ég vil byrja á því að þakka fyrir öll svörin sem ég fékk við síðustu grein mörg svörin voru frábær
og ég vona að þið fyrirgefið mér þó ég væli aðeins meira en það virtist hjálpa mér síðast að setja hugsanir niður á blað
í fyrradag var húsið mitt auglýst í fyrsta skiptið og það hafa margir sýnt áhuga svo það virðist ekki verða vandamál að selja kofann en það vekur upp allskonar hugsanir hjá mér mér þykir vænt um húsið og mig langar ekkert til að selja þó ég neyðist til þess því ég ræð ekki við þetta einn allt dæmið hugsað fyrir okkur tvö skiljið þið en um leið og ég vil ekki flytja þá get ég ekki annað en velt því fyrir mér hvort ég er kannski bara að halda í einhverjar minningar um eitthvað sem í rauninni var aldrei annað en tálsýn?
er þetta kannski bara tregða? er ég kannski bara að neita að viðurkenna að þetta sé búið á milli okkar?
væri það nokkuð hollt fyrir mig að búa hér áfram þótt ég gæti það?
hún bauðst til þess að taka við húsinu en ég sagði henni að það kæmi ekki til greina að hún flytti inn á okkar heimili með þennan gaur
hún segist ekki búa með honum þó hún viti að ég veit betur
hún segir ástina hafa dofnað og að henni þyki vænt um mig getur maður gert einhverjum sem manni þykir vænt um svona lagað?
getur ást dofnað? var þá nokkur ást til staðar?
eru síðustu árin bara lygi?
eru þá allar mínar minningar falsaðar? var sú manneskja sem ég elskaði aldrei til? er ég að klikkast eða eru þetta eðlilegar hugsanir?
svona er umhorfs í kollinum á mér á góðum degi(þeir slæmu komast sennilega aldrei á blað) eins og ég segi þá vona ég að þið fyrirgefið mér vælið og takk aftur :)