ég fer stundum í heimsókn til ömmu minnar
þá kemur hún og segir
“jæja karlinn minn nú verður þú að fá þér eitthvað að borða”
“nei veistu amma ég er bara ekkert svangur”
“jú gjörðu svo vel, þetta er svínakjöt og hangikjöt og grænar baunir og sósa með”
og þá kemur afi og segir
“jæja karlinn minn þoriru í sjómann?”
“nei veistu afi ég var að borða”
og þá kemur amma og segir
“gjörðu svo vel hérna er eftirréttur”
“nei amma ég get það ekki”
“verst að geta ekki boðið þér neitt”