Jæja, ég ætla að koma fram með ástarsorgina mína. Einu sinni var ég geðveikt hrifin af einum strák, ég hafði áður verið hrifin af einhverjum strákum en þetta var öðruvísi, mér leið eins og ég elskaði hann. Hann var með nokkurn vegin sömu áhugmál og ég, hann var snjall, sterkur og fyndinn. Það var fyrir nokkru síðan að ég fór í ferð með skólanum, svona fyrir náttúrufræðina. við gistum þar í tvo daga og þá byrjaði ég að hata hann. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð sár þegar hann gjörsamlega hunsaði mig alla ferðina. Við vorum nokkuð góðir vinir sko.
Síðan náði ég loksins aðeins að tala við hann og þá kom ein stelpan og sagði að við værum kærustupar (típískt) og hann gjörsamlega neitaði því. Ég man orðin svo vel, eins og þau væru brennd inní huga mér ‘'Aldrei í lífinu’' Þá byrjaði ég að hata hann og elska hann á sama tíma. Þetta tók mjög á, ég skipti mér eiginlega ekki af honum næstu dagana eftir ferðina. En síðan varð ég aftur venjuleg við hann, þótt ég hataði hann um leið og ég elskaði hann. Síðan seinna komst ég að því að ég var að flytja, og síðan líka að hann var að flytja. Ég var áfram í skólanum, skólinn var alveg að verða búinn. Síðasti dagurinn í skólanum var geðveikur. Það var tekið báða bekkina og fengið sér ís, farið á fótbolta völlinn í allskonar leiki. Síðan þegar ég var að fara að hjóla í burtu, og leit á hann.
Hann leit aðeins á mig en leit síðan undan, ég hjólaði í burtu og ég sá hann aldrei eftir það. Ég sakna það að sjá hann brosa, heyra hann hlæja og hlusta á hann tala. Ég grét eftir þetta, en þegar ég hugsa um hann kemur svo oft upp hatrið sem ég bar til hans, en um leið vildi ég óska þess að ég hefði gert eitthvað, reynt eitthvað. Ég sé geðveikt mikið eftir því.
Ég hitti draumaprinsinn, fullkomna manninn og fyrstu ástina, og missti þetta allt útaf einhverri djöfulsins feimni. Núna get ég ekki fundið neinn strák sem mér líkar við, sem ber saman við hann. Hvað á maður að gera í svona ástarsorg, þegar maður missir svona fullkominn mann, og hina einu sönnu ást? Ég er ekki búin að sjá hann í eitt ár, ég hugsa um hann á hverjum degi, ég get ekki bara gleymt honum!