þannig er það að alveg síðan ég og minn fyrrverandi hættum saman(vorum saman í rúmlega 2 mánuði) þá höfum við næstum alltaf farið að kela(ekki alla leið), aðalástæðan fyrir því að við hættum saman er ut af því að við önuðum of fljótt í samband.erum búin að þekkjast í 8 mánuði núna og þekkjumst miklu betur. Það er ekki fyrr en núna sem ég er alvarlega að pæla hvort við getum byrjað saman aftur.

þegar við vorum saman var hann kærulaus, hringdi aldrei í mig af fyrra bragði, tók stundum vini sína fram fyrir mig of fl. en núna er hann ekki lengur kærulaus, hringjir í mig af fyrra bragði og lætur ekki vini sína ekki hafa e-h áhrif á sig.

er alveg nokkuð viss um að hann vilji reyna aftur þar sem það hefur alltaf verið e-ð í gangi á milli okkar en málið er að ég veit ekki hvernig ég á að tala við hann um þetta sem angraði mig meðan við vorum saman :/
hvernig á ég að orða þetta allt saman svo hann taki mark á mér og passi upp á það að hann detti ekki aftur í gamla farið um leið og við byrjum saman? ég er alveg ráðalaus :S:S