Sælir hugarar.

Vantar hjálp því ég er alveg að missa vitið útaf þessu.
Ég og kærastan erum búin að vera saman í 2 ár, sambandið okkar hefur byggst upp svipað og “long distance” samband þar sem hún æfir fimleika oft og höfum ekki mikinn tíma til að hittast.

Traustið á milli okkar er 100%, tilfinningalegur skilningur og ást er 100% þegar við erum saman, ég er fáránlega skotinn í henni og dýrka allt við hana.
Hún er tilfinningalega lokuð sem manneskja og ég er rosalega tilfinningalega opinn við kærustu mína en það virðist vera erfitt að opna mig fyrir henni og sömuleiðis hún fyrir mér.

Það er eitt problem sem er búið að valda svo mörgum rifrildum og veseni hjá okkur.
Sambandið okkar virðist aldrei ná tilfinningalegum tengslum til langtíma (+2 vikur).

Þegar við hittumst lengi þá líður okkur fullkomlega. Ekki til vandræðalegt moment eða vesen hjá okkur.
Hinsvegar þegar við segjum bless og tölum saman í síma seinna, þá gæti ég alveg eins verið að tala við pabba minn. Ég finn ekki fyrir henni sem kærustu og mér líður eins og ég sé að tala
við hana bara til þess að tala við hana. Við segjum ekki “elska þig” í enda samtalsins (ákvaðum það bæði að gera það ekki til að eyðileggja þetta orð ekki og gera það “meaningless”).

En málið er, við hittumst svo fáum sinnum þannig að síma-sambandið okkar skiptir svo miklu máli, en það er algjört helvíti að hitta kærustuna sína, tala við hana daginn eftir og líða vandræðilega.
Þegar við erum ekki búin að hittast lengi þá er ekki eins og söknuðurinn byggist eitthvað upp… heldur virðist áhuginn og söknuðurinn deyja út í eitthvað vandræðalegt kjaftæði, næst þegar við hittumst þá verður jafnvel vandræðalegt að horfast í augu við hana… Kærustuna mína… það meikar ekki sense. Kærastan mín ætti að vera eina manneskjan sem ég ætti að geta horfst í augu við endalaust og liðið vel.

Kæru hugarar, sambandið okkar er svo mikið sem fullkomið þegar við hittumst og nokkra daga eftir það en við KUNNUM ekki að vera án hvors annars án þess að áhuginn okkar deyji út. :(
Við kunnum ekki að tala í síma saman og mynda tilfinningaleg tengsl í gegnum símann. Ég er alveg að rifna í sundur hversu mikið mig langar að kaffæra henni í rómantík og dúlleríi, en hún er ekki þannig tilfinningalega opin til þess að njóta þess og yrði það bara vandræðalegt og slæmt.

Please, hvernig eigum við að laga long-distance partinn af sambandinu? Hvernig get ég komið tilfinningunum mínum í gegnum símtólið án þess að það hljómi cheesy?

Ég get líkt þessu svona:
* Ég horfi oft á sömu TV seríurnar oft oft oft í gegn því ég veit að ég græði ekkert eitthvað svaka á því en ég veit að ég tapa engu (tilfinningalegu balance).
* Þegar ég horfi á nýja bíómynd/þátt, þá leggur maður sig í hættu, því ef myndin er ömurleg þá líður manni illa eftirá, ef hún er góð þá líður manni vel.

Það virðist vera að við tölum saman eins og við séum að horfa á sömu sjónvarpsþættina aftur og aftur, ekkert nýtt, engin spenna en engin hætta.

Við viljum bæði náið samband, en við kunnum ekki síma-partinn af sambandinu =/

Einhver sem getur gefið mér ráð? =/