Kæru Hugarar, ég er með smá vandræði sem ég vill deila með ykkur og það væri frábært ef ég fengi einhver svör.

Svona er málið með vexti að það er einn strákur sem ég er hrifin af en hann veit það ekki, ég hef samt verið hrifin af honum áður og hann af mér. Hann er að fara að flytja til útlanda eftir mánuð, og við ætlum að reyna að hittast fyrir það. Svo var hann að segja mér að hann gæti bara hitt mig ca. 2 sinnum í viku þangað til hann flytur því hann er á fullu í handbolta og ætlar að vera með bestu vinum sínum sem mest. Hann er samt smá þessi player típa en það stoppar mig samt ekki.
Ég bara veit ekki hvað ég á að gera, hvort ég eigi að hitta hann eins oft og við getum eða hvort ég eigi bara að sleppa því til að gleyma honum.
Ég er samt þessi týpa sem er fljót að hætta að vera hrifin af strákum og ennþá fljótari að vera hrifin af einhverjum.
Svo er annar strákur sem á heima 5 klst. í burtu frá mér og við erum mjög góðir vinir og ég var hrifin af honum og hann var hrifinn af mér held ég, en ég fer ekki oft þar sem hann býr og hann kemur ekki oft hingað. En í byrjun næsta mánaðar og í sumar kemur hann hingað og ég fer þar sem hann býr í næsta mánuði og í sumar. Við höfum ekki hist en ætlum samt að gera það. Ég veit ekki hvort ég eigi að búast við því að það gerist eitthvað hjá okkur eða ekki, og ég veit ekki hvort ég sé hrifin af honum núna eða ekki.


Svo það væri æðislegt ef þið mynduð koma með hugmyndir um hvað ég gæti gert!

Bætt við 24. apríl 2010 - 22:12
Og já, það er ekki mikið sem ég sagði um þetta en ég veit ekki hvað ég get meira sagt svo þið megið endilega spurja mig ef það er eitthvað meira sem þið þurfið að vita til að gefa mér ráð.