Well, ég er að stíga á soldið hættulegt svæði hérna en ákvað að láta reyna á það, því þetta er spurning sem allir eru voðalega mikið að pirra sig yfir.
Mig langaði að gefa mína sýn á þessa spurningu.


Skiptir útlit máli?

Já, algerlega. En eins og með allt annað þá skiptir máli hvað felst í þessu orði, –>útlit<–

Það sem ég komst að:
Líkamstjáning
Tal
Hreinlæti
Heilbrigði


Áður en ég butchera þetta þá langar mig að benda á eitt. Ef það er eitthvað sem allir eiga skilið, þá er það að byrja á jöfnum grundvelli, sama hvort það er deit eða eitthvað annað.
Þetta er engin regla, heldur viðmið sem mér finnst gott að minna sjálfa mig á þegar ég dæmi fólk fyrir fram eða legg of mikið traust á það, basically þá gef ég öllum 50 stig af 100. Hvað aðilinn gerir eftir það hækkar eða lækkar þessi stig. Til dæmis:

Líkamstjáning:
Þetta er eitthvað sem ég tek eftir um leið og ég fer á deit með strák. Hvernig hann ber sig.
Er hann hokinn? forðast hann að mynda augnkotakt? feiminn? stressaður? öruggur með sig? etc.

Ég held að konur lesi mismunandi út úr líkamstjáningu. Það sem mér finnst vera heillandi, það finnst öðrum vera óheillandi.
Ein vinkona mín finnst allt í lagi ef strákar eru feimnir og finnst það heillandi, en það finnst mér ekki. Þetta er eitthvað sem ég get engan vegin höndlað
Ég lenti á deiti þar sem viðkomandi var rosalega feiminn að það var erfitt að mynda eðlilegar samræður og á endanum gat ég engan veginn sagt hvernig manneskja þetta var sem ég var að deita. Á hinn bóginn þá gat ég hugsanlega verið að hræða hann með “my boldness” og þar af leiðandi ekki verið heillandi í hans augum.

SVO, líkamstjáning er persónubundin og er partur af því hvort stelpa/strákur hefur áhuga á þér. En kommon, það eru engar bækur sem geta sagt þér nákvæmlega hvernig þú átt að bera þig til þess að næla í deit, þannig þú átt engan annan kost en að vera þú sjálfur.

Tal:
ókei, það er að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt að tala á deiti, annars væri það mjög awkward.
Sumum finnst ömurlegt að tala um nörda hluti, en ég heillast af því. Mér finnst gaman að heyra stráka segja weird tilbúin orð sem þeir nota reglulega í djóka eins og “LOL”…
En það finnst vinkonum mínum ekki…
AGAIN, persónubundið hvað viðkomandi finnst hvort áhugi kveiknar.

Hreinlæti:
ég held ég þurfi ekki að útskýra þetta neitt. Örugglega til fólk sem er alveg sama hvernig fólk lyktar, en meiri hlutinn gerir það ekki.
Að lýta vel út, greiða á sér hárið, fara í sturtu, láta smá heillandi ilmvatn/rakspýra á sig, vera í hreinum fötum, púðra sig aðeins, virkilega skiptir máli.
Ég átti mitt ógó tímabil og þreif ekki hárið mitt í nokkrar vikur, klæddi mig í víðar flíspeysur og hlébarðabuxur (ekki spyrja afhverju) og halló, það sáu allir að ég var engan veginn að hugsa um sjálfa mig, svo það var ástæða fyrir því að enginn hafði áhuga. Þannig lýt ég á aðra, ef manneskja getur ekki hugsað allavega um sjálfa sig til að lýta vel út er hún þá tilbúin til þess að gefa af sér til að vera í sambandi?(enn og aftur, ekki miskylja, þá er ég ekki að tala um púður og meik alla daga…bara lýta vel út að lágmarki)

Heilbrigði:
Ég ætla að vera alveg hreinskilin með þetta.
Ef það sést að einstaklingur hugsar ekki um líkaman sinn við fyrstu sýn, þá minnkar áhuginn.
Jú, það getur margt spilað inn í, sjúkdómar og allskonar kvillar, EN ef manneskja hefur fulla getu til þess að standa upp og hreyfa sig, þá ætti hún að gera það.
Í hraustum líkama lifir hraust sál oftar en ekki, og það finnst mér vera það mikilvægasta þegar kemur að því að finna einhvern. (það er ástæða fyrir því að ef þú hleypur á hverjum degi að þunglyndi minnkar)
Ég er ekki að tala um að vera fit eða massaður í drasl, heldur bara heilbrigður. Að sýna að maður getur hugsað um sjálfan sig, ýtt sér út til að fara að skokka að morgni eða bara hreyft sig og challengað sig áfram, líka í lífinu. Fólk sem situr heima hjá sér og gerir ekkert alla daga og borðar óhollt í öll mál fitna mikið eða jafnvel horast óhóflega og er alltaf þreytt og orkulaust.
Vinkona mín var með kærasta sem gerði aldrei neitt í lífinu. Sat heima hjá sér alla daga í tölvuleikjum, horfandi á þætti, drakk kók hægri vinstri og borðaði óhollt endalaust en talaði alltaf um það að fara í ræktina og læra fullt af hlutum og fara út í nám. En auðvitað gerði það aldrei, svo á endanum hættu þau saman, enda fékk hún nóg.
Þannig persónuleika hef ég ekki áhuga á. Ég spyr sjálfa mig, ef þessi einstaklingur getur ekki challengað sig til að gera eitthvað í lífinu, tekið stór skref áfram þá mun samband með þannig einstakling voðalítið fara áfram heldur.

Vinkona mín er hrifin af strákum sem eru smá þybbnir, en ekki ég eins mikið. ENN OG AFTUR persónulegt álit.

Svo elskurnar, ef einhver segir að útlit skiptir máli, þá munið það bara, að það er persónubundið. Í alvöru talað, ég veit ekki hversu oft maður les þessa setningu allstaðar, en hún er svo sönn:
Verið ÞIÐ SJÁLF!…það virkar alltaf þegar þú hittir einhvern sem verður hrifinn af þér ;)

Enn og aftur, þá er þetta mitt álit. Endilega komið með ykkar sýn á þessari spurningu “skiptir útlit máli?”
Vatn er gott