Mig sárlega vantar smá ráð. Þannig er mál með vexti að ég var í sambandi í svoldið langann tíma. við höfum verið svoldið mikið sundur saman og svona, en alltaf hef ég elskað hann jafn mikið og allt það, en það er ekki mitt stærsta vandamál mitt núna.
þannig er mál með vexti núna, við bjuggum saman í tæplega ár. og svo þegar við hættum saman þá komst ég að því að ég væri ólétt. hann tók því fyrst mjög illa og svona. En núna er hann alveg orðinn mjög sáttur við það.
En svo núna, þá er hann farinn að deita aðra stelpu og allt í lagi með það, ég er alveg búin að sætta mig við það. En það er einn mjög stór ókostur við það, hann vill ekki tala við mig næstum því, og þegar við tölum saman þá rífumst við bara.og mér þykir það mjög leiðinlegt, einkum og sér í lagi þar sem að áður en hann fór að deita þessa stelpu vorum við mjög góðir vinir og allt aflveg eins og ég vildi hafa það. Og núna er ég komin á þann stað að ég get ekki leyft honum að koma með mér í sónar í næstu viku. Þetta vesen er að gera mig gráhærða. Vitið þið um eitthvað sem að ég get gert til að bæta ástandið milli okkar, svo að ég geti fengið vin minn aftur???
kv. Monica ráðlausa