Jæja, ég ákvað að senda þennan kork inn þótt ég ætlaði mér það ekki, hrædd við skítköst og leiðinleg svör þannig að ef þú ætlar að svara þá bið ég um að gera það á þroskaðann hátt.
Ég er með strák, við erum búin að vera saman í næstum 2 ár og ég er yfir mig ástfangin af honum. Þegar ég er ekki með honum verð ég að tala við hann stanslaust í gegnum sms eða síma og það vantar bara part af mér.
En svo þegar ég er með honum þá rífumst við oft, hann segir að ég sé alltaf að rífast í honum útaf engu og kannski er það satt hjá honum.
Það gerist oft að ef hann hlustar ekki á mig, misskilur hlutina eða eitthvað þá fæ ég bara kast og strunsa í burtu og kalla hann ýmsum ljótum hlutum sem ég sé auðvitað eftir um leið.
Ég er bara þannig manneskja að ég tek margt svo nærri mér, átti frekar erfiða barnæsku og á foreldri sem talar varla við mig.
Ég held að ég sé bara að leita eftir athygli, leita eftir einhverjum sem skilur mig alveg 100% og hlustar á mig.
Hann hefur samt aldrei gert neitt rangt, aldrei. Ég bara geri úlfalda úr mýflugu!
Ég hef oft reynt að breyta þessu, hafa meira umburðarlyndi en ég virðist ekki geta það. Fatta bara þegar mistökin hafa verið gerð að þetta var eitthvað sem hafði getað leyst með einum koss, en ekki strunsa nokkra kílómetra í burtu frá ástinni minni og öskra á hann.
Mér finnst samt stundum að þegar ég verð fúl við hann og byrja að rífast og ég enda svo á því að biðjast afsökunar leiðinlegt að ég þurfi endilega að gera það… Það var nú hann líka sem gerði mig fúla til að byrja með.
Hann á svo miklu betra en mig skilið…
Þoli ekki að ég fer svona með okkur tvo, ég hef núna ekki talað við hann síðan í morgun og við skildum alls ekki á góðu nótunum (ég strunsaði út eldsnemma morguns) og ég sé svo eftir því núna en ég held að það sé of seint að biðjast fyrirgefningar.
Áttum frekar erfiða helgi síðast útaf alveg eins máli, hættum næstum saman og ég lofaði að reyna bæta mig. Það er bara svo erfitt að breyta persónunni sem maður er, þótt viljinn sé fyrir hendi.
Held að ef ég myndi biðjast fyrirgefningar þá muni hann segja við mig að hann nennti þessu ekki útaf ég geri alltaf úlfalda úr mýflugu og væri alltaf að rífast í honum útaf engu (stundum finnst mér þetta “ekkert” vera mikilvægt, það er allavega mikilvægt fyrir mér og þess vegna særir það mig frekar mikið þegar hann segir þetta við mig).
Æji, er ekki endilega að biðja um svör við þræðinum, hjálp (er alls ekki að biðja um skítkast yfir því hve leiðinleg ég er við hann, ég geri mér alveg grein fyrir því).
Langaði bara að koma þessu frá mér.