Jæja, lífið heldur áfram og eitthvað gerist í lífi manns sem maður hefur ekki reynslu, né þekkingu af. Ég er hérna með smá framhald af fyrri korki mínum og ég veit bara hvorki upp né niður hvað ég á að gera.

Fyrri korkurinn hljómaði svona:
Í dag þá ákvað ég að vera hugrakkur og bjóða stelpunni í bíó sem ég hef verið með auga á í nokkra mánuði. Þegar ég spurði hana þá fékk ég “ég veit ekki” svar og svo spurði hún mig hvað ég héti og ég svaraði því og spurði hið sama. Og svo sagði hún allt í einu “Já kannski” og ég endaði með númerið hennar og djöfull hvað ég skalf þegar ég var að pikka það inn í símann minn. Vinkona hennar hló að þessu soldið mikið og hún þurfti að kalla á hana til sín til þess að vera ekki ein. Hvað á maður að gera í skólanum á morgun á ég að tala við hana eða hringja í hana og spyrja hana hvenær við eigum að fara?
hvað á ég að gera bara?!??

Nú gerðist það að það var árshátíð, og ég sá hana þarna og ég sat á bekknum með vinum mínum. Ég tók eftir því að hún var alltaf labba framhjá bekknum og ég horfði stundum á hana.
En eitt skiptið þá ákvað ég að sleppa því að líta á hana, og svo labbar hún framhjá bekknum en svo lít ég á hana og sé að hún leit til baka og horfir beint í augun á mér en þegar ég lít á hana þá lítur hún undan og er fljót að því.
Vinur minn vildi meina að hún hafi verið brosandi, ég er samt ekki viss. Seinna um kvöldið labbaði ég uppað henni og spurði hana hvort ég mætti hringja í hana daginn eftir, og hún svaraði játandi, en ég tók eftir því að hún horfði ekki á mig.
Tékkaði líka á því, og hún sagði við mig áður rétt númer þannig að hún var ekki að skálda það uppí loftið.
Ég hringdi svo en heyrði að síminn hennar var batteríslaus þannig að ég ætla að tala við hana bara í skólanum held ég, en hvað getur þetta þýtt þegar hún horfði á mig?
Kv, Thorin