Ef maður sér einhverja manneskju sem manni líst á, gerir maður þá allt til þess að reyna að kynnast henni?

Fyrir svona 5 mánuðum var ég með ákveðin strák gjörsamlega á heilanum. Hann var að vinna rétt hjá þar sem ég bjó og alltaf fann ég afsökun til þess að fara út í sjoppu til að ,,kíkja" á hann. Ég var orðin það despret að ég var alveg með það að hann var á lausu og ég gróf upp hvað hann hét og allt…en aldrei þorði ég að gera neitt.

Seinna frétti ég að hann hefði spurt vinkonu mína um númerið mitt, en síðan var það ekkert meira. Núna þegar að ég fer út í sjoppu er alltaf eins og að hann sé að forðast mig. Hann finnur alltaf afsökun til að gera eitthva annað þegar að ég kem. Hann afgreiðir mig aldrei þó að hann sé á kassa næst mér, heldur fer hann eitthvert annað. Vinkona mín grenjar alltaf úr hlátri því hún veit hvað ég er að deyja yfir honum og hún segir að það sé svo greinilegt að það sé eitthvað svipað í gangi hjá honum. Hvað er málið?? Er þetta bara ég sem er að skíta á mig af því að ég geri ekki neitt. Er tækifærið bara á þrotum… HELP PEOPLE