Jæja hugarar nú vantar mig ykkar hjálp. Koma svo þið getið þetta!

Þannig standa málin að ég er rosalega skotin í dreng sem ég þekki lítið. Er svona ,,vinur“ minn á stórri samfélagssíðu og þekki hann í gegnum hitt og þetta.
Ég hef enga hugmynd afhverju ég laðast svona á honum. Getur vel verið að þetta sé svona *getekkifengiðþessvegnaþráiégþig* dæmi. Eða getur bara verið skot sem verður kannski meira.

EN vandamálið er að eftir að ég kom úr sambandi hef ég verið afskaplega hrædd við að taka fyrsta skrefið, ég er eiginlega bara skíthrædd við það. Á mjög erfitt (sérstaklega á þessum tímum) að fá neitun. Er hrædd um að ég geri mitt besta og hann segji nei og endar með því að hann fari að gera grín í mér við vini sína og ég endi bara sem eitthver auli sem var að reyna við hann.

Þessi drengur er yfir tvítugt (eins og allir mínir ,,drengir”) sem þýðir að hann stundar skemmtistaði bæjarins frekar. Og fór ég líka að hugsa hvort ég myndi vilja vera reyna við strák sem er alltaf djammandi um helgar. Hef enga hugmynd hvað ég er að koma mér í. Ég hef talað við hann, og finnst hans svo spennandi, það er eitthvað við hann sem ég bara verð að kynnast og finn það innst inni.

En þá fer maður að hugsa um ,,hvað vill hann gera með mig. Hann getur nælt sér í mun betri gellur". Þótt að vinkonurnar séu að reyna ljúga að mér að ég sé 9-10a og hann sé bara sjöa þannig þa ðer hans missir. En hvernig lætur það mig líta út? Ef ég er tía afhverju get ég ekki nælt í sjöu?!
Þá spyr ég hvað á ég að gera? Hvernig á ég að gera það og viltu hjálpa mér?


Kveðja. Rósí sósí ráðarlausa!
“To the world you may be one person, but to one person you may be the world.”