Ég vildi ekki setja þetta í vandamál því þetta er ekki beint vandamál. En það sem ég er að reyna gera hérna er að fá útrás.

Nú þegar maður er komin á venjulegt ról, skólinn byrjaður og vinnandi á fullu þá get ég ekki hægt að hugsa um fyrrverandi. Ég gerði grín í partýi um daginn og sagði ,,ég hef ekki stundað kynlíf í 3 vikur og mér finnst bara eins og það sé að gróa fyrir" en það var svona til að fela mínar sönnu tilfinningar. Mér leið hörmulega, eins og ég er búin að vera síðustu vikur. Jafnvel þótt við erum vinir núna get ég ekki hægt að hugsa um gömlu góðu dagana og vil þá aftur. En það gæti aldrei gerst, aldrei aftur.
Og nú eru strákarnir byrjaðir, ég brosi, ég hlæ en alltaf innst inni finnst mér eins og ég sé að deyja.

Á laugardaginn (hina alræmu menningarnótt) reyndi mjög svo eldri maður við mig. Ég hló og hló, þetta var yndislegt. En svo kom einn af vinum mínum og ætlaði að fara leiða mig og svona sæterí og ég eiginlega bara hljóp í burtu. Ég veit ekki hvernig maður getur byrjað aftur? Ekki get ég lifað í ástarsorg í mörg ár og aldrei eignast neitt gott í lífinu. Mér finnst eins og enginn eigi mig skilið, nema fyrrverandi. Hann átti mig ekki einu sinni skilið, hann sagði það sjálfur stundum. En hvernig tekur maður þetta skref? Leyfir eitthverjum að nálgast manni? Opna sig, er það hægt yfir höfuð?
“To the world you may be one person, but to one person you may be the world.”