Ég er í smá vandræðum og vantar hjálp frá einhverjum sem hafa lent í svipuðu..

Ég er nú í sambandi með strák. Við vorum hrifin af hvort öðru þegar við vorum yngri, og höfum þekkst í u.þ.b. 5 ár og okkur þyjir mjög vænt um hvort annað. Við erum samt ekki búin að vera saman nema í u.þ.b. mánuð.

Málið er að í vikunni er hann að fara að flytja út á land til þess að vinna og verður í allt sumar en kemur aftur í haust. Við höfum rætt mikið um hvort við getum og viljum vera saman í sumar..og hann vill ekkert annað en að vera með mér. Svo er hann líka að vinna þannig að hann vinnur í 8 daga og fær svo frí í 4 eða eitthvað álíka og getur þá heimsótt mig eða ég hann.

Spurningin er bara..er jafn erfitt að vera svona í sundur eins og ég ímynda mér? Nú er ég búin að hitta hann á hverjum degi í rúmlega mánuð og á undan því svona af og til. Hafið þið lent í svipuðu og ef svo er, hvernig var það? Verður þetta eitthvað auðveldara með tímanum eða er þetta bara eitt helvíti allan tímann?