hæ enn og aftur
eins og ég sagði strax í byrjun þá ætla ég að nota huga til þess að hella úr mér bulli sem ég myndi aldrei annars láta út úr mér
það sem ég er að spá núna er aðalega þetta hugtak : ást og tilgang og verkun þess á mig og mitt líf
eftir að ég skildi í dec. gerði ég eins og svo margir í sömu aðstæðum og fór á fullt í að “gleyma” deitaði eins og vitleysingur djammaði eins og unglingur og xxxx eins og rófulaus hundur ég sörfaði netið allar nætur hékk á spjallrásum og einkamálarásum og þóttist vera cool hössler, en núna upp á síðkastið hef ég smámsaman áttað mig á því að ekkert af þessu virkar eins og ég hélt. ég er orðinn þreyttur á því að vera stanslaust á þeim punkti að vera að kynnast fólki æ þú lesandi góður skilur vonandi hvað ég á við, þeim punkti þar sem þú getur ekki sagt hvað sem er og ert stanslaust að vanda þig svo þú klúðrir ekki “hösslinu” og þá kem ég einmitt að spurningu dagsins ef ást er til finnst hún á netinu ?