Sæl öll sömul.

Mér þykir leitt að tilkynna að ég veit ekki hvort og/eða hvenær ég mun geta svarað þeim 4 fyrirspurnum sem liggja fyrir í “S&S”. Álagið í námi mínu hefur allavega þrefaldast, þannig að ég er bókstaflega lærandi frá morgni þangað til ég skríð upp í rúm á kvöldin án þess að taka mér hlé nema til að borða og aðrar þessháttar nauðsynjar.

Ég biðst afsökunar á þessu og vona að þið séuð ekki fúl við mig. Ég get reynt að svara þessu ef og þegar ég hef tíma, en þá má vel vera að vandamálið verði leyst eða að illa hafi farið o.s.frv.. Þess vegna bið ég engan um að treysta á svar frá mér til lausnar á vandamáli ef það er tímabundið og þarfnast svara strax.

Vonandi skiljið þið og samþykkið útskýringu mína.

Hafið það gott og verið því duglegri að koma með ítarleg og góð svör fyrir hvort annað.

Lifið heil.