Ég hef svosem verið að spá í þessu líka, það er ein stelpa sem ég hef verið hrifin af síðan ég hitti hana fyrst, var virkilega hrifin af henni, svona fyrstu 2 vikurnar eftir það, hugsaði ekki um mikið annað, leið geðveikt vel eftir að hafa verið nálægt henni, dreymdi hana , og hlakkaði alltaf til að sjá hana, síðan komst ég að því að hún var með strák og er með honum ennþá, þá fór ég hægt og rólega að sætta mig við það bara. Og reyndi að setja þetta til hliðar. Þetta var fyrir svona ári síðan, ég hef alls ekki talað við hana nálægt því eins mikið og ég vildi, og er alveg eins og asni nálægt henni, get varla talað.
Í sumar var mér svo hugsað af og til, til hennar, en þegar nær dróg skólanum byrjaði mig að dreyma meira og meira um hana og þegar ég loks sá hana aftur, fékk ég allar sömu tilfinningar og fyrst, bara sterkari . Ég held að hún sé ánægð þann sem hún er með og vill helst ekki raska því neitt. Ég hef samt verið að velta því fyrir mér hve lengi mér mun líða svona, því mér er hugsað til hennar alltof oft í raun og veru, get eiginlega ekki einbeitt mér neitt mikið lengur. Er eiginlega að vona að þetta lagist bara, en hef líka áhyggjur um að þetta gerist bara einu sinni á æfi minni.

Afsakið þessa óreglu í þessari grein, en hafiði lent í þessu, líður þetta yfir og er þetta fágætt að maður lendi í þessu ( ég veit að þetta er mitt fyrsta skipti allavega).

Veit samt ekki alveg hvort þetta sé raunveruleg ást eða hvað, ég held ég væri samt til í að fórna öllu fyrir hana, en eitt af því sem angrar mig er að við þekkjumst eiginlega ekkert.