Ég er með smá pælingu sem að ég þarf endilega að fá svar við . .

Er hægt að fara í afneitun við því að einhver sé hrifin af manni en það er bara too good to be true ?
Ég skal gefa dæmi [nöfnin eru algjörlega skálduð upp]:

Segjum að Silja sé orðin alveg fáránlega hrifin af strák í skólanum sínum sem að við köllum bara Rúnar, en hún hefur aldrei talað við hann eða neitt, kannski bara stalkað hann með augunum ? Allavegana þá já, þá hefur hún tekið eftir því að hann hefur kannski horft á hana nokkrum sinnum. Svo þá fer hún að túlka það að hann sér hrifinn af henni (svo flýgur hún dögum saman uppá bleiku skýi og gjörsamlega í sælu-&ástarvímu). En málið er það að hún á góða vinkonu sem að við köllum bara Yrsu. Smátt og smátt fer henni að gruna að Rúnar sé kannski hrifin af Yrsu útaf því að oftast þegar hann hefur litið til Silju eða horft í áttina að henni þá hefur Yrsa oftast staðið hjá henni. Svo hefur hann Rúnar líka byrjað e‘ð smá að chatta við Yrsu og fl. þegar Silja kom ekki í skólann.
Svo að ég var að pæla, er þetta afneitun hjá Silju að hann sé mögulega hrifin af henni útaf því að það er 2 good 2 be true eða er þetta kannski rétt sem að henni var farin að gruna (að Rúnar væri hrifin af Yrsu) ?

Er með smá kjánarholl eftir þetta en . . en þarf að fá álit einhvers ?
já.