Er einn af þeim sem lendir oft í vonbrigðum í ástarlífinu. Því hef ég ákveðið að leita eftir ráðleggingum til ykkar svo maður geti verið nokkuð öruggur að verða ekki fyrir fáranlegum vonbrigðum. Því ég er líklega of vongóður! líklega enn í afneitun eftir aðra vonbrigði, Enn hvað hefur maður ef maður hefur ekki vonina! =) ;)
Er því búinn að koma með nokkrar reglur um hvað megi teljast sem góð þróun til endingargóðs sambands fyrir mig og vonandi gætu aðrir líka lært af: Hér er allavega minn listi: Komið með ykkar eða bætið við þennann:

Fyrsta stigið væri að ykkur líki við hvort annað!

Annað stigið væri að kynnast betur (kannski smá líkamlegt). Gætu kannski leitað til hvors annars með vandamál eða álitsspurningar…etv.-fara að fella hugi saman.

3. Það þróast svo til trausts sambands, hér byrjar allt að líta betur út og þér byrjar að líða þæginlega með þetta allt líkamlega og sálfræðilega(og allt rosa fullkomið, hehe , kannski ekki alveg en má e.t.v. reyna það! ;)

4. Getur farið að vera nokkuð örugglega vongóð/ur með áframhaldið!


Gæti verið að eitthvað þýðingarmikið vanti en þar komið þið inn í þetta!