Ég stóð fyrir aftan hana,ég stóð fyrir aftan hana. Manneskjuna sem hafði sært mig svo djúpt,ég stóð fyrir aftan hana. Hana og manninn sem hafði hjálpað henni að leggja líf mitt í rúst. það voru varla meira en tíu skref á milli okkar. Loksins var tækifærið komið, tækifærið sem ég hafði beðið eftir. tækifærið sem mig hafði dreymt um. Og þarna stóðu þau skyndilega,þau leiddust og hún sagði eitthvað við hann og hann brosti. Loks gat ég náð mér niður á þeim,ég gat læðst aftan að þeim og slökkt lífið í þeim. Skilið þau eftir í blóði sínu eins og í draumum mínum. Ég horfði á þau í smá stund og sneri mér við og gekk hægum en ákveðnum skrefum á brott….