ég er búinn að spá mikið síðustu daga í allskonar tilfinningum sem eru að veltast um í kollinum á mér og þá vaknar upp í mér sú spurning hvort maður geti verið ástfanginn af þeirri tilfinningu að vera ástfanginn? hvort það geti verið að maður sé orðinn svo háður því að vera ekki einn (að hafa einhvern) að maður hreinlega kunni ekki lengur að lifa lífinu á sjálfstæðan hátt? er ég maske klikk eða hafið þið upplifað þetta líka?