Eitt það sem mér finnst nauðsynlegt, er að eiga vin til að tala við. Og er það ekki sjálfsagt að eiga einn, hvað þá fleiri.
Til er málsháttur sem hljómar einhvern veginn svona:

Allir eru vinir þar til á reynir

Mér finnst margt til í þessu stutta málshætti, ég hef oft talið mig eiga marga vini, og svo þegar ég þarf á þeim að halda þá eru þeir ekkert vinir mínir ! Eins og ein stelpa sem ég er oft með, ég taldi hana bestu vinkonu mína þar til ég varð fyrir smá andlegu áfalli og kom þá í ljós að hún var bara kunningi ! Þegar ég þarf á henni að halda, þá er hún ekki við, en þegar hún þarf á mér að halda þá á ég að vera til staðar, það kalla ég ekki vinskap.

Stelpa sem ég hef þekkt síðan ég var 6 ára þorði aldrei að standa með mér þegar ég var lögð í einelti í 1-7 bekk og svo í 8,9 og 10 vorum við ekkert saman en svo núna þegar við erum báðar á 4 ári í framhaldsskóla þá erum við góðar VINKONUR. Fyrir stuttu spurði ég hana afhverju hún hafi aldrei hjálpað mér þegar við vorum litlar og þá sagði hún einmitt það sem mig hafði grunað, hún var hrædd….
og ég fyrirgaf henni :)

Mig langar bara að segja að vinur er manneskja sem þú átt að geta leitað til í gleði OG sorg og hún/hann á að geta komið til þín í gleði OG sorg.

Nala