

Daginn eftir brottför Hood og Prince of Wales hafði Tovey aðmíráll farið með orrustuskipið King George og flugmóðurskipin Ark Royale og Victorius. Á meðan hafði Suffolk misst af Bismarck. Lütjens vissi samt ekki að hann hafði stungið Bretana af og senti langt skeyti til Berlínar þar sem hann lýsti átökunum. Það gaf Bretum tækifæri til að miða út Bismarck, en það tókst ekki betur en að siglingarfræðingar þeirra töldu Bismarck vera 200 sjómílum norðar en það var. Þangað tóku bresku skipin stefnuna og bilið á milli þeirra og Bismarcks breikkaði. Þökk sér „mistökum” Lütjens þá leit út fyrir að Bismarck mundi sleppa. Eftir að hafa ráðið í annað skeyti Þjóðverja gátu bresku skipin leiðrétt stefnu sína og í eftirförina bættist orrustuskipið King Rodney en það hafði verið að fylgja skipalest.
Að lokum kom að því að Catalina flugbátur fann Bismarck þar sem það silgdi um 700 sjómílum undan Frakklandi. Fimmtán Swordfish tvíþekjur voru sendar af Ark Royale til að reyna að tefja Bismarck. Beitiskipið Sheffield hafði farið áfram til að njósna og flugvélarnar réðust á það. Það var siglingarhæfni skipherra Sheffield og lélegum kveikjum í tundurskeytum Swordfish vélanna að engin skaði varð.
Nú var Bismarck komið skuggalega nálægt flugvernd frá Frakklandi og Swordfish flugvélarnar lögðu aftur af stað með betri tundurskeyti. Í annari tilraun sinni náði eitt skeytið að hitta stýrisvélaklefann í Bismarck. Þegar þetta gerðist var Bismarck að beygja í 15° á bakborða og festist stýrið þannig. Nú stefndi Bismarck beint í flasið á breska flotanum og má segja að á því augnabliki hafi örlög þess verið innsigluð.
Þegar Rodney og George komust í tólf mílna fjarlægð frá Bismarck hófu þau skothríð. Bismarck svaraði en með litlum árangri þar sem það lét lítið að stjórn. Norfolk og Dorsetshire hófu einnig skothríð og að lokum var lítið eftir að yfirbyggingu Bismarck. Það flaut samt áfram. Til að flýta fyrir endalokum skipsins voru botnlúgur þess opnaðar og það sökk. Aðeins 110 mönnum var bjargað úr Bismarck. Bretarnir drifu sig í burtu til af ótta við þýska kafbáta. Lütjens og Lindemann fórust báðir. Hitler hafði alltaf verið sjúklega hræddur við að missa stóru skipin sín og kyrrsetti þessvegna Tirpitz, systurskip Bismarck, sem eyddi lokaárum sínum í Noregi þar sem því var síðan sökkt í loftárás.

http://www.kbismarck.com/biscrui.gif —-skýringarmynd af Rínaræfingu

Vot gröf
Maðurinn sem fann flakið af Titanic Robert D. Ballard fann einnig flakið af Bismarck í júní 1989. Ef tillit er tekið til skothríðarinnar sem Bismarck varð fyrir er flakið í mjög góðu ástandi. T.d. eru aftari fallbyssurnar og allar loftvarnarbyssurnar á sínum stað. Í kjölfar fundsins senti Þýska ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu samkvæmt alþjóðalögum þar sem hún sló eign sinni á flakið og lýsti hana vota gröf hermannana. Eftir þetta hafa fimm leiðangrar lagt leið sína til að skoða flakið og hafa verið gerðar fræðslumyndir um fund þess.