Sælir rómatíkusar.

Ég sá hérna grein sem send var inn hérna 15. júlí. Mér fannst ég hafa það mikið um þetta að segja að ég ákvað frekar að senda inn grein í staðinn fyrir að reyna að koma þessu öllu fyrir í svari við greininni.

Ég hef sjálfur verið trúlofaður þannig að ég veit nokkuð um þetta. Ég veit allaveganna mínar skoðanir af þessu, okkar skoðanir af þessu ( þá er ég auðvita að tala um skoðun stúlkunar sem ég var trúlofaður ). Það eru til tvær andstæðar öfgakenndar hugsanir um trúlofun. Fyrsti hópurinn telur þetta ekkert merkilegt og notar þetta stundum jafnvel til að halda í kærustu sína eða telja þetta vara bara náttúrulega hluti af sambandi sem á að fara á næsta stig og tengir þetta ekkert trúlofun. Síðan er fólkið sem rígheldur í hefðnirnar og trúir að þetta sé bara einfaldlega boð um að maður eigi að giftast innan árs.

Mitt sjónarhorn á þessu er mjög ólíkt þessu. Það er þarna einhvernstaðar í miðjunni. Trúlofun er loforð til hvors annars um að þið viljið eyða æfinni með hvort öðru. Síðan prófið þið að sjá hvernig það gengur í smá tíma og ef þið eruð sátt við þetta og þessi ábyrð er ekki að ganga frá ykkur dauðu þá er bara verið að bíða eftir því að ykkur finnst tímabært að staðfesta þetta fullkomlega. Mér finnst mun sniðugra að hafa svona aðlögunartíma. Gifting er það stór hlutur að maður á ekki að flýta sér inn í hana. Auk þess er fólk sem vill ekki gifta sig útaf lagalegu hliðinni á giftingu og finnst það ekki borga sig. Mér finnst bara gott að fólk getur staðfest ást, traust og löngum til að eyða æfinni saman án þess að setja svona lagalegan pakka yfir þetta allt saman.

Ég segi bara að fólk eigi að taka þessu eins og því finnst. Fólk hefur mjög mismunandi skoðanir á hlutunum og þá má hafa þær. Par þarf bara að ræða vel hvaða skoðun það hefur á þessu áður en það gerir þetta. Eða bara ræða þetta ef langt er komið með sambandið til þess að hin persónan vita hvað þetta þýðir fyrir maka sinn og getur þá tekið betri ákvörðun ef hún biður hana um að giftast sér.

Þegar ég bað kærustu mína að trúlofast mér þá datt okkur ekki í hug að hugleiða hvenær við ætluðum að giftast. Við ætluðum bara að sjá til og taka þessu rólega.

Vonandi hjálpar þessi grein þér að komast að hvaða skoðun þú hefur á þessu máli.

- Qauzzix