Æji maður getur verið svo óendanlega vitlaus. Núna undanfarið eða bara síðan á laugardaginn finnst mér ég bara vera algörlega útundan.

Kallinn keypti sér svona fjarstýrðan bíl á allt of mikinn pening að mínu mati en það skiptir ekki máli hér. Það sem skiptir hins vegar máli er það að mér finnst hann bara ekki nenna að gera neitt með mér eða gera ekki neitt með mér, skiptir ekki máli, við búum saman. Hann vill vera í tölvunni og er alltaf að fara út að leika með bílinn, hefur ekki gert mikið í soldin tíma þannig ég skil hann svo vel en mig langar svo að hafa hann hjá mér á kvöldin og að hann langi til að vera með mér. Er búin að vera svo óörugg og lítil í mér undanfarið og vantar svo að fá knús en samt er eins og ég sé að ýta honum frá mér.

Núna til dæmis sit ég og græt inni í stofu meðan hann er í tölvunni afþví að ég sagði eitthvað áðan og hann virtist áhugalaus. Veit ekkert hvað er í gangi því ég er ekki vön að láta svona.

Þetta er allt saman bull og vitleysa í mér og engin ástæða fyrir mig að vera fúl yfir því að hann hafi áhuga á því sem hann var að kaupa. Þetta er bara eitthvað sem ég er að taka á kolvitlausan hátt held ég. Finnst þetta bara svo leiðinlegt. Og þó ekki sé talað um að þessi bíll kom til sögunnar á laugardaginn, einhverir 5 dagar síðan þannig að meira að segja ég er ekki alveg að sjá vandamálið en samt er ég svona rosalega leið og viðkvæm.

Ákvað bara að pústa aðeins og átta mig.