já þannig er mál með vexsti að kærastinn minn sagði mér upp fyrir 2 vikum síðan eftir eins og hálfs ár samband og ég er að springa, mér líður svo illa.

við erum ennþá vinir og hittumst alveg eftir skóla og svona, en auðvitað ekkert jafn mikið að við vorum vön og mér fynnst ég bara svo tóm án hanns, ég veit ekkert hvað ég á að gera þegar hann er ekki með.

Og mér líður svo kjánalega því að þegar ég er án hanns þá er allt svo tómt og mér líður bara illa, en svo þegar ég hitti hann þá er allt svo þvingað og andrúmsloftið verður svo óþæginlegt, eins og við vitum ekkert hvað við eigum að segja eða gera.

Hvort fynnst ykkur að ég ætti að reina að halda vinskapnum (hann er besti vinur minn) eða bara gleima honum, því að það er svo erfitt að komast yfir þetta þegar ég er alltaf að hitta hann..

endilega segið ykkar skoðun

ps. afsakið stafsetningarvillur :S
Ég er bara ég