Ég er alveg ráðalaus og veit ekki hvað ég á að gera svo mig langaði að koma þessu einhverstaðar út.

Ég og kærasti minn erum búin að vera saman u.þ.b í 6 ár alveg frá því vorum í grunnskóla. Sambandið okkar hefur samt sem áður ekki verið dans á rósum og hafa þó komið stundum vandamál en sambandið okkar hefur þó verið mjög gott undanfarið.  

Núna í Október á halloween hafði mér og kærastanum mínum boðið á halloween partí á föstudegi hjá vini okkar. Ég þurfti því miður að afþakka boðið því ég þurti að læra undir próf og vildi nýta tímann eins vel en kærastinn minn fór í þetta partí og bara allt í lagi með það. á sama kvöld hringdi kærastinn minn í mig kl 3 um nótt. Hann hljómaði svo sem ekki það fullur og sagði að kvöldið hafði verið betur ef að ég hafði verið hjá honum. Svo á sunnudeginum hringdi hann í mig, hann hjómaði bara mjög hress og höfðum bara smá létt spjall. Svo hringi hann aftur eftir að ég hafði skellt á hann þá hljómaði hann rosa dapurlega og grét og ég spurði hvað væri að og þá sagði hann að hann hafði kysst eina stelpu í partíið, en ekki bara einhverja stelpu heldur litlu systir einn af bestu vinum hans sem að ég þekki alveg vel og er hin alveg fínasta stelpa. Þegar ég heyrði þetta þá fannst mér eins og einhver hafði hellt yfir mig ísköldu vatni! Mér leið ekkert smá illa. Ég vissi að hann hitti hana þó nokkuð oft  eftir að þau  kynnust í partíi um sumarið ( þar sem ég var á staðnum þá) og urðu þau ágætlega góðir vinur eftir það. Ég gef honum allavega plús fyrir það að hafa sagt mér það. En hann sagði allavega að hann yðraðist rosa mikið og að hún skipti honum ekki neinu máli. En í ofsa panicinu mínu ákvað ég að brjótast inn á facebookið hans ( sem að ég geri aldrei) bara að tékka svo hann væri ekki að fela neinu öðru fyrir mér. Þá sé ég skilaboð þar sem hann er að byðjast afsökunar og ætlar að reyna að bæta það upp fyrir henni og svo er hann að spurja hvað hafði gerst þetta kvöldið þá segir hún til baka að hann hafði kysst hana og svo hafði hann sagt að hann vildi fara frá mér og vera með henni í staðinn. Þegar ég las þetta að þá var ég alveg í sjokki. Ég sagði honum frá þessu að ég hafði lesið skilaboðin hans á facebook og spurði hann út í þetta. Mér fannst ég ekki fá neina góða útskýringu nema það sem hann kenndi áfenginu um " ég var of fullur og ég vissi ekki hvað ég var að gera". Og það skrýtna var að þá voru skilaboð send frá honum á facebook til þessara stelpu um 3 leitið á svipuðum tíma og þegar hann hringdi í mig á þessu föstudags kvöldi " Gefðu mér séns" og hún hafði ekki skrifað til baka við þessu skilaboði. Þetta er alveg að naga mig. Partur af mér segir að hann hafði komið skríðandi aftur til mín þar sem hún gæti hafið hafnað þessu tilboði frá honum. Mér finnst eins og ég þekki hann ekki lengur. Mér finnst eins og ég hafi ekki verið nógu spennandi fyrir hann og hann vilji kannski eitthvað nýtt. En eftir nokkra daga rifrildi að þá ákvað ég að gefa honum1 sénsþví ég get ekki séð líf mitt án hans og ég elska hann svo rosa mikið. Ég veit ekki hvort að ég get þá treyst hann með áfengi aftur þar sem ég hef oft þó kvartað undan áfengisneyslu hans. 

Ég veit að fólk hugsar farðu strax frá honum hann á þig ekki skilið. Þetta er ekki eins auðvelt og maður getur sagt það. Ég er bara sjálf hrædd að missa hann og mér finnst hann ekki sýna mér þá ást til þess að sýna mér að ég get byrjað að treysta honum og að hann vilji mig virkilega. Ég sé þó samt að hann er að reyna eitthvað en hann gæti gert betur. Bara með því að hringja eða koma í heimsókn mundi kæta mig mun meira en hann geri það svo sjaldan og ég var einmitt búinað nefna það við hann og þegar ég bið hann um það að þá verður hann geðveikt reiður og segir að hann þurfi að fórna öll svo hann gæti fullnægt þörfum mínum og það er alls ekki það sem ég vil. Mér finnst hann oft snúa orðin mín og ýkir þau. Ég hef ekki getað borðað almennilega undanfarið útaf þessu, ég get ekki litið á þessa stelpu í andlitið án þess að fá ógeðstilfinnigu og ég merisegja ber mig við hana og hugsa "er ég nógu falleg". Þótt núna síðustu 2 daga hafa gengið ágætlega með sambandið og ég reyni ekki að hugsa um þetta,kemur það stundum upp í kollinum og ég berst við það að reyna að ekki að gráta. Ég er bara hrædd að nefna eitthvað af þessu aftur þvi ég vil ekki rifrildi og ég vil ekki látta okkur bæði líða illa.

En vildi bara koma þessu á útúr mér mundi vilja fá utanaðkomandi sjónarhorn á þessu. Takk fyrir mig.