Afhverju hafa strákar svona mikið á móti því að gista heima hjá kærustum sínum? Kannski ekki allir, en minn er allavegna þannig. Við erum búin að vera í saman í aðeins meira en hálft ár og ég er nokkuð viss um að ég get ennþá talið á annari hendi þau skipti sem hann hefur gist heima hjá mér á meðan ég gisti hjá honum oft í viku.

Þegar ég hef spurt hann hvort hann vilji vera heima hjá mér í nótt þá kemur hann sér oftast undan því, beilar eða fríkar út og kemur með lygi sem er jafnauvirðileg og “ég þarf að þvo á mér hárið.”

Núna áðan var hann að beila aftur. Við gerðum díl um að ég myndi gista hjá honum eina nótt og hann hjá mér næstu tvær, sem var víst of mikið fyrir hann. Hann segist vera búinn í vinnunni á milli 10-11 og ég geri ráð fyrir að hann ætli að hringja og segja mér þegar hann er búinn svo ég geti sótt hann. Um 11 leytið kemur hann inná msn, ég geri ráð fyrir að netið sé að ruglast(það á það til) og hann sé ennþá í vinnunni afþvi hann er ekki enn búinn að hringja í mig. 20 min yfir tólf hringir hann og segir að hann hafi verið sóttur og sé með bróður sínum sem var að koma í bæinn og ætli að vera heima hjá sér.


btw. þessi strákur er yndislegur fyrir utan þetta. Ég þurfti bara e-rn til að pústa og það eru ekki margir vakandi um miðja nótt sem nenna að hlusta á mann böggast yfir kæró…
…—…