að þegar þið hættið í sambandi, sama hvort það sé af ykkar frumkvæði eða ekki, þá sækir hrikalegur einmanaleiki að? Maður nennir hreinlega ekki neinu, vill helst liggja og sofa eða gera hvað sem er til að forðast lífið?
Jafnvel þótt þið hefðuð ekki átt að vera saman og sambandið endaði réttilega og með góðu að þá er ótti fastur í manni… hvað ef maður finnur ekkert skárra? Líkt og maður sé dæmdur til þess að ráfa um, leitandi í langan tíma áður en eitthvað álitlegt býðst.

Ég skal ekki segja, eftir að hafa verið vanur sambandi í lengri tíma þá verður maður hálfgerður aumingi eftir svona lagað og á í mesta basli með að standa einn. Ég veit samt að maður má alls ekki hlaupa strax í annað samband, engum er það hollt. En það er auðvelt að láta glepjast samt.

Ég veit ekki en mér finnst ég skyndilega vera orðinn gamall, 24 ára, og að líkurnar á að finna eitthvað gott, varanlegt á ný fari þverrandi. Hvar á maður svosem að leita? djamminu? Ég veit ekki með það, finnst eins og að flestir séu í öðrum pælingum þar þegar fólk er að kynnast. Einkamálasíðum? Ég held að þar séu slim-pickings og fólk almennt sé plat og svo er ekkert sérstaklega cool að fara á slíkar síður. Skólanum? Shit, ég er að útskrifast núna í vor… þá tekur bara við vinnan þar sem sami dagur er endurtekinn, groundhog day.

Ég hljóma kannski eins og einhver desperate örvinglaður drengur… satt að segja er ég hálf týndur. Ég er yfirleitt mjög sjálfsöruggur, fæ mikla athygli frá stelpum, djammlífið og meðfylgjandi hözl væri mér mjög auðvelt en ég fyrirlít slíka iðju og mun aldrei stunda slíkt(djammhözl þ.e.).
Bah, ég er að rugla… en mér finnst ég þurfa að sjá leiðina, fá einhvern til að hrista mig og segja mér að allt verði í lagi og að þetta hugarfar mitt sé óþarfi. Fá einhvern til að segja að hann hafi gengið í gegnum þetta og allt sé verði eins og best verður á kosið á ný. Kannski þarf maður bara að heyra það.

Afsakið ef “greinin” er óskýr, hlaðin endurtekningum og crappy.