Sko, ég er í kallapásu og er þess vegna að reyna að falla ekki fyrir gaur sem er með mér í ensku. Við erum alltaf að kíkja á hvort annað og brosa pínulítið. Um daginn þá var einsog hann væri að reyna að heilsa mér en það hefði líka getað verið eitthvað annað. Síðasta miðvikudag þá horfði hann rosalega mikið á mig þegar hann fór út úr stofunni og, æj, vinir mínir (sem hafa ekki orðið vitni að þessu) segja að þetta sé rosalega dúllulegt en mér finnst þetta bara pirrandi - ég hef enga stjórn á mér, ræð ekki við brosið og síst af öllu ræð ég við augun á mér (þau vilja bara horfa á hann). En í síðasta enskutíma (í gær) þá mætti hann ekki, (veikur, skrópaði who knows) og þá gat ég loksins stjórnað því hvað ég gerði, ég horfði reyndar smávegis á borðið sem hann situr vanalega við og fann smá tómatilfinningu. En það sem kom mér mest á óvart var að mér fannst vera rosaleg þögn í bekknum. Eftir smástund þá fattaði ég hvað þetta var, þegar hann er í tíma þá hugsa ég svo rosalega mikið að ég tek ekkert eftir hinum í bekknum!
Spurningarnar eru í rauninni tvær,
Er hann bara að vera vingjarnlegur eða erum við að daðra?
Og verið hreinskilin, er ég nokkuð að verða eitthvað heví hrifin af honum????
Ruglingsleg kveðja með von um hjálp
snikkin