Sælir hugarar, allir sem einn.

Jæja, þetta heldur áfram. Ég hélt ég hefði loksins komið því á hreint um daginn að „væmni“ er með fullu leyfileg á þessu áhugamáli og einelti er með fullu bannað. Í korknum „Sætastur“ frá Wabbitkiller eru talsvert margir búnir að taka sér titilinn „verndari og varðvættur viðsættanlegrar væmni“ og eru á fullu að fylgja eftir þeim titli með því að setja út á og rífa niður samskiptamáta Wabbitkiller og Laddis.

Ég læsti þessum kork en ætla ekki að ritskoða hann svo þið getið farið þangað og skoðað hvað það er sem fólk leyfir sér hér á bæ.

Héðan í frá ætla ég að ritskoða hverja einustu gagnrýni sem fólk fær fyrir að vera „væmið“ og áframhaldandi aðgerðir ef viðkomandi heldur hegðun sinni áfram.

Einnig ætla ég að koma með nokkrar spurningar til ykkar. Ef einhvert ykkar getur svarað þessum spurningum með gildum og góðum rökum, þá skal ég taka það til greina að aflétta og endurskoða afstöðu mína til „væmni“ – en nema það gerist, þá mun ég verða harður á þessu, sem og öllu öðru einelti sem á sér stað hér á bæ, líkt og það einelti sem Wabbitkiller og Laddis hafa orðið fyrir.

1. Hvernig er „hæfilegt“ hjal/væmni í garð maka/elskhuga skilgreint og hver eru rökin fyrir þeirri skilgreiningu?

2. Hver eru rökin fyrir því að þið getið tekið ykkur titilinn „verndari og varðvættur viðsættanlegrar væmni“ í hendur og framfylgt þeirri hvöt sem honum virðist fylgja, þ.e.a.s. hvað gerir ykkur „réttari“ í afstöðu ykkar til viðsættanlegra samskipta maka til hvors annars á áhugamálinu /romantik?

3. Síðan hvenær er það ykkar að ákveða hvað má og hvað má ekki á áhugamálinu /romantik? Ef „væmni“ laddis og Wabbitkiller (sem dæmi um slíkt) væri eitthvað sem ekki ætti hér heima og væri bannað sem slíkt á áhugamálinu, væri það ekki í verkahring okkar stjórnenda að fylgja því eftir með viðvörun um að slíkt eigi hér ekki heima?

Nema þið getið svarað þessum þremur spurningum með góðum og gildum rökum, þá skulu þið héðan í frá sleppa allri gagnrýni tengt væmni í garð annara, og þá sérstaklega á áhugamálinu /romantik þegar kemur að væmni/rómantísku hjali í garð hvors annars. Og svona fyrir ykkur til að hafa í huga ef þið viljið láta á það reyna að svara þessum þremur spurningum: Rök eru ekki „þetta er asnalega væmið“ „Þau geta gert þetta á MSN“ „ þau þurfa ekki að vera að þessu hérna“ o.s.frv.

Rök eru samkvæmt íslenskri orðabók [valdir kaflar]: rök; orsök; stafar af (frá e-u), af gildum ástæðum; hvenær unnt sé að fullyrða að ályktun sé rétt ef forsendur hennar eru sannar.

Og að lokum, ef væmni/rómantísk hjal einhvers í garð annars er að fara í taugarnar á ykkur þá er það ekki fljóknara en að lesa það ekki og fara annað.

Ég mun aldrei gefa ykkur það eftir að vera með skítkast og leiðindi í garð þeirra sem sýna rómantísk samskipti/væmni eða hvað annað sem þið viljið kalla það inn á áhugamálinu /romantik. Svo einfalt er það.

Ég vona að þetta sé komið á hreint, í eitt skipti fyrir öll.

Kær kveðja,
Fróðleiksmoli

E.s – ég ætla ekki að gefa þeim sem voru með leiðindi inn á „sætastur“ viðvörun í þetta skipti, enda búinn að læsa þræðinum. En héðan í frá verða engir slíkir greiðar veittir.