Ég flutti út á land fyrir tæpu einu og hálfu ári og líkaði það bara vel. Síðan byrjaði ég með strák sem ég gjörsamlega elska út af lífinu og vill ekki neitt nema vera með honum. við erum búin að vera saman í rúmlega ár núna. En núna er ég komin með smá heimþrá og mig langar rosalega að flytja aftur þangað sem ég átti heima og öllum vinum mínum þar langar að fá mig aftur en ég er ekki viss hvort ég geti það. Kærastinn minn er í íþróttum og spilar með liðinu hérna og hann getur ekki flutt með mér og þá veit ég ekki hvort ég get flutt. ÉG stórlega efast um það að ég geti lifað af heilt sumar án hans!

Hvað á ég að gera? Á ég að vera hérna með kærastanum mínum, á stað sem ég er komin með smá leið á, eða á ég að flytja aftur heim og vera heilt sumar án hans???

Kv. Hodd